Skipulagsráð

261. fundur 26. apríl 2017 kl. 08:00 - 12:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólafur Kjartansson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Tryggvi Gunnarsson
  • Hólmgeir Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Tryggvi Gunnarsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Edwards Hákonar Huijbens.
Hólmgeir Þorsteinsson Æ-lista mætti í forföllum Jóns Þorvalds Heiðarssonar.
Tryggvi Gunnarsson aldursforseti setti fundinn og bað Helga Snæbjarnarson að stýra fundi þar sem formaður komst ekki til fundar fyrr en kl. 09:00.

1.Hrísey, deiliskipulag hafnarsvæðis

Málsnúmer 2016020053Vakta málsnúmer

Deiliskipulag hafnar- og miðsvæðis Hríseyjar var auglýst frá 22. febrúar með athugasemdafresti til 5. apríl 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, í versluninni í Hrísey og á heimasíðu skipulagssviðs.

Þrjár athugasemdir bárust:

1) Bjarni Thorarensen, dagsett 3. apríl 2017.

Gerð er athugasemd við að götunafni Sjávargötu 1 (Eyrúnarskúrs) sé breytt í Hafnargötu 4.

2) Umhverfis- og mannvirkjasvið, dagsett 1. apríl 2017.

Óskað er eftir að Hafnargata 1c verði skilgreind til móttöku og flokkunar á sorpi og að byggingarreitur verði gerður fyrir aðstöðuhús starfsmanns.

3) Hverfisráð Hríseyjar, dagsett 30. mars 2017.

Að mati hverfisráðs þyrfti að bæta við inn í deiliskipulagið sjósundsvæði, stækka geymslusvæði við ferjubryggju, bæta við göngustíg við Ægisgötu og malbika undir gáma í "Portinu".


Þrjár umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 27. febrúar 2017.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir nýrri göngugötu norðan við svonefnt "Salthús" og húsum norðan við hana. Hér þarf að árétta sérstaklega um nauðsyn á flutningi fráveitu vegna nýrra byggingarreita við þessa göngugötu. Áður en að úthlutun lóða þarna kemur þarf bærinn því að semja um flutning lagna við Norðurorku eða leggja kvaðir á lóðirnar um kostnað við flutninginn. Fráveitulögn liggur í gegnum eina lóðina.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. mars 2017.

Engar þekktar fornleifar eru á skipulagssvæðinu. Athygli er þó vakin á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Þrjú hús eru friðuð á svæðinu og merkja þarf þau sérstaklega á deiliskipulagsuppdrættinum.

3) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 23. mars 2017.

Lagt er til að hafnarsvæðið verði skilgreint eins og á meðfylgjandi teikningu og að samræmi verði milli deiliskipulagsins og aðalskipulagstillögu.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins þar til kostnaðarmat Norðurorku á færslu lagnar liggur fyrir og felur sviðsstjóra að gera tillögu að svörum við innkomnum athugasemdum.

Athugasemd Hverfisráðs Hríseyjar var ekki lögð fyrir skipulagsráð á síðasta fund 12. apríl 2017 en er henni hér með komið á framfæri.

Sigurjón Jóhannesson D-lista mætti á fundinn kl. 08:15.

2.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2017

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Á 104. fundi hverfisráðs Hríseyjar 14. desember 2016 var bókað að slysahætta væri við gatnamót Norðurvegar og Brekkugötu vegna brekkunnar, þá sérstaklega ef það er klaki í brekkunni og það blotnar á klakanum. Bent er á að möguleiki til að minnka slysahættuna væri að setja biðskyldu á Norðurveg.

Erindinu var vísað til skipulagssviðs.
Samkvæmt slysaskráningu eru engin slys á 10 ára tímabili í Hrísey. Í dag eru biðskyldur frá nokkrum hliðargötum inn á Norðurveg. Ekki er lagt til að setja upp biðskyldur á Norðurvegi. Erindinu er því hafnað.

3.Norðurslóð - skilti, vistgata, lýsing

Málsnúmer 2017030152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. mars 2017 þar sem Gunnar Rúnar Gunnarsson fyrir hönd Háskólans á Akureyri, kt. 520687-1229, sækir um breytingar á skiltum við Háskólann, Norðurslóð 2 og að breyta svæðinu í kring í vistgötu. Einnig er sótt um að fá að setja merkingar við klukkuna. Lýsing á fjölförnum leiðum að Háskólanum er lítil og er óskað eftir að bætt sé úr því. Skipulagsráð frestaði erindinu 29. mars 2017.
Umbeðin uppsetning skilta er ekki í samræmi við núverandi reglur um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrar frá 2011. Á grundvelli þeirrar samþykktar er ekki hægt að samþykkja þann hluta erindisins. Í athugun er hvort endurskoða skuli reglurnar.

Ekki er talin þörf á að gera göturnar við Háskólann að vistgötum miðað við forsendur í dag og er því þeim hluta erindisins hafnað.

Skipulagsráð samþykkir merkingar við klukkuna.

Varðandi lýsingu er þeim þætti erindisins vísað til umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.

4.Stekkjartún 32-34 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016100044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, óskar eftir að heimilt verði að breyta deiliskipulagi fyrir lóð nr. 32-34 við Stekkjartún, meðal annars að fjölga íbúðum úr 20 í 22. Skipulagsnefnd tók jákvætt í stækkun stigahússins en hafnaði erindinu að öðru leyti á fundi 12. október 2016. Lagt fram bréf Ásgeirs M. Ásgeirssonar fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., dagsett 20. janúar 2017.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi 25. janúar 2017.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Tillagan var grenndarkynnt frá 15. mars með athugasemdafresti til 11. apríl 2017.

Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

5.Oddeyrargata 36 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017010515Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Hilmars Gunnarssonar óskar eftir að fá að gera breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Oddeyrargötu 36. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Erindið var grenndarkynnt frá 23. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2017.

Ein athugasemd barst:

1) Aðalheiður Steingrímsdóttir og Þröstur Ásmundsson, dagsett 20. apríl 2017.

Lagst er gegn fyrirhuguðum breytingum vegna viðbyggingar við Oddeyrargötu 36.

a) Talið er að gengið sé gegn gildandi ákvæðum deiliskipulags um samræmi viðbyggingar við útlit hússins og aðliggjandi byggð og gegn því samræmi sem byggingarlistastefna Akureyrar felur í sér.

b) Breytingarnar raska mjög því samræmi sem er á fjarlægð milli húsa og þeirri línu og heildarmynd sem er á svæðinu hvað það varðar.

c) Ekki koma fram upplýsingar um tilgang fyrirhugaðra breytinga. Lagst er gegn breytingunum ef tilgagnurinn er að koma upp íbúðum fyrir ferðamenn.
Svar við athugasemd:

a) Ekki er mögulegt að meta samræmi viðbyggingarinnar við útlit hússins og byggingarlistastefnu fyrr en í hönnun. Skipulagsráð áréttar því fyrri bókun sína frá 15. mars 2017. Vegna ákvæða í deiliskipulagi svæðisins um samræmi viðbyggingar við útlit hússins og aðliggjandi byggð áskilur skipulagsráð sér rétt til að fjalla um útlitsteikningar af viðbyggingunni, og meta hvort þessi ákvæði um samræmi eru uppfyllt, og samræmis gætt við byggingarlistastefnu Akureyrar.

b) Fjarlægð frá viðbyggingu að lóðamörkum Oddeyrargötu 34 og 36 verður að lágmarki 2,4 m. Fjarlægð frá lóðamörkum að Oddeyrargötu 34 er 6,1 m. Heildarfjarlægð milli húsa verður því að lágmarki 8,5 m.

c) Á skipulagsuppdrætti kemur fram að fyrirhuguð viðbygging muni hýsa anddyri fyrir kjallara. Verönd verður þar ofan á og nýr inngangur á 1. hæð. Heimilt er að hafa eina íbúð í húsinu.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

6.Óseyri - umsókn um stöðuleyfi fyrir smáhýsi

Málsnúmer 2017040098Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. apríl 2017 þar sem Arna Einarsdóttir fyrir hönd Villikatta, kt. 710314-1790, sækir um bráðabirgðastöðuleyfi fyrir smáhýsi á ótilgreindum reit á Óseyri. Smáhýsið stendur eins og er á lóð byggingafyrirtækis sem hyggst nú nýta lóðina til annars. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð heimilar stöðuleyfi á lóðinni Norðurtanga 7 til eins árs. Umsækjandi skal vera í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið varðandi nákvæmari staðsetningu.

7.Hamarstígur 30 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2017 þar sem Sæmundur Óskarsson fyrir hönd Svartra fata ehf., kt. 690102-4550, sækir um byggingarleyfi fyrir hækkun og endurgerð þaks á húsi nr. 30 við Hamarstíg og breytingum innanhúss á 2. hæð. Klæða á húsið að utan, einangra, skipta um glugga og útihurðir. Erindið var grenndarkynnt frá 16. mars með athugasemdafresti til 14. apríl 2017.

Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist.

8.Brekkugata 3a og 3b - fyrirspurn um breytta notkun

Málsnúmer 2017040101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. apríl 2017 þar sem Anna Gunnarsdóttir og Girish Hirlekar fyrir hönd AGGH ehf., kt. 490595-2369, leggja inn fyrirspurn hvort nýta megi hluta húss nr. 3a við Brekkugötu sem íbúðarhús. Þar er nú vinnustofa og gallerí. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur skipulagssviði að skoða málið m.t.t. byggingarreglugerðar.

9.Hafnarstræti 80 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017030535Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 610808-1310, óskar eftir samþykki skipulagsráðs til að breyta deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 80. Sótt er um að hafa bílastæði við Hafnarstræti, auka heildarlengd kvista við inngarð og auka byggingarmagn vegna kjallara. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 29. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 7. apríl 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tryggvi Már Ingvarsson formaður mætti á fundinn kl. 09:00 og tók við stjórn fundarins.

10.Aðalstræti 12b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030262Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2012 þar sem Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, f.h. Nýs morguns ehf., kt. 660997-2299, leggur inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan miðar að því að gera fjórar íbúðir í væntanlegri nýbyggingu að Aðalstræti 12b í stað tveggja íbúða, með tveimur bílastæðum á lóð.

Skipulagsnefnd samþykkti 20. ágúst 2014 að leita umsagna nágranna og synjaði erindinu 25. febrúar 2015 að þeim fengnum. Hjalti Steinþórsson hrl. f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar óskaði eftir endurupptöku málsins. Bæjarráð samþykkti beiðnina 9. apríl 2015.

Vegna formgalla á fyrri afgreiðslu málsins samþykkti skipulagsráð að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 29. apríl 2015. Tillagan er dagsett 17. nóvember 2016 og unnin af Plús Arkitektum.

Skipulagsráð samþykkti þann 11. janúar 2017 að grenndarkynna erindið í samræmi við lög og reglugerðir þegar lagfærð tillaga bærist.

Erindið var grenndarkynnt frá 10. mars til 13. apríl 2017.

3 athugsemdir bárust ásamt undirskriftalista:

1) Aðalstræti 9 ehf., dagsett 25. mars 2017.

Benedikt Arthursson og Hrönn Friðriksdóttir f.h. Aðalstrætis 9 ehf. mótmæla byggingu Aðalstrætis 12b með sömu rökum og gert var með undirskriftalista dagsettum 16. febrúar 2015.

Áformum um fjögurra íbúða byggingu er harðlega mótmælt vegna bílastæðamála. Frekar er hvatt til þess að þar verði byggt fyrir fjölskyldufólk í stað minni íbúða. Þau telja að tillagan rýri lífsgæði þeirra sem búa í nágrenninu og verðgildi eigna þeirra og fara fram á að tillögunni um byggingu fjögurra íbúða húss verði hafnað.

2) Skarphéðinn Reynisson og Júlía Margrét Guðbjargardóttir, dagsett 3. apríl 2017.

Vegna þrengsla í Innbænum teljum við að bærinn verði að fylgja almennum skilmálum deiliskipulagsins þar sem krafa er um 2 bílastæði á hverja íbúð og samþykkjum því aldrei að þarna verði byggðar 4 íbúðir. Athygli er vakin á að sótt verður um að steypa vegg á lóðarmörkum vegna hæðarmismunar og þrengist þá innkeyrsla sunnan við hús 12b. Umferð hefur aukist mikið vegna starfsemi Aflsins í Gamla spítalanum.

3) Sólveig Eiríksdóttir, dagsett 10. apríl 2017.

Umræddum breytingum er hafnað og tekið er undir fram komnar athugasemdir frá nágrönnum. Ítrekaðar eru ábendingar um þrengsli og skort á bílastæðum. Áskilinn er réttur til að koma með frekari athugasemdir.

4) Undirskriftalisti með 11 undirskriftum, dagsettur 31. mars 2017.

Ítrekuð eru fyrri mótmæli frá því í febrúar 2015. Nú tveimur árum síðar er orðið enn þrengra um íbúa á svæðinu hvað bílastæði varðar.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að koma með tillögur að svörum við athugasemdum og jafnframt að skoða fornleifar á lóðinni.

11.Glerárvirkjun II, stöðvarhús - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016120105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna Glerárvirkjunar II við stöðvarhús.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 8. mars með athugasemdafresti til 19. apríl 2017.

Ein athugasemd barst:

1) AVH f.h. Fallorku, dagsett 4. apríl 2017.

Óskað er eftir að hámarksbyggingarmagn hækki úr 150 í 160 m². Grunnflötur og rúmmál hússins breytast ekki heldur verður möguleiki á að hafa millihæð inni í stöðvarhúsinu stærri og tryggja þar með nægjanlegt rými fyrir stjórnherbergi, snyrtingu og rofaherbergi.

Þrjár umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 20. mars 2017.

Bent er á að lagnaendi á yfirfalli og tæmingu aðal neysluvatnstanka Akureyrar er við veg niður að stöðvarhúsinu. Sömuleiðis er þar farvegur fyrir yfirborðsvatn.

Nauðsynlegt er að framkvæmdir á svæðinu taki mið af þessu og tryggt sé að umrætt vatn, yfirfallsvatn, tæmingarvatn og yfirborðsvatn eigi greiða leið meðfram veginum og síðan út í Glerá hér eftir sem hingað til.

Þetta kallar á ræsi og öruggan frágang við fallpípu virkjunarinnar og göngustíg sem liggja á upp með Gleránni.

Rétt er að þetta komi fram í greinargerð með deiliskipulaginu og eftir atvikum á deiliskipulagsuppdrætti.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. mars 2017.

Ekki eru gerðar athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna en vakin er athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Hafa ber í huga að skammt sunnan skipulagssvæðisins eru friðaðar fornminjar en þeim má ekki raska á nokkurn hátt samkvæmt 21. grein sömu laga.

3) Umhverfisstofnun, dagsett 19. apríl 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar en bent er á mikilvægi þess að vel sé staðið að framkvæmdum svo nærri Gleránni og að ekki verði neitt óþarfa rask við framkvæmdir.
Tryggvi Gunnarsson S-lista lýsti vanhæfi sínu í málinu og einnig í lið 13 sem hann óskaði eftir að yrði tekið saman og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málanna.


Skipulagsráð samþykkir að hámarksbyggingarmagn hækki úr 150m² í 160m². Einnig er samþykkt að í skipulagi komi fram hvernig tryggt skuli að vatn á svæðinu eigi greiða leið út í Glerá. Fallorka skal leita samráðs Norðurorku við endanlega útfærslu.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

12.Hafnarstræti 26 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060147Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Laxagötu ehf., kt. 481214-0680, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 26 við Hafnarstræti. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsráð frestaði erindinu 15. og 29. mars og 12. apríl 2017.

Tillagan er dagsett 26. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Núverandi hús verður rifið og byggð þrjú fjölbýlishús á lóðinni með 12 íbúðum hvert.

Á fundinn mætti Ólafur Jensson hönnuður og kynnti þrívíddarteikningar af húsunum.
Skipulagsráð þakkar Ólafi fyrir kynninguna.

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að fresta erindinu.


Tryggvi Gunnarsson S-lista greiddi atkvæði á móti frestun og óskaði bókað:

Mér finnst óþarfi að fresta þessu máli og skipulagsráð skorti kjark til að taka það til afgreiðslu, þar sem tillagan brjóti gróflega gegn deiliskipulagi gagnvart bílastæðum.

13.Glerárvirkjun II - gangstígur verður aðkomuvegur, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016080067Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. ágúst 2016 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd Fallorku ehf.,

kt. 600302-4180, óskar eftir heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi Glerárvirkunar II.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 24. ágúst 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 26. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Melgerðisás

Málsnúmer 2016060068Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna þéttingar byggðar við Melgerðisás. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga.
Skipulagsráð samþykkir að drög að aðalskipulagsbreytingunni verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða verði einnig kynnt drög að deiliskipulagi Melgerðisáss, deiliskipulagsbreyting fyrir Þórssvæðið og deiliskipulagsbreyting fyrir Hlíðahverfi, suðurhluta.

15.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Tillagan er dagsett 13. febrúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.

Þrjár umsagnir bárust.

1) UFA, dagsett 28. febrúar 2017.

Stjórn UFA er sátt við drögin í núverandi mynd og gerir ekki athugasemd.

2) Íþróttafélagið Þór, dagsett 21. febrúar 2017.

Íþróttafélagið er mótfallið því að taka allt svæðið norðan Skarðshlíðar undir íbúðabyggð. Í tillögunni er ökuleið áfram inni en nokkur hæðarmunur er á núverandi hæð ökuleiðar og knattspyrnuvalla sunnan hennar. Nauðsynlegt er fyrir íþróttafélagið að sjá hvernig á að útfæra þetta. Möguleiki er að leggja af þann hluta ökuleiðar sem er á milli merkts knattspyrnuvallar og Bogans. Hugmyndin gengur aðeins upp ef samstarf Þórs og UFA er náið og hnökralaust.

3) Frístundaráð, dagsett 23. febrúar 2017.

Ekki er gerð athugasemd en áhersla er á að tillagan verði unnin í góðri samvinnu við stjórnir Þórs og UFA.


Ekki bárust umsagnir frá Íþróttabandalagi Akureyrar og Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis.


Óskað var eftir kostnaðarmati á fyrirhuðuðum framkvæmdum og barst það 4. apríl 2017.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 12. apríl 2017.

Tillagan sem nú er lögð fram er dagsett 20. apríl 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.
Skipulagsráð frestar erindinu.

16.Melgerðisás - deiliskipulag

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að deiliskipulagi Melgerðisáss. Drögin eru unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt, dagsett 10. febrúar 2017. Samhliða er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hlíðahverfis - suðurhuta, dagsett 21. apríl 2017 unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ehf.
Skipulagsráð frestar málinu.

17.Síðuskóli - innkeyrsla

Málsnúmer 2015110127Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir breytingum vegna umferðaröryggis á núverandi aðkomu að Síðuskóla samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. desember 2015 og fól skipulagsstjóra að vinna erindið áfram. Verkfræðistofan Efla vann skýrslu dagsetta 8. maí 2014, síðast uppfærð 1. febrúar 2015 um umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar. Skipulagsstjóra var falið að láta vinna tillögur um úrbætur og leggja fram í skipulagsnefnd. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 26. október 2016. Tvær nýjar tillögur um úrbætur eru lagðar fram og kom Gunnar Jóhannesson verkfræðingur á fundinn og kynnti þær. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016 og lagði til að Gunnar skoðaði að banna vinstri beygju inn á og út af skólalóðinni á álagstíma. Jónas Valdimarsson framkvæmdadeild gerði grein fyrir niðurstöðum Gunnars.

Á fundinn komu Guðríður Friðriksdóttir og Víkingur Guðmundsson frá umhverfis- og mannvirkjasviði og gerðu grein fyrir fyrri tillögum og tillögu umhverfis- og mannvirkjasviðs til lausnar umferðarmála við skólann.
Skipulagsráð þakkar gestum fundarins fyrir komuna.

Skipulagsráð heimilar að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við tillögu umhverfis- og mannvirkjasviðs. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

18.Glerárgata 5 og 7 - umsókn um sameiningu lóða og lóðastækkun

Málsnúmer 2017040088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2017 þar sem Kollgáta fyrir hönd Norðureigna ehf., kt. 461195-2029, sækir um að lóðir nr. 5 og 7 við Glerárgötu verði sameinaðar og stækkaðar til suðurs þar sem nú er lóðin Glerárgata 3.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

19.Miðbær - uppfærsla deiliskipulags

Málsnúmer 2017010274Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs og formaður skipulagsráðs lögðu til að ráðist yrði í kostnaðargreiningu og áfangaskiptingu miðbæjarskipulags. Ennfremur hvaða úrbætur væru nauðsynlegar, t.a.m. vegna friðunar húsa, afmörkunar byggingarreita og möguleika á uppbyggingu bílastæðahúss. Skipulagsráð fól sviðsstjóra skipulagssviðs þann 8. febrúar 2017 að undirbúa málið með það að markmiði að leggja endanlegt minnisblað fyrir skipulagsráð fyrir lok apríl næstkomandi.

Lögð fram tillaga sviðsstjóra að verkþáttum uppfærslunnar.
Lagt fram til kynningar.

20.Umsóknir um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð 2016

Málsnúmer 2016060179Vakta málsnúmer

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna úthlutunar úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð í samræmi við ákvæði laga um verndarsvæði í byggð, nr. 87/2015. Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2017. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsókn.
Skipulagsráð samþykkir að sækja um styrk vegna verndarsvæða í byggð fyrir svæðið Aðalstræti, Lækjargata og Hafnarstræti til og með húsi númer 67 og felur sviðsstjóra að ganga frá umsókn.

21.Brálundur, Miðhúsabraut - tímabundin tenging

Málsnúmer 2017040108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. apríl 2017 þar sem Guðmundur V. Gunnarsson fyrir hönd G.V. Grafa ehf., kt. 500795-2479, sækir um tímabundið leyfi til að opna tengingu milli Brálundar og Miðhúsabrautar vegna byggingar sjö einbýlishúsa við Daggarlund.

G.V. Gröfur sjá um alla framkvæmd og frágang að framkvæmdum loknum ásamt kostnaði.
Meirihluti skipulagsráð hafnar erindinu þar sem ekki er heimild í skipulagi fyrir tengingu.

Sigurjón Jóhannesson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 12:05.