Málsnúmer 2016100146Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 22. nóvember 2016 þar sem Björn Ómar Sigurðarson f.h. T21 ehf, kt. 430615-1060, óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðartún 2-12. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 28. september 2016 á grundvelli erindis frá 1. september, en í nýju erindi er sótt um aðrar breytingar en sótt var um 1. september 2016. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 30. nóvember 2016. Tillagan er unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni, dagsett 14. desember 2016.
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Tryggvi Gunnarsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.
Vilberg Helgason V-lista boðaði forföll og varamaður hans mætti ekki.
Tryggvi Már Ingvarsson formaður óskaði eftir að fá að taka tvo liði af dagskrá:
lið 5, Þrumutún 8 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu og lið 22, Oddeyri - rammahluti aðalskipulags, og bæta tveimur liðum inn á dagskrá sem ekki voru í útsendri dagskrá:
lið 23, Svalbarðsstrandarstígur - aðalskipulag og lið 24, Glerárvirkjun II - framkvæmdaleyfi.