Skipulagsráð

288. fundur 04. apríl 2018 kl. 08:00 - 11:17 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.

1.Síðuhverfi - rammaskipulag

Málsnúmer 2018010050Vakta málsnúmer

Hafin er vinna við rammaskipulag fyrir íbúðasvæði ÍB23 á grundvelli tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Ómar Ívarsson hjá Landslagi kom á fundinn og kynnti fyrstu drög.
Skipulagsráð þakkar Ómari fyrir kynninguna.

2.Grímsey - deiliskipulag hafnarsvæðis og þéttbýlis

Málsnúmer 2018010355Vakta málsnúmer

Skipulagsráð samþykkti á fundi 25. október 2017 að hefja vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðisins í Grímsey.

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir verkefnið sem er dagsett 13. mars 2018 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

3.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Melgerðisás

Málsnúmer 2016060068Vakta málsnúmer

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst deiliskipulag fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 15. nóvember 2017 og 24. janúar 2018.
Skipulagsráð samþykkir að falla frá auglýstri aðalskipulagsbreytingu, þar sem hún er samhljóða tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem er í staðfestingarferli.

4.Melgerðisás - deiliskipulag

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

Deiliskipulag Melgerðisáss og Skarðshlíðar var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, breyting á suðurhluta Hlíðahverfis og breyting á íþróttasvæði Þórs.

Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 15. nóvember 2017 og 24. janúar 2018.

Deiliskipulaginu hefur nú verið skipt upp í tvær áætlanir, Melgerðisás og Skarðshlíð A-hluta, sem nær yfir Melgerðisásinn og neðri hluta Skarðshlíðar og B-hluta sem nær yfir kastsvæðið.
Frestað.

5.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Skipulagstillagan var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 24. janúar 2018.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu deiliskipulagsins. Lagnir frá Melgerðisás meðfram svæðinu austanverðu fara að hluta inn á svæðið til að víkja framhjá klöpp og verður það gert í samræmi við kvöð í lóðaleigusamningi.

6.Þórssvæðið, framtíðarskipulag

Málsnúmer 2018030436Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. janúar 2018 þar sem Árni Óðinsson fyrir hönd Íþróttafélagsins Þórs, kt. 710269-2469, óskar eftir samningaviðræðum við Akureyrarbæ um framtíðarstefnu uppbyggingar Þórssvæðisins. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsráð vísar erindinu til bæjarráðs.

7.Rangárvellir 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2018010252Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir viðbótarlóð við lóð nr. 4 við Rangárvelli til norðurs samkvæmt heimild í deiliskipulagi. Einnig er óskað eftirtaldra breytinga á deiliskipulagi:

1) Byggingarreitur stækki og verði 45x55 m.

2) Nýtingarhlutfall verði 0,300.

3) Mesta hæð bygginga (sílóa) verði allt að 12,0 m frá gólfi efri hæðar.

Meðfylgjandi er mynd.

Umsagnir:

1) Norðurorka, dagsett 8. febrúar 2018.

Tveir kostir eru í stöðunni ef færa á strengjasett sem liggja yfir svæðið:

a. Takmarka lóðarstækkun SS Byggis til norðurs þannig að milli lóða 4 og 6 verði um 10 metra ræma sem þjónustuleið fyrir bæði strengjasettin. Hér mætti líka taka af lóð nr. 6 til suðurs til að skapa nægjanlegt pláss.

b. Leggja nýja leið norður Rangárvelli og til austurs við enda götunnar. Um ræðir lengri leið og stærri framkvæmd.

Eðlilega er sú krafa gerð að lóðarhafar kosti framkvæmdina á móti Norðurorku sem í þessu tilfelli bæri hluta kostnaðar samkvæmt ákveðnu skiptimódeli sem ræðst af lífaldri strengjanna. Nú er okkur ekki ljóst hver fer með forræði á lóð nr. 6 og við hvern er að semja. Norðurorka hefur ekki gert kostnaðaráætlun um færslu strengjanna en er tilbúin í það, háð þeirri lausn sem aðilar telja heppilegasta.

2) Isavia, dagsett 12. febrúar 2018.

a. Á svæðinu gilda skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll. Umrædd lóð stendur upp úr hindranafleti en þar gildir að heimilt er að gera ráð fyrir og reisa byggingar allt að 18 metra upp fyrir óhreyft land. Ekki er lagst gegn breytingunni séu hæðir innan þessara marka. Í tilfelli sem þessu er gert ráð fyrir að bygging kunni að vera hindranalýst og óskað er eftir að þörf á því verði skoðuð í samráði við byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar.

b. Um uppsetningu krana eða annarra tímabundinna hindrana gilda sömu reglur og um varanlegar hindranir. Ekki má víkja frá hæðartakmörkunum nema með samþykki Samgöngustofu.

3) Samgöngustofa, dagsett 15. febrúar 2018.

Rangárvellir 4 stendur upp úr hindrunarfleti Akureyrarflugvallar og þarf því að takmarka hæð bygginga og meta mögulega þörf á merkingum og hindranalýsingu bygginga á svæðinu. Einnig þarf samráð um mögulegar merkingar og hindranalýsingu á tímabundnum hindrunum s.s. byggingakrönum. Að ofangreindum skilyrðum uppfylltum setur Samgöngustofa sig ekki á móti væntanlegri stækkun lóðarinnar Rangárvellir 4 og fyrirhugaðri byggingu á þeirri lóð.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu þann 28. febrúar 2018 og fól sviðstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda og umsagnaraðila. Erindinu var frestað á fundi skipulagsráðs 14. mars 2018.
Skipulagsráð tekur jákvætt í stækkun byggingarreits en getur ekki fallist á hærri hámarkshæð bygginga eða búnaðar á lóðinni en sem gildandi deiliskipulag kveður á um, eða 9 metra. Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar verði einnig skoðað með stækkun á lóð Rangárvalla 2 að lóð Rangárvalla 4, lagnaleiðir skoðaðar og sett frekari skilyrði um starfsemi á lóðunum 2 - 6. Skoðaðar verði kröfur um rykbindingu, hljóðvarnir, girðingar, gróður og snyrtilegan frágang lóða.

8.Elísabetarhagi 2 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018010137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2018 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um heimild til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Elísabetarhaga. Breytingin tekur til nýtingarhlutfalls, bílgeymslu, hliðrun lóðarmarka, fjölgun bílastæða, aðkomu að leiksvæði, stækkun svala og að stigahús og svalagangar fái að ná út fyrir byggingarreit.

Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu á fundi 14. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 19. mars og lauk með undirskriftum allra sem grenndarkynninguna fengu þann 3. apríl 2018.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

9.Margrétarhagi 8 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018010253Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson hjá Opus ehf. fyrir hönd Karls Hjartarsonar sækir um leyfi til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 8 við Margrétarhaga. Óskað er eftir að auka nýtingarhlutfall úr 0,27 í 0,28 og breikka byggarreit til vesturs úr 4,5 m í 8,7 m.

Sambærileg breyting á byggingarreit er gerð á húsunum við Margrétarhaga 4-12.

Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu á fundi 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 19. mars og lauk með undirskriftum allra sem grenndarkynninguna fengu þann 28. mars 2018.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

10.Hagahverfi - umsókn um skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2017090130Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga að deiliskipulagsbreytingum fyrir Naustahverfi 3. áfanga, Hagahverfi, í samræmi við tillögur skipulagshönnuðar. Tillagan er dagsett 18. janúar 2018 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga. Einnig er lagt fram sameiginlegt bréf frá fjölskyldusviði og búsetusviði Akureyrarbæjar um þörf á húsnæði fyrir skjóstæðinga sviðanna.

Skipulagstillagan var auglýst frá 14. febrúar með athugasemdafresti til 28. mars 2018. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

11 athugasemdir bárust. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

11.Hálönd - umsókn um heimild til deiliskipulags

Málsnúmer 2017030536Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2017 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um heimild til að deiliskipuleggja lóðir í landi Hálanda. Skipulagslýsing var auglýst þann 10. maí 2017. Innkomnum ábendingum var vísað í vinnslu deiliskipulagsins.

Tillaga að deiliskipulagi er dagsett 12. mars 2018 og unnin af Halldóri Jóhannssyni hjá Teikn, ráðgjöf og hönnun.

Lögð fram fornleifaskráning skipulagssvæðisins.

Lögð fram umsögn minjavarðar Norðurlands eystra dagsett 28. mars 2018 þar sem ýmsir fyrirvarar eru gerðir:

1) Ef breytingar eru ekki gerðar á staðsetningu lóða og þær færðar frá skráðum minjum mun Minjastofnun gera kröfu um mótvægisaðgerðir sem forsendu þess að leyfi fáist til að raska fornleifum.

2) Jafnframt þarf að kanna lóðir og vegstæði nærliggjandi EY-295:004, EY-295:006 og EY-295:007 með borkjörnum og/eða könnunarskurðum með það fyrir augum að athuga hvort áður óþekktar fornleifar séu að finna í gamla heimatúninu.

3) Inn á skipulagsuppdrátt með óbreytta lóðaskipan þarf að merkja hættusvæði þar sem bannað er að ráðast í framkvæmdir án samþykkis Minjastofnunar Íslands og gera þarf skýra grein fyrir skilmálum vegna þessa í greinargerð.

4) Taldar eru upp lóðir sem teljast til hættusvæðis.

5) Að undangenginni beiðni framkvæmdaaðila mun Minjastofnun Íslands útbúa lýsingu á þeim rannsóknum sem ráðast þarf í vegna fyrirhugaðrara framkvæmda á skipulagssvæðinu.
Í ljósi athugasemda Minjavarðar Norðurlands eystra frestar skipulagsráð erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda. Leiði niðurstöður í ljós að tillagan uppfylli skilyrði til auglýsingar heimilar skipulagsráð skipulagssviði að kynna tillöguna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Bjarkarstígur 4 - umsókn um leyfi fyrir endurbótum og breytingum

Málsnúmer 2018010338Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. janúar 2018 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd Sigurðar Sveins Sigurðssonar og Guðrúnar Kristínar Blöndal óskar eftir leyfi fyrir breytingum og endurbyggingu á þaki og þakbyggingu húss nr. 4 við Bjarkarstíg. Einnig er sótt um leyfi til að reisa bílskýli á lóðinni.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 14. febrúar 2018 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 26. mars 2018 og unnin af Ingólfi Guðmundssyni hjá Kollgátu.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Í húsakönnun Norður-Brekku, neðri hluta, er húsið Bjarkarstígur 4 metið með hátt varðveislugildi. Skipulagsráð óskar eftir umsögn höfundar húsakönnunar svæðisins á umbeðinni breytingu.

13.Jaðarsíða 17-23 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018030331Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. mars 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð nr. 17-23 við Jaðarsíðu. Sótt er um m.a. að byggja hús með einhalla þaki og breyta byggingarreit til að setja bílgeymslur saman. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við erindið. Tillagan verður grenndarkynnt skv. 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Oddeyri - deiliskipulag íbúðasvæðis

Málsnúmer 2018030336Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulag Oddeyrar sem tekur til íbúðasvæðisins sem afmarkast af Hjalteyrargötu, Strandgötu, Glerárgötu og Eiðsvallagötu. Deiliskipulagið verði unnið í náinni samvinnu við íbúa svæðisins.

Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja undirbúning að deiliskipulagi svæðisins.

15.Oddeyri - deiliskipulag athafnasvæðis neðan Hjalteyrargötu

Málsnúmer 2018030400Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulag á athafnasvæðinu milli Hjalteyrargötu og Laufásgötu.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja undirbúning að deiliskipulagi svæðisins.

16.Sómatún 29 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017110424Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BF Bygginga ehf., kt. 621116-2230, óskar eftir breytingum á deiliskipulagi á lóð nr. 29 við Sómatún. Óskað er eftir heimild til að byggja eitt fjögurra íbúða hús. Stærð lóðar verði óbreytt en byggingarreitur stækkaður og bílastæði verði tvö fyrir hverja 80 m² íbúð en eitt og hálft fyrir minni íbúðir. Ekki yrði gert ráð fyrir gestastæðum. Meðfylgjandi er mynd.

Skipulagsráð gat ekki fallist á fyrirhugaða húsgerð á fundi 13. desember 2017.

Í bréfi frá umsækjanda dagsett 1. mars 2018 er óskað eftir rökstuðningi á ákvörðun skipulagsráðs.
Undanfarin misseri hafa verið gerðar margar breytingar á deiliskipulagi í Naustahverfi í þá veru að koma fyrir fleiri íbúðum, íbúðirnar minnka og íbúasamsetningin verður einsleitari. Skipulagsráð telur því ekki skynsamlegt að auka íbúðafjöldann enn frekar en orðið er á kostnað stærri íbúða.

Við úthlutun lóðarinnar þann 25. október 2017 var tekið fram að deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Ef umsækjandi hefur í huga að byggja lítið fjölbýli þá eru slíkar lóðir í Hagahverfi án þess að deiliskipulagsbreytinga sé þörf.

17.Espilundur 20 - hljóðvandamál vegna umferðar

Málsnúmer 2017100308Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. október 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson óskar eftir að reist verði hljóðgirðing á lóðarmörkun Espilunds 20 vegna hljóðmengunar frá hringtorgi.

Skipulagsráð hafnaði ósk um hljóðvegg á fundi sínum 10. janúar 2018.

Í bréfi dagsettu 25. janúar 2018 er óskað eftir rökstuðningi á ákvörðun skipulagsráðs.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.


Farið var í lóðarskerðingu á Espilundi 20 vegna gatnaframkvæmdar. Lóðin var minnkuð úr 842,3 m² í 839,4 m² eða um 3 m². Við framkvæmdina klippti bærinn runnana og færði þá. Framkvæmdir á gangstétt ári eftir framkvæmd voru í höndum Norðurorku þar sem heitavatnslögn sprakk og drap gróður, og er umsækjanda bent á að hafa samband við Norðurorku vegna þess. Ástæða var til að setja hljóðvarnir við Barrlund 3 sem er á gagnstæðu götuhorni. Barrlundur 3 er um 3 metrum nær hringtorginu en húshorn Espilundar 20. Til samanburðar var lóðaskerðing vegna hringtorgs á Borgarbraut mun umfangsmeiri en þar voru teknir af lóðum annars vegar 46,2 m² og hins vegar 58,5 m².

Það er því mat skipulagsráðs að þær minniháttar breytingar sem gerðar voru á lóðinni réttlæti ekki forgang með hljóðvegg á lóðamörkum.

18.Heilsugæslustöðin á Akureyri - húsnæðismál

Málsnúmer 2018010228Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. janúar 2018 þar sem Jón Helgi Björnsson f.h. Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, kt. 551014-0290, óskar eftir samstarfi við Akureyrarbæ um staðsetningu tveggja nýrra heilsugæslustöðva á Akureyri.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs og formanni skipulagsráðs að ræða við umsækjanda.

19.Hafnasamlag Norðurlands - umferðarstýring á Strandgötu austan Hjalteyrargötu

Málsnúmer 2012060070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. mars 2018 frá Pétri Ólafssyni f.h. Hafnasamlags Norðurlands. Þess er óskað að ekki verði leyfður akstur austur Strandgötu frá Hjalteyrargötu að Laufásgötu og að sú takmörkun muni gilda þá daga sem skemmtiferðaskip eru við Oddeyrarbryggju sumarið 2018 og verði tímabundin í tvær klst. frá áætlaðri komu skipanna.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur felur skipulagssviði að auglýsa ákvörðunina.

20.Hafnasamlag Norðurlands - ósk um bann við lagningu bíla við Kaldbaksgötu og Gránufélagsgötu

Málsnúmer 2012060072Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. mars 2018 frá Pétri Ólafssyni f.h. Hafnasamlags Norðurlands varðandi bann við að leggja bílum við hafnarsvæðið. Þess er óskað að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu, milli Gránufélagsgötu og Strandgötu annars vegar og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hins vegar allan sólahringinn frá 1. maí til 25. september 2018.
Skipulagsráð samþykkir tímabundið bann við lagningu ökutækja samkvæmt ofangreindu. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að senda beiðni til sýslumannsins á Norðurlandi eystra um gildistöku með auglýsingu í Lögbirtingablaði.

21.Glerárgata og Þórunnarstræti - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýlögn

Málsnúmer 2018030227Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. mars 2018 þar sem Anton Benjamínsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi, í tengslum við 1. áfanga nýrrar Hjalteyrarlagnar, fyrir:

a) tengingu við lagnir sem þjóna Oddeyri

b) tenging við lögn sem flytur vatn í tank í Þórunnarstræti

c) ýmsar endurnýjanir lagna sem fyrir eru

d) leggja fyrstu 100 m af nýlögn í eystri gangstétt Þórunnarstrætis.

Framkvæmdin er samnýtt af þremur aðilum, þ.e. Norðurorku, Akureyrarbæ og Vegagerðinni. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna umbeðinna framkvæmda við dreifikerfið og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Hafa skal samband við lögreglu og umhverfs- og mannvirkjasvið Akureyrar vegna lokana gatna á verktímanum.

22.Strandgata 29 - beiðni um að fá að setja upp fánaborg

Málsnúmer 2018030332Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Kollgátu ehf., kt. 581203-2090, sækir um leyfi til að setja upp fánaborg fyrir framan hús nr. 29 við Strandgötu.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.


Skipulagsráð synjar uppsetningu fánaborgar á umbeðnum stað þar sem það truflar umferð gangandi fólks yfir bílastæðagötuna. Skipulagsráð bendir umsækjanda á að finna staðsetningu innan lóðar sinnar.

23.Græn bílastæði í miðbæ Akureyrar

Málsnúmer 2017050071Vakta málsnúmer

Lögð var fram beiðni til umhverfis- og mannvirkjaráðs frá Vistorku ehf. dagsett 28. apríl 2017 um fjölgun grænna bílastæða við Skipagötu. Umhverfis- og mannvirkjaráð vísaði erindinu til skipulagsráðs á fundi 12. maí 2017 en lagði jafnframt til að ákvörðunum um bílastæðamál í miðbænum verði frestað þar til framkvæmdum við Austurbrú lýkur. Lögð var fram tillaga fyrir skipulagsráð þann 14. febrúar 2018 að nýtingu bílastæða í miðbænum, er varða græn stæði, rafmagnsstæði, klukkustæði, frístæði, fastleigustæði og stæði fyrir fatlaða, samkvæmt meðfylgjandi korti.
Skipulagsráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til framkvæmdum við íbúðarhús á Drottningarbrautarreit lýkur.

24.Lækjargata 4 - umsókn um skráningu atvinnuhúsnæðis

Málsnúmer 2018010243Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2018 þar sem Auður Hörn Freysdóttir fyrir hönd Matadors ehf., kt. 670515-0360, óskar eftir að skipulagsráð endurskoði ákvörðun sína um að hafna skráningu húss nr. 4 við Lækjargötu sem atvinnuhúsnæði.
Skipulagsráð ítrekar þá afstöðu sína að erindið er í ósamræmi við gildandi aðalskipulag svæðisins og tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Komið hefur fram að samþykkt hefur verið að vinna tillögu að því hvar megi hugsanlega leyfa rektrarskylda gisingu á íbúðarsvæðum og í hvaða magni. Afgreiðslu erindisins er frestað þar til það liggur fyrir.

25.Skipagata 6 - fyrirspurn vegna breytingar í veitingastað

Málsnúmer 2018030357Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2018 þar sem Katrín Ósk Ómarsdóttir fyrir hönd Kósku ehf., kt. 480317-0250, leggur inn fyrirspurn hvort breyta mætti 1. hæð húss nr. 6 við Skipagötu úr verslunarhúsnæði í veitingastað.
Skipulagsráð getur fallist á umbeðna breytingu á notkun hússins sem er í samræmi við gildandi aðalskipulag. Byggingarfulltrúi afgreiðir umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

26.Sjafnargata 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018010107Vakta málsnúmer

Í skipulagsráði þann 24. janúar 2018 var Olíuverslun Íslands hf., kt. 500269-3249,veitt lóðin við Sjafnargötu 2. Óskað var eftir umsögn Vegagerðarinnar vegna breytinga á aðkomu að lóðinni. Í umsögn Vegagerðarinnar dagsettri 20. mars 2018 eru ekki gerðar athugasemdir við innakstur á umrædda lóð um frárein frá Hörgárbraut en gerðar eru kröfur um að útakstur gerist um Sjafnargötu. Hönnun fráreinar skal vera í samráði við Vegagerðina.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

27.Grímseyjargata 2 og 2a - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018010274Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. janúar 2018 þar sem Búvís ehf., kt. 590106-1270, sækir um að fá úthlutað lóðunum Grímseyjargötu 2 og 2a.

Jákvæð umsögn Hafnasamlags Norðurlands barst 13. mars 2018.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu en samþykkir að lóðirnar verði auglýstar lausar til umsóknar.

28.Lundargata 1 - endurúthlutun lóðar

Málsnúmer 2017020159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2017 þar sem Jakob Jónsson óskar eftir endurúthlutun á lóð nr. 1 við Lundargötu. Jakob fékk lóðinni úthlutað 2014 en lóðin féll aftur til bæjarins. Jakob telur sig ekki hafa fengið tilkynningu um þetta ferli.

Skipulagsráð gat ekki orðið við erindinu þann 15. mars 2017 þar sem vinnu við rammahluta aðalskipulags var ekki lokið. Í nýju erindi dagsettu 27. mars 2018 er óskað eftir endurúthlutun lóðarinnar.
Vinna við nýtt deiliskipulag suðurhluta Oddeyrar er að hefjast. Eftir þá vinnu verða lóðir auglýstar og úthlutað. Skipulagsráð getur því ekki fallist á endurúthlutun lóðarinnar og bendir umsækjanda á að sækja um að nýju við auglýsingu.

29.Geirþrúðarhagi 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030339Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2018 þar sem Jón Páll Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um lóð nr. 1 við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

30.Geirþrúðarhagi 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030367Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2018 þar sem Jóhann Þórðarson fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um lóð nr. 1 við Geirþrúðarhaga. Til vara er sótt um lóð nr. 3 við Kristjánshaga.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.

31.Geirþrúðarhagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030348Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2018 þar sem Heiðar T. Heiðarsson fyrir hönd HeiðGuðByggis ehf., kt. 610711-0570, sækir um lóð nr. 2 við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.

32.Guðmannshagi 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030338Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2018 þar sem Jón Páll Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um lóð nr. 1 við Guðmannshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.

33.Halldóruhagi 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030285Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 3 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

34.Halldóruhagi 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030335Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. mars 2018 þar sem Björn Guðmundsson fyrir hönd BF Bygginga ehf., kt. 621116-2230, sækir um lóð nr. 3 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

35.Halldóruhagi 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030262Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2018 þar sem Sigurgeir Svavarsson fyrir hönd Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, sækir um lóð nr. 3 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.

36.Halldóruhagi 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030377Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2018 þar sem Þorsteinn Hlynur Jónsson fyrir hönd Bergfestu ehf., kt. 610515-0370, sækir um lóð nr. 3 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

37.Halldóruhagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030418Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2018 þar sem Þorsteinn Hlynur Jónsson fyrir hönd Bergfestu ehf., kt. 610515-0370, sækir um lóð nr. 4 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

38.Halldóruhagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030333Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. mars 2018 þar sem Björn Guðmundsson fyrir hönd BF Bygginga ehf., kt. 621116-2230, sækir um lóð nr. 4 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.

39.Halldóruhagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030286Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 4 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

40.Kristjánshagi 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030287Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 3 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

41.Kristjánshagi 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030334Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. mars 2018 þar sem Björn Guðmundsson fyrir hönd BF Bygginga ehf., kt. 621116-2230, sækir um lóð nr. 3 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

42.Kristjánshagi 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030376Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2018 þar sem Þorsteinn Hlynur Jónsson fyrir hönd Bergfestu ehf., kt. 610515-0370, sækir um lóð nr. 3 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.

43.Kristjánshagi 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030289Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 6 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.

44.Kristjánshagi 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018030290Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 8 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingaskilmálum gilda.

45.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 8. mars 2018. Lögð var fram fundargerð 669. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.

46.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 15. mars 2018. Lögð var fram fundargerð 670. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:17.