Málsnúmer 2016040047Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 5. apríl 2016 þar sem Ómar Ívarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Miðbæinn vegna breytinga á lóðum nr. 8, 10 og 12 við Kaupvangsstræti. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 1. apríl 2016. Skipulagsnefnd samþykkti að senda erindið í grenndarkynningu á fundi 10. ágúst 2016. Erindið var grenndarkynnt 12. september og var athugasemdafrestur til 10. október 2016.
Ein athugasemd barst.
1) Agnes Harpa Jósavinsdóttir, dagsett 9. okóber 2016.
a) Gerð er athugasemd við að ekki komi fram á uppdrætti hvar göngutenging frá Gilsbakkavegi á að koma og hvernig hún mun líta út.
b) Gerð er athugasemd við að eigendur Gilsbakkavegar 1 hafi ekki fengið grenndarkynninguna.
c) Gilsbakkavegurinn er þröngur með talsverða umferð gangandi og akandi þó engin gangstétt sé til staðar.
Gæta þarf að því að ný göngutenging auki ekki á þá slysahættu sem nú þegar er af sambúð akandi og gangandi í götunni.
Ein umsögn barst:
1) Norðurorka, dagsett 16. nóvember 2016
Á svæðinu eru lagnir allrar veitna.
Framkvæmdir við sjálfa tengibygginguna hafa þó ekki sýnileg áhrif á veitulagnir hjá Norðurorku.
Hins vegar er tekið fram að einnig standi til að gera breytingar á aðalinngangi safnsins og koma fyrir nýjum inngangi frá Gilsbakkavegi.
Mikið er af veitulögnum við núverandi aðalinngang og tenging vatnsveitu er inn í húsið frá Gilsbakkavegi.
Nauðsynlegt er að Fasteignir Akureyrarbæjar geri samning við Norðurorku vegna mögulegra framkvæmda við færslu og/eða breytingar á lögnum og kostnaði vegna þess.