Skipulagsnefnd

247. fundur 30. nóvember 2016 kl. 08:00 - 11:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Vilberg Helgason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.

1.Síðuskóli - innkeyrsla

Málsnúmer 2015110127Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir breytingum vegna umferðaröryggis á núverandi aðkomu að Síðuskóla samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. desember 2015 og fól skipulagsstjóra að vinna erindið áfram. Verkfræðistofan Efla vann skýrslu dagsetta 8. maí 2014, síðast uppfærð 1. febrúar 2015 um umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar. Skipulagsstjóra var falið að láta vinna tillögur um úrbætur og leggja fram í skipulagsnefnd. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 26. október 2016. Tvær nýjar tillögur um úrbætur eru lagðar fram og kom Gunnar Jóhannesson verkfræðingur á fundinn og kynnti þær.
Skipulagsnefnd þakkar Gunnari fyrir kynninguna og frestar erindinu.

2.Miðbær, Kaupvangsstræti 8, 10 og 12 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016040047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2016 þar sem Ómar Ívarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Miðbæinn vegna breytinga á lóðum nr. 8, 10 og 12 við Kaupvangsstræti. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 1. apríl 2016. Skipulagsnefnd samþykkti að senda erindið í grenndarkynningu á fundi 10. ágúst 2016. Erindið var grenndarkynnt 12. september og var athugasemdafrestur til 10. október 2016.

Ein athugasemd barst.

1) Agnes Harpa Jósavinsdóttir, dagsett 9. okóber 2016.

a) Gerð er athugasemd við að ekki komi fram á uppdrætti hvar göngutenging frá Gilsbakkavegi á að koma og hvernig hún mun líta út.

b) Gerð er athugasemd við að eigendur Gilsbakkavegar 1 hafi ekki fengið grenndarkynninguna.

c) Gilsbakkavegurinn er þröngur með talsverða umferð gangandi og akandi þó engin gangstétt sé til staðar.

Gæta þarf að því að ný göngutenging auki ekki á þá slysahættu sem nú þegar er af sambúð akandi og gangandi í götunni.

Ein umsögn barst:

1) Norðurorka, dagsett 16. nóvember 2016

Á svæðinu eru lagnir allrar veitna.

Framkvæmdir við sjálfa tengibygginguna hafa þó ekki sýnileg áhrif á veitulagnir hjá Norðurorku.

Hins vegar er tekið fram að einnig standi til að gera breytingar á aðalinngangi safnsins og koma fyrir nýjum inngangi frá Gilsbakkavegi.

Mikið er af veitulögnum við núverandi aðalinngang og tenging vatnsveitu er inn í húsið frá Gilsbakkavegi.

Nauðsynlegt er að Fasteignir Akureyrarbæjar geri samning við Norðurorku vegna mögulegra framkvæmda við færslu og/eða breytingar á lögnum og kostnaði vegna þess.
Svar við athugasemd.

a) Göngutengingar inn á lóðir eru ekki viðfangsefni deiliskipulags og er göngutengingin því ekki sýnd, né útfærsla á henni en hún mun verða nánar útfærð í byggingarleyfisumsókn eins og við aðrar byggingar.

b)Eigendur Gilsbakkavegar 1 fengu grenndarkynninguna senda í kjölfar innkominnar athugasemdar og var gefinn 4 vikna frestur til að koma með athugasemdir.

c) Ekki er talið að umferð um Gilsbakkaveginn muni aukast að nokkru marki, en útfærsla verður skoðuð nánar og er vísað til skipulagsdeildar í samráði við framkvæmdadeild.


Skipulagsnefnd vísar umsögn Norðurorku til Fasteigna Akureyrarbæjar.


Skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

3.Hvannavallareitur - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

Drög að deiliskipulagi Hvannavallareits voru auglýst til kynningar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing birtist í Dagskránni 3. nóvember 2016 og voru skipulagsgögn aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar. Kynningarfundur var haldinn 7. nóvember 2016. Ábendingum var hægt að skila til 23. nóvember 2016.

Ábendingar og ein umsögn barst og er samantekt á þeim í meðfylgjandi skjali.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að gera tillögu að svörum við innkomnum ábendingum.

4.Oddeyri - rammahluti aðalskipulags

Málsnúmer 2015080022Vakta málsnúmer

Drög að rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri voru kynnt samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 26. október 2016 og voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri í Ráðhúsi Akureyrar. Kynningafundur var haldinn 2. nóvember 2016. Frestur til að senda inn ábendingar var til 23. nóvember 2016.

Fimm ábendingar bárust á kynningartíma og eru þær í meðfylgjandi skjali.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að gera tillögu að svörum við innkomnum ábendingum.

5.Eyrarvegur 20 - formleg fyrirspurn

Málsnúmer 2016100046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2016 þar sem Erlingur Steinar Friðriksson leggur fram fyrirspurn um stækkun húsnæðis að Eyrarvegi 20.
Skipulagsnefnd samþykkir að erindið verði grenndarkynnt þegar umsókn um byggingarleyfi berst.

6.Hótel Kjarnalundur lnr. 150012 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060148Vakta málsnúmer

Deiliskipulagsbreyting fyrir Hótel Kjarnalund var auglýst frá 28. september til 9. nóvember 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Engar athugasemdir bárust.

Tvær umsagnir bárust.

1) Norðurorka, dagsett 17. október 2016.

Breyting á deiliskipulagi hefur ekki áhrif á veitur Norðurorku en aukið byggingamagn kann að hafa áhrif og nauðsynlegt að lóðarhafi fari í samningaviðræður við Norðuroku vegna þessa.

Lóðarhafi ber kostnað við færslu á heimlögnum.

Húsið er ekki tengt fráveitu Norðuroku heldur rotþró í eigu húseiganda.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 31. október 2016.

Engar fornleifar eru þekktar á skipulagsreitnum og eru því ekki gerðar athugasemdir.

Athygli er þó vakin á lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á skilmála sem fram koma í innsendum umsögnum.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

7.Heiðartún 2-12 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016100146Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. nóvember 2016 þar sem Björn Ómar Sigurðarson f.h. T21 ehf, kt. 430615-1060, óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðartún 2-12. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 28. september 2016 á grundvelli erindis frá 1. september, en í nýju erindi er sótt um aðrar breytingar en sótt var um 1. september 2016. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umbeðnar breytingar. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Þrumutún 8 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016090037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Margrétar Stefánsdóttur sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Þrumutún 8. Skipulagsnefnd heimilaði að tillaga að deiliskipulagsbreytingu yrði grenndarkynnt á fundi 12. október 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 17. október með athugasemdafresti til 15. nóvember 2016.

Ein athugasemd barst:

a) Hjörvar Maronsson og Tinna Lóa Ómarsdóttir, dagsett 15. nóvember 2016.

Þau samþykkja ekki fyrirhugaðan sólskála nema með því skilyrði að sólskálinn verði ekki yfir efri brún á glugga hússins þar sem fyrirhugaður sólskáli á að rísa.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að ræða við umsagnaraðila um athugasemdir þeirra.

9.Hafnarsvæði sunnan Glerár - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015030249Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2015 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 2-4 við Skipatanga á reit nr. 19.17.Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 26. október 2016 að leggja fram breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 24. nóvember 2016 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Sandgerðisbót - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015060121Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júní 2015 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytinu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar. Þar sem framkvæmdin fellur í flokk A í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 er hún háð mati á umhverfisáhrifum. Frummatsskýrsla hefur nú verið gerð. Skipulagsnefnd tekur því aftur til skoðunar tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagsnefnd samþykkir að leita skuli samráðs við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur í umhverfismati sem byggt verður á frummatsskýrslu framkvæmdar.

11.Verklagsreglur vegna stöðuleyfis gáma

Málsnúmer 2015080104Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní og 12. október 2016.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

12.Gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar vegna afgreiðslu- og þjónustugjalda - endurskoðun 2016

Málsnúmer 2016110141Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á gjaldskrá afgreiðslu- og þjónustugjalda skipulagsdeildar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að tillögur að breytingu á gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar vegna afgreiðslu- og þjónustugjalda verði samþykkt.

13.Gatnagerðargjöld - endurskoðun 2016

Málsnúmer 2016110140Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda á Akureyri.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar vegna gatnagerðargjalda verði óbreytt frá fyrra ári. Jafnframt verði skipulagsdeild í samvinnu við framkvæmdadeild falið að fara yfir forsendur gatnagerðargjalda hvað varðar kostnað við þá liði sem tilgreindur er í Gjaldskrá gatnagerðargjalda í Akureyrarkaupstað lið 3, ráðstöfun gatnagerðargjalds.

14.Samþykkt um þátttöku lóðarhafa í greiðslu kostnaðar við gerð bifreiðastæða á Akureyri - endurskoðun 2016

Málsnúmer 2016110139Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að endurskoðun og breytingu á Samþykkt um þátttöku lóðarhafa í greiðslu kostnaðar við gerð bifreiðastæða á Akureyri.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt en skipulagsnefnd hafnaði vanhæfi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að tillögur að breytingu á samþykkt um þátttöku lóðarhafa í greiðslu kostnaðar við gerð bifreiðastæða á Akureyri verði samþykkt.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

15.Fjárhagsáætlun 2017- framkvæmdadeild

Málsnúmer 2016080098Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. nóvember 2016 þar sem Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur, óskar eftir umsögn skipulagsnefndar á gjaldskrá vegna útmælinga húsa og lóða. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða gjaldtöku en leggur til að í gjaldskránni verði einnig gert ráð fyrir gjöldum vegna endurmælingar húss ef þarf og lóðarmælinga einna og sér.

16.Kerfisáætlun 2016-2025

Málsnúmer 2016050209Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að kerfisáætlun 2016-2025 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfinu, auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á meginflutningskerfinu. Landsnet kynnir nú tillögu að kerfisáætlun í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 m.s.br. og umhverfisskýrslu í samræmi við lög nr. 105/2006, en í umhverfisskýrslu lagt er mat á umhverfisáhrif kerfisáætlunar.Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 30. desember 2016.
Lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað.

17.Lækjargata 9a - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2016060064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2016 þar sem Þorbjörg Dóra Gunnarsdóttir sækir um lóðarstækkun á lóð nr. 9a við Lækjargötu. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 22. júní 2016.

Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu, dagsett 24. september 2016.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

18.Hrísey, deiliskipulag hafnarsvæðis

Málsnúmer 2016020053Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram drög að deiliskipulagi hafnarsvæðisins í Hrísey. Skipulagsnefnd vísaði umsögnum sem bárust vegna skipulagslýsingar til vinnslu deiliskipulagsins á fundi 24. ágúst 2016. Drögin eru unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 30. nóvember 2016. Einnig eru lögð fram drög Landslags að húsakönnun og athugun á fornleifum sem er unnin af Katrínu Gunnarsdóttur fornleifafræðingi MA.
Skipulagsnefnd samþykkir að haldinn verði kynningarfundur á skipulagstillögunni og felur skipulagsdeild undirbúning hans.

19.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur til við skipulagsnefnd að breyting verði gerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs, samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss, og framtíðarsvæði fyrir kastíþróttir verði skilgreint. Skipulagsnefnd heimilaði skipulagsstjóra að láta gera breytingu á deiliskipulagi á fundi 26. október 2016.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

20.Umhverfis- og samgöngustefna

Málsnúmer 2015010196Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. október 2016 þar sem starfshópur um umhverfis- og samgöngustefnu óskar eftir umsögn skipulagsnefndar á umhverfis- og samgöngustefnu. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að koma á framfæri ábendingum sem fram komu á fundinum.

21.Smáhýsi fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2016110062Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. nóvember 2016 þar sem Laufey Þórðardóttir og Anna Marit Níelsdóttir f.h. búsetu- og fjölskyldudeildar óska eftir lóðum fyrir smáhýsi. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. nóvember 2016. Laufey Þórðardóttir mætti á fundinn og kynnti málið.
Skipulagsnefnd þakkar Laufeyju fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsdeild í samvinnu við búsetu- og fjölskyldudeild að koma fram með tillögur að stöðum sem til greina gætu komið.

22.Austurvegur lnr. 175494 - lóðarstækkun - lóðaleigusamningur

Málsnúmer 2016020219Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. október 2016, móttekið 14. nóvember 2016, þar sem Haraldur Hrafnsson óskar eftir því að lóðaleigusamningur verði gerður fyrir eign, fastanúmer: 222-4565 í Hrísey. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

23.Eyrarvegur 27a - fyrirspurn

Málsnúmer 2016010100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2016 þar sem Birgitta Elín Halldórsdóttir sendir inn fyrirspurn vegna viðbyggingar við Eyrarveg 27a. Skipulagsnefnd samþykkti þann 27. janúar 2016 að grenndarkynna erindið. Erindið var sent í grenndarkynningu 18. október og var athugasemdafrestur til 16. nóvember 2016. Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

24.Krókeyrarnöf 21 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016110047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Magnum Opus ehf, kt. 470714-0850, sækir um aukið byggingamagn á lóð nr. 21 við Krókeyrarnöf og heimild til að byggja sundlaug. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 26. október 2016. Tillagan er dagsett 1. nóvember 2016 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

25.Sjávargata 4 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016090007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2016 þar sem Jónas V. Karlesson lagði fram fyrirspurn um byggingu 8 kornsílóa á lóð Bústólpa við Sjávargötu 2-4. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Nýtt erindi barst 16. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir að fá að leggja fram umfangsmeiri breytingar í deiliskipulagi heldur en fyrst var sótt um. Tillagan er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt, dagsett 18. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

26.Krókeyri - umsókn um skipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016110161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. nóvember 2016 þar sem Haraldur Jósefsson f.h. Norðurorku hf, kt. 550978-0169, óskar eftir að gerð verði lóð fyrir dælustöð fráveitu við Krókeyri.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

27.Hafnarstræti 104 - krafa um að brunastigi verði fjarlægður

Málsnúmer 2015060148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. nóvember 2016 þar sem Axel Axelsson fyrir hönd H104 fasteignafélags ehf., kt. 410908-1150, sækir um framlengingu á framkvæmdafresti til að flytja björgunarstiga af norðurstafni á austurhlið 2. og 3. hæðar og loka tveimur dyragötum á norðurstafni. Óskað er eftir 30 daga viðbótarfresti.
Skipulagsnefnd samþykkir framlengingu á framkvæmdafresti til 30. desember 2016.

28.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 10. nóvember 2016. Lögð var fram fundargerð 608. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

29.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 17. nóvember 2016. Lögð var fram fundargerð 609. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

30.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 24. nóvember 2016. Lögð var fram fundargerð 610. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:20.