Skipulagsráð

260. fundur 12. apríl 2017 kl. 08:00 - 11:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Tryggvi Gunnarsson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra ritaði fundargerð
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Tryggvi Gunnarsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.

1.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Tillagan er dagsett 13. febrúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.

Þrjár umsagnir bárust.

1) UFA, dagsett 28. febrúar 2017.

Stjórn UFA er sátt við drögin í núverandi mynd og gerir ekki athugasemd.

2) Íþróttafélagið Þór, dagsett 21. febrúar 2017.

Íþróttafélagið er mótfallið því að taka allt svæðið norðan Skarðshlíðar undir íbúðabyggð. Í tillögunni er ökuleið áfram inni en nokkur hæðarmunur er á núverandi hæð ökuleiðar og knattspyrnuvalla sunnan hennar. Nauðsynlegt er fyrir íþróttafélagið að sjá hvernig á að útfæra þetta. Möguleiki er að leggja af þann hluta ökuleiðar sem er á milli merkts knattspyrnuvallar og Bogans. Hugmyndin gengur aðeins upp ef samstarf Þórs og UFA er náið og hnökralaust.

3) Frístundaráð, dagsett 23. febrúar 2017.

Ekki er gerð athugasemd en áhersla er á að tillagan verði unnin í góðri samvinnu við stjórnir Þórs og UFA.


Ekki bárust umsagnir frá Íþróttabandalagi Akureyrar og Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis.


Óskað var eftir kostnaðarmati á fyrirhuðuðum framkvæmdum og barst það 4. apríl 2017.

Á fundinn mættu Guðríður Friðriksdóttir umhverfis- og mannvirkjasviði, Einar Geirsson og Sigurður Magnússon fulltrúar UFA, Árni Óðinsson og Valdimar Pálsson fulltrúar Þórs og Gísli Kristinsson arkitekt.
Skipulagsráð þakkar gestum fundarins fyrir komuna.

Málinu er frestað.

2.Sandgerðisbót - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015060121Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júní 2015 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um breytingar á deiliskipulagi Sandgerðisbótar vegna lóðar skolphreinsistöðvar. Skipulagstillagan var auglýst frá 24. febrúar með athugasemdafresti til 7. apríl 2017. Skipulagsgögn voru aðgengileg hjá Skipulagsstofnun, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.

Ein athugasemd barst:

1) Undirskriftalisti með 32 undirskriftum, dagsettur 22. mars 2017.

Gerð er athugasemd við að stígur meðfram sjónum sé felldur niður og að búið sé að girða lóðina af.


Fjórar umsagnir bárust:

1) Umhverfisstofnun, dagsett 10. mars 2017.

Við mat á umhverfisáhrifum hreinsistöðvarinnar benti Umhverfisstofnun á að óvíst væri hvort sú aðgerð að dæla skólpi lengra frá landi muni hafa jákvæð áhrif á viðtakann nema að því marki að þynning mun aukast. Sjónmengun mun minnka. Á heildina litið telur Umhverfisstofnunin að deiliskipulagsbreytingin muni hafa jákvæð umhverfisáhrif í för með sér og gerir ekki athugasemdir við umrædda tillögu.

2) Skipulagsstofnun, dagsett 16. mars 2017.

Skipulagsstofnun telur að framlögð gögn lýsi skipulagsáformum og umhverfismati tillögunnar með fullnægjandi hætti.

3) Minjastofnun Íslands, dagsett 17. mars 2017.

Engar fornleifar eru þekktar á svæðinu og eru því ekki gerðar athugasemdir. Vakin er athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

4) Náttúrufræðistofnun Íslands, dagsett 7. apríl 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar.

Á fundinn kom Baldur Dýrfjörð frá Norðurorku.
Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi og inn kom varamaður hans Ólafur Kjartansson og sat fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð þakkar Baldri fyrir komuna.

Svar við athugasemd:

Skipulagsráð tekur undir athugasemdina hvað varðar rétt almennings til aðgengis að sjó og að í deiliskipulagi skuli vera ákvæði um að ekki verði heimilt að girða lóðina þannig af að aðgengi að sjó verði heft.

Umsagnirnar gefa ekki tilefni til frekari umfjöllunar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun - reglur

Málsnúmer 2017020133Vakta málsnúmer

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs kom á fundinn og kynnti reglur um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun hjá Akureyrarbæ sem samþykktir voru í bæjarráði 16. mars sl.
Skipulagsráð þakkar Dan fyrir kynninguna.

4.Holtahverfi, austan Krossanesbrautar - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Skipulagsráð vísaði til bæjarráðs þann 29. mars 2017 ósk um fjárveitingu fyrir vinnuhóp við gerð deiliskipulags Holtahverfis og svæðisins austan Krossanesbrautar. Bæjarráð tók málið fyrir 6. apríl 2017 og vísaði því aftur til skipulagsráðs og fól þeim að leggja fram ósk um viðauka vegna málsins í samræmi við nýsamþykktar verklagsreglur um viðauka.

Skipulagsráð tekur málið fyrir til seinni umræðu í samræmi við reglur um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun hjá Akureyrarbæ.
Skipulagsráð telur að kostnaður vegna launa vinnuhópsins rúmist innan fjárhagsáætlunar ársins.

5.Hrísey - deiliskipulag hafnarsvæðis

Málsnúmer 2016020053Vakta málsnúmer

Deiliskipulag hafnar- og miðsvæðis Hríseyjar var auglýst frá 22. febrúar með athugasemdafresti til 5. apríl 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, í versluninni í Hrísey og á heimasíðu skipulagssviðs.

Tvær athugasemdir bárust:

1) Bjarni Thorarensen, dagsett 3. apríl 2017.

Gerð er athugasemd við að götunafni Sjávargötu 1 (Eyrúnarskúrs) sé breytt í Hafnargötu 4.

2) Umhverfis- og mannvirkjasvið, dagsett 1. apríl 2017.

Óskað er eftir að Hafnargata 1c verði skilgreind til móttöku og flokkunar á sorpi og að byggingarreitur verði gerður fyrir aðstöðuhús starfsmanns.


Þrjár umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 27. febrúar 2017.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir nýrri göngugötu norðan við svonefnt "Salthús" og húsum norðan við hana. Hér þarf að árétta sérstaklega um nauðsyn á flutningi fráveitu vegna nýrra byggingarreita við þessa göngugötu. Áður en að úthlutun lóða þarna kemur þarf bærinn því að semja um flutning lagna við Norðurorku eða leggja kvaðir á lóðirnar um kostnað við flutninginn. Fráveitulögn liggur í gegnum eina lóðina.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. mars 2017.

Engar þekktar fornleifar eru á skipulagssvæðinu. Athygli er þó vakin á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Þrjú hús eru friðuð á svæðinu og merkja þarf þau sérstaklega á deiliskipulagsuppdrættinum.

3) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 23. mars 2017.

Lagt er til að hafnarsvæðið verði skilgreint eins og á meðfylgjandi teikningu og að samræmi verði milli deiliskipulagsins og aðalskipulagstillögu.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir kostnaðarmati Norðurorku á færslu lagnarinnar.

6.Oddeyri - rammahluti aðalskipulags

Málsnúmer 2015080022Vakta málsnúmer

Skipulagsráð samþykkti á fundi 11. janúar 2017 að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að rammaskipulagi Akureyrar, fyrir Oddeyri yrði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulagsráðs á fundi 17. janúar 2017. Í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga var óskað eftir leyfi Skipulagsstofnunar til að auglýsa tillöguna. Í bréfi frá Skipulagsstofnun dagsett 1. mars 2017 er ekki gerð athugasemd við að tillagan verði auglýst þegar búið yrði að taka tillit til athugasemda þeirra. Tekið hefur verið tillit til þeirra og samhliða verður gerð breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 í samræmi við rammahlutann. Tillögurnar eru dagsettar 6. apríl 2017 og unnar af Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulagsráð samþykkir að rammahluti aðalskipulags fyrir Oddeyri og breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 verði auglýst í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar.

Haldinn verði kynningarfundur á auglýsingatíma.

7.Kjarnagata 51 og 53, Elísabetarhagi 1, Kristjánshagi 2 og Davíðshagi 2 og 4 - umsókn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2017020135Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 2 og 4 við Davíðshaga. Bílakjallarar fyrir Davíðshaga 2 og 4 verði sameinaðir og ein aðkoma verði að þeim sem verði staðsett milli Kristjánshaga 2 og Davíðshaga 4. Lóð Davíðshaga 2 sem nýtt var fyrir aðkomu í bílakjallara verði breytt í bílastæði. Snjóruðningssvæði sem staðsett er við hlið bílastæða fyrir Davíðshaga 4 verði fellt út og sameinað lóð hússins og því breytt í bílastæði. Einnig er óskað eftir því að sameina leiksvæði er tilheyra Kjarnagötu 51 og 53, Davíðshaga 2 og 4, Elísabetarhaga 1 og Kristjánshaga 2 svo og að byggt verði aðstöðuskýli fyrir leiksvæðið.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi en mælst var til að ekki verði samfelld bílaröð framan við Davíðshaga 2-4. Tillagan er dagsett 12. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. þar sem lagt er til að lóðirnar Kjarnagata 51 og 53, Elísabetarhagi 1, Kristjánshagi 2 og Davíðshagi 2 og 4 verði sameinaðar í eina lóð. Sér afnotahlutar eru afmarkaðir fyrir hvert hús og byggingarreitur gerður fyrir sameiginlegt aðstöðuhús á leiksvæði.
Einungis er um að ræða breytingu sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

8.Hafnarstræti 67-69 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016020105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2017 þar sem Jón Hrafn Hlöðversson f.h. Hótels Akureyrar, kt. 640912-0220, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 67-69. Fallið er frá fyrri hugmyndum sem skipulagsnefnd heimilaði að auglýsa í samræmi við skipulagslög þann 12. desember 2016. Drög að nýrri deiliskipulagsbreytingu fylgir sem er dagsett 12. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Byggingarreitur er stækkaður, vegghæð og mænishæð hækkuð og hluti byggingar til vesturs verði með flötu þaki.
Skipulagsráð frestar erindinu.

9.Hafnarstræti 26 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060147Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Laxagötu ehf., kt. 481214-0680, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 26 við Hafnarstræti. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsráð frestaði erindinu 15. og 29. mars 2017.

Tillagan er dagsett 12. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Núverandi hús verði rifið og byggð þrjú fjölbýlishús á lóðinni með 12 íbúðum hvert.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

10.Hálönd - umsókn um heimild til deiliskipulags

Málsnúmer 2017030536Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2017 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, leggur fram skipulagslýsingu vegna gerðar deiliskipulags í Hálöndum og sækir um heimild til að deiliskipuleggja lóðir í landi Hálanda.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.


Skipulagsráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi svæðisins, sem verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Umsækjanda er bent á að hafa samráð við Minjastofnun varðandi fornleifaskráningu svæðisins.

Edward Hákon Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

11.Sandgerðisbót - Byrgi - fyrirspurn um landnýtingu

Málsnúmer 2017030601Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2017 þar sem Gunnar Árnason leggur inn fyrirspurn hvort nýta megi landið við Byrgi í Sandgerðisbót til uppbyggingar á ferðamannaaðstöðu. Fyrirhugað er að gera húsið upp og byggja smáhýsi. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð vísar erindinu í vinnslu deiliskipulags Holtahverfis.

12.Hafnarstræti 99-101, 1h - umsókn um breytta notkun, gistiskálar

Málsnúmer 2017030583Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. mars 2017 þar sem Gunnar Magnússon fyrir hönd GM Investment ehf., kt. 651104-3430, spyrst fyrir um hvort leyfi fengist fyrir breyttri notkun á verslunarrými á 1. hæð hússins nr. 99-101 við Hafnarstræti og breyta rýminu í gistiskála. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð hafnar erindinu og telur að ekki eigi að nota jarðhæðir húsa við göngugötuna fyrir gistiaðstöðu.

13.Kaupvangsstræti 1 - fyrirspurn vegna gistiþjónustu

Málsnúmer 2017030596Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2017 þar sem Gísli Gestsson fyrir hönd Ljósmyndavara ehf., kt. 540174-0409, leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fengist til að reka gistiþjónustu á 2. hæð í húsi nr. 1 við Kaupvangsstræti.
Skipulagsráð telur að erindið sé í samræmi við deiliskipulag miðbæjar.

14.Nonnahagi, Hamrar - umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir ljósleiðaralögn

Málsnúmer 2017030600Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2017 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá spennistöð við Nonnahaga 4 að Götu sólarinnar og upp að Hömrum í gegnum ræktunarlóð í Kjarnaskógi. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi teikningu af fyrirhugaðri legu lagnarinnar sem að mestu leyti er utan deiliskipulagðs svæðis.

Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Eigandi lagnarinnar skal á sinn kostnað færa lögnina ef með þarf þegar svæði sem lögnin fer um verða deiliskipulögð.

Skila skal inn samþykki umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir lagnaleið og samþykki lóðarhafa lóða sem lögnin fer um áður en framkvæmdarleyfi verður gefið út.

Ganga skal frá jarðvegi og yfirborði lands eins og var fyrir framkvæmd.

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.
Fylgiskjöl:

15.Glerá - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2017040035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. apríl 2017 þar sem Franz Árnason fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdarleyfi til að moka efni upp úr stíflulóni í Glerá við Höfðahlíð til þess að verjast aurburði í Glerárvirkjun I.
Tryggvi Gunnarsson S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

16.Glerárvirkjun II - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2015090001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2017 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Fallorku, kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 3. og 4. áfanga aðveitupípu Glerárvirkjunar II samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Meðfylgjandi er samþykki Minjastofnunar.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við 3. áfanga, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsráð getur ekki samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir 4. áfanga lagnarinnar þar sem sú framkvæmd er ekki í samræmi við samþykkt deiliskipulag.

17.Ársskýrslur skipulagsdeildar

Málsnúmer 2015020123Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram til kynningar yfirlit yfir byggingaframkvæmdir ársins 2016.
Lagt fram.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 30. mars 2017. Lögð var fram fundargerð 626. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 6. apríl 2017. Lögð var fram fundargerð 627. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 17 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.