Málsnúmer 2015110127Vakta málsnúmer
Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir breytingum vegna umferðaröryggis á núverandi aðkomu að Síðuskóla samkvæmt meðfylgjandi tillögu.
Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. desember 2015 og fól skipulagsstjóra að vinna erindið áfram. Verkfræðistofan Efla vann skýrslu dagsett 8. maí 2014, síðast uppfærð 1. febrúar 2015 um umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar. Skipulagsstjóra var falið að láta vinna tillögur um úrbætur og leggja fram í skipulagsnefnd. Tillaga um úrbætur við Síðuskóla eru nú lagðar fram og lagt til að skipulagsnefnd heimili deiliskipulagsbreytingu í samræmi við tillöguna.
Tryggvi Gunnarsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista boðaði forföll og einnig varamaður hans.