Skipulagsnefnd

246. fundur 09. nóvember 2016 kl. 08:00 - 11:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Stefán Friðrik Stefánsson
  • Vilberg Helgason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Stefán Friðrik Stefánsson D-lista mætti í forföllum Sigurjóns Jóhannessonar.

1.Hrísey - deiliskipulag hafnarsvæðis

Málsnúmer 2016020053Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram drög að deiliskipulagi hafnarsvæðisins í Hrísey. Skipulagsnefnd vísaði umsögnum sem bárust vegna skipulagslýsingar til vinnslu deiliskipulagsins á fundi 24. ágúst 2016. Drögin eru unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsett 9. nóvember 2016, sem kom á fundinn ásamt Ingvari Ívarssyni og kynntu þeir drögin.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari og Ingvari fyrir kynninguna.

2.Tangabryggja, hafnasvæði Oddeyri - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016070040Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júní 2016 þar sem Pétur Ólafsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna lengingar á Tangabryggju til suðurs. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 10. ágúst 2016. Tillagan er dagsett 4. október 2016 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur til við skipulagsnefnd að breyting verði gerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs, samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss, og framtíðarsvæði fyrir kastíþróttir verði skilgreint. Skipulagsnefnd heimilaði skipulagsstjóra að láta gera breytingu á deiliskipulagi á fundi 26. október 2016.
Lagt fram til kynningar.

4.Ægisnes 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016090044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2016 þar sem Logi Már Einarsson fyrir hönd Norðurbiks ehf., kt. 410704-2260, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ægisnes 2. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 14. september 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt frá 5. október og var athugasemdafrestur til 5. nóvember 2016.

Engin athugasemd barst.

Óskað var eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og barst hún 28. október 2016.

Engar fornleifar eru þekktar á hinu breytta skipulagssvæði og eru því ekki gerðar athugasemdir.

Athygli er þó vakin á lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

5.Frostagata 6a - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016070112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. júlí 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Vélsmiðju Steindórs, kt. 690269-3769, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir Frostagötu 6a. Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt frá 5. október með athugasemdafresti til 5. nóvember 2016.

Umsögn barst frá Norðurorku, dagsett 10. október 2016.

Leiði framkvæmdir lóðarhafa til þess að lögnum þurfi að hnika til fellur sá kostnaður á lóðarhafa.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

6.Gránufélagsgata 4 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016100179Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. október 2016 þar sem Sigurður Hafsteinsson fyrir hönd húseiganda Arnars Þórs Jónssonar spyr hvort það samrýmist gildandi deiliskipulagi að reka gistirými/hótel á efri hæðum Gránufélagsgötu 4.
Deiliskipulag miðbæjar miðar að fjölbreyttri landnotkun í miðbænum.

Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að gera athugun á heildarmagni hótela, hótelíbúða og gistiheimila í miðbæ Akureyrar og nágrenni, og hlutfalli þeirrar starfsemi miðað við aðra starfsemi í miðbænum.

7.Heiðartún 2-12 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016100146Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2016 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd T21 ehf., kt. 430615-1060, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðartún 2-12. Skipulagsnefnd heimilaði breytingu á deiliskipulagi á fundi 28. september á grunndvelli erindis frá 1. september, en í nýju erindi er sótt um umfangsmeiri breytingar heldur en sótt var um 1. september 2016.
Skipulagsnefnd synjar erindinu. Ekki verður fallist á fækkun bílastæða eða niðurfellingu bílgeymslna, þar sem það rýrir gæði íbúðanna og hverfisins frá því sem lagt er upp með í skilmálum skipulagsins.

8.Drottningarbrautarstígur - deiliskipulag

Málsnúmer 2016100071Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. október 2016 þar sem Arnar Birgir Ólafsson fyrir hönd Teiknistofu Norðurlands, kt. 410915-0220, leggur fram áætlun um deiliskipulagsvinnu fjörustígsins meðfram Drottningarbraut.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að ræða við umsækjanda.

9.Eikarlundur 2, nýbygging - fyrirspurn

Málsnúmer 2016100170Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. október 2016 þar sem Haddur Júlíus Stefánsson fyrir hönd Verkvits húsasmiða ehf., kt. 660314-1640, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð við Eikarlund. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu.

10.Skipagata 5 - umsókn um byggingarleyfi - viðbygging, breytingar inni og úti

Málsnúmer 2012121091Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. október 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Grand ehf., kt. 670295-3119, og Sjöstjörnunnar ehf., kt. 501298-5069, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Skipagötu 5. Um er að ræða breytingu á fyrirhugaðri notkun 1. hæðar úr veitingahúsi í verslun. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið og felur skipulagsstjóra afgreiðslu byggingarleyfis.

11.Þórsstígur 2 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2015120027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. desember 2015 þar sem Höldur ehf., kt 651174-0239, sækir um ljósaskilti við Þórstíg 2. Skipulagsstjóri vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar á afgreiðslufundi 20. október 2016.
Sipulagsnefnd tekur neikvætt í erindið þar sem skiltin uppfylla ekki kröfur um stærð og staðsetningu, sem fram koma í samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar frá 2011.

Skipulagsnefnd felur formanni og skipulagsstjóra að kanna hvort þörf er á að endurskoða reglurnar.

12.Umhverfis- og samgöngustefna

Málsnúmer 2015010196Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. október 2016 þar sem starfshópur um umhverfis- og samgöngustefnu óskar eftir umsögn skipulagsnefndar á umhverfis- og samgöngustefnu.
Skipulagsnefnd frestar umsögninni til næsta fundar.

13.Borgarbraut - hraðakstur

Málsnúmer 2016100160Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. mars 2016 þar sem Stella Gústafsdóttir kvartar undan hraðakstri á Borgarbraut ofan við hringtorg. Lagðar fram hraðamælingar framkvæmdadeildar á götunni.
Skipulagsnefnd tekur undir áhyggjur bréfritara á grundvelli hraðamælinga og vísar erindinu til deildafundar skipulags- og framkvæmdadeildar. Hraðamælingum verður komið á framfæri við lögreglu.

14.Naustahverfi - umferðarmál

Málsnúmer 2016040224Vakta málsnúmer

Vegna kvartana um umferðarvanda á Kjarnagötu við Bónus og Ásatún, fól skipulagsnefnd 29. júní 2016 skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu. Lagðar eru fram tillögur Gunnars H. Jóhannessonar verkfræðings um úrbætur, dagsettar 26. október 2016.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í tillögu Ca og felur skipulagsstjóra að gera áframhaldandi tillögur að úrbótum á svæðinu.

15.Hafnarstræti 82-90, lækkun á fasteingaverði vegna útsýnisskerðingar - fyrirspurn

Málsnúmer 2016100169Vakta málsnúmer

Erindi frá Andrési Má Magnússyni hdl. fyrir hönd eigenda Hafnarstrætis 82-90, þar sem farið er fram á mat á fasteignaverði vegna skerðingar á útsýni vegna nýbygginga á Drottningarbrautarreit.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem slík athugun væri bæði ónákvæm og ólíkleg til að gefa marktækar niðurstöður. Þar sem margir aðrir þættir hafa áhrif á fasteignaverð.


Tryggvi Már Ingvarsson B-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

16.Verklagsreglur um birtingu gagna með fundargerðum á vef Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012121174Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd óskaði eftir að taka fyrir á fundi verklagsreglur um birtingu gagna með fundargerðum á vef Akureyrarbæjar.
Skipulagsnefnd frestar erindinu til næsta fundar.

17.Fjárhagsáætlun 2017- framkvæmdadeild

Málsnúmer 2016080098Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. nóvember 2016 þar sem Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur, óskar eftir umsögn skipulagsnefndar á gjaldskrá vegna útmælinga lóða. Jónas Valdimarsson frá framkvæmdadeild mætti og útskýrði gjaldskrána.
Skipulagsnefnd frestar umsögn og óskar eftir frekari upplýsingum.

18.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 27. október 2016. Lögð var fram fundargerð 606. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 3. nóvember 2016. Lögð var fram fundargerð 607. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

20.Smáhýsi fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2016110062Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. nóvember 2016 þar sem Laufey Þórðardóttir og Anna Marit Níelsdóttir fyrir hönd búsetu- og fjölskyldudeildar óska eftir lóðum fyrir smáhýsi. Anna Marit nætti á fundinn og kynnti málið.
Skipulagsnefnd þakkar Önnu Marit fyrir kynninguna og frestar erindinu.

Fundi slitið - kl. 11:05.