Málsnúmer 2016090131Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 21. september 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Björns Birgis Björnssonar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Aðalstræti 19. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. september 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 25. janúar 2017 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar með athugasemdafresti til 3. mars 2017.
Tvær athugasemdir bárust:
1) Tryggvi Sveinsson, dagsett 13. febrúar 2017.
Ekki er gerð athugasemd við að reistur verði bílskúr en þá þarf aðgengi að vera frá Aðalstræti. Þó þarf það að vera tryggt að hann verði notaður sem slíkur en ekki túristaskúr. Aðkoma að lóðinni á að vera frá Aðalstræti. Óskað er eftir skýringum af hverju aðgengi er nú frá Duggufjöru.
2) Undirskriftalisti 8 íbúa við Aðalstræti, dagsettur 27. febrúar 2017.
Gerð er athugasemd við byggingu bílskúrs þar sem rekstur gistihúss í Aðalstræti 19 með 8-10 herbergjum og þeirri bílaumferð sem því fylgir, þá er ekki pláss fyrir bílskúr á lóðinni. Að lágmarki þurfa að vera 6 bílastæði. Áhyggjur er uppi um að fyrirhuguð bygging verði nýtt sem aukið gistirými sem enn myndi auka þörf fyrir bílastæði. Verði samt sem áður þessi breyting leyfð er gerð sú krafa að ekki geti verið gistirými í byggingunni. Grenndarkynningin tekur ekki til Aðalstrætis 28 sem þó verður fyrir óþægindum vegna starfseminnar.
Íbúum Aðalstrætis 28 var sýnd grenndarkynningin af nágrönnum og skrifuðu einnig undir undirskriftalistann.
Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 15. mars 2017.
Formaður bar upp ósk um að bæta inn á dagskrá 3 fundarliðum sem ekki voru í útsendri dagskrá þ.e. lið 22 og 23, Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017 og lið 24, Sjókvíaeldi við Eyjafjörð - drög að matsáætlun og var það samþykkt.
Einnig bar hann upp að bæta við málinu, Hlíðarendi - umsókn um heimild til deiliskipulags, en það náði ekki fram að ganga þar sem fundartíma var lokið.