Skipulagsráð

259. fundur 29. mars 2017 kl. 08:00 - 11:37 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Ólafur Kjartansson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarsona L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttir og Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Edwards Hákonar Huijbens.
Formaður bar upp ósk um að bæta inn á dagskrá 3 fundarliðum sem ekki voru í útsendri dagskrá þ.e. lið 22 og 23, Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017 og lið 24, Sjókvíaeldi við Eyjafjörð - drög að matsáætlun og var það samþykkt.
Einnig bar hann upp að bæta við málinu, Hlíðarendi - umsókn um heimild til deiliskipulags, en það náði ekki fram að ganga þar sem fundartíma var lokið.

1.Hafnarstræti 80 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017030535Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 610808-1310, óskar eftir heimild skipulagsráðs til að breyta deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 80. Sótt er um að hafa bílastæði við Hafnarstræti, auka heildarlengd kvista við inngarð og auka byggingarmagn vegna kjallara.

Á fundinn komu Fanney Hauksdóttir arkitekt og Halldór Jóhannsson fyrir hönd Norðurbrúar og kynntu umbeðnar breytingar.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Glerárvirkjun II - framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2015090001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2017 þar sem Andri Teitsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um útgáfu á framkvæmdarleyfi fyrir 2. áfanga þrýstipípu Glerárvirkjunar II. Við framkvæmd 1. áfanga var svæði utan heimilaðs framkvæmdarsvæðis raskað og malarefni fjarlægt utan framkvæmdarsvæðisins. Skipulagsráð samþykkti 15. febrúar 2017 að útgáfa framkvæmdarleyfis fyrir 2. áfanga væri háð því að fjarlægðu efni verði skilað og gengið verði frá raskaða svæðinu í sama ástandi og það var.

Meðfylgjandi er yfirlýsing verktaka og verkkaupa um frágang og efnisskil á lagnasvæði. Lagt fram bréf Fallorku dagsett 23. mars 2017.

Jón Birgir Gunnlaugsson umhverfisfulltrúi mætti á fundinn og einnig Franz Árnason og Bergur Steingrímsson fulltrúar Fallorku.
Fyrirtæki eiga að fara eftir settum reglum um efnistöku á samræmi við afmörkuð svæði í aðalskipulagi.

Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis en gerir þá kröfu að Fallorka greiði fullt verð fyrir það malarefni sem tekið var án heimildar og að gengið verði frá öllum röskuðum svæðum í samráði við umhverfisfulltrúa.

3.Hafnarstræti 26 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060147Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Laxagötu ehf., kt. 481214-0680, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 26 við Hafnarstræti. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillaga að breytingu var lögð fram á fundi 15. mars 2017 og frestaði skipulagsráð erindinu. Á fundinn komu Haraldur Árnason, Ármann Sverrisson, Ólafur Jensson og Kári Arnór Kárason og kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir og ósk um deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

4.Lækjargata 9a - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2016060064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2016 þar sem Þorbjörg Dóra Gunnarsdóttir sækir um lóðarstækkun á lóð nr. 9a við Lækjargötu.

Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 14. desember 2016.

Erindið var grenndarkynnt frá 27. desember 2016 til 25. janúar 2017.

Ein athugasemd barst:

1) Erna Magnúsdóttir, dagsett 24. janúar 2017.

Ef skipta á upp bílastæðinu milli Lækjargötu 7 og 9a þá er óskað eftir því að það verði gert til helminga. Áratuga löng hefð er fyrir því að nýta bílastæðið sameiginlega. Ekki er hægt að koma fyrir bílastæði norðan við hús nr. 7 eins og sýnt er í skipulagi.

Óskað var eftir að mælt verði út það svæði sem er í eigu bæjarins til að sjá hversu stórt svæði hefur fylgt Lækjargötu 7 frá upphafi. Lögð fram athugun sviðsstjóra skipulagssviðs varðandi lausn bílastæðanna, en hann hafði rætt við eigendur húsa Lækjargötu 7 og 9a.

Skipulagsráð frestaði erindinu þann 15. febrúar 2017.
Skipulagsráð tekur undir innkoma athugasemd og samþykkir lóðarstækkun upp á 2,8 m til austurs í stað 3,0 m í samræmi við athugun sviðsstjóra skipulagssviðs. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

5.Aðalstræti 19 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016090131Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Björns Birgis Björnssonar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Aðalstræti 19. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. september 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 25. janúar 2017 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar með athugasemdafresti til 3. mars 2017.

Tvær athugasemdir bárust:

1) Tryggvi Sveinsson, dagsett 13. febrúar 2017.

Ekki er gerð athugasemd við að reistur verði bílskúr en þá þarf aðgengi að vera frá Aðalstræti. Þó þarf það að vera tryggt að hann verði notaður sem slíkur en ekki túristaskúr. Aðkoma að lóðinni á að vera frá Aðalstræti. Óskað er eftir skýringum af hverju aðgengi er nú frá Duggufjöru.

2) Undirskriftalisti 8 íbúa við Aðalstræti, dagsettur 27. febrúar 2017.

Gerð er athugasemd við byggingu bílskúrs þar sem rekstur gistihúss í Aðalstræti 19 með 8-10 herbergjum og þeirri bílaumferð sem því fylgir, þá er ekki pláss fyrir bílskúr á lóðinni. Að lágmarki þurfa að vera 6 bílastæði. Áhyggjur er uppi um að fyrirhuguð bygging verði nýtt sem aukið gistirými sem enn myndi auka þörf fyrir bílastæði. Verði samt sem áður þessi breyting leyfð er gerð sú krafa að ekki geti verið gistirými í byggingunni. Grenndarkynningin tekur ekki til Aðalstrætis 28 sem þó verður fyrir óþægindum vegna starfseminnar.

Íbúum Aðalstrætis 28 var sýnd grenndarkynningin af nágrönnum og skrifuðu einnig undir undirskriftalistann.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 15. mars 2017.
Svör við athugasemdum.

1) Í samræmi við gildandi deiliskipulag er aðkoma að lóð nr. 19 við Aðalstræti frá Duggufjöru. Í upphaflegu deiliskipulagi Duggufjöru var aðkoma að baklóðum við Aðalstræti skilgreind frá Duggufjöru þar sem rými væri þar meira en í Aðalstræti sem er þröng gata.

2) Í húsinu eru skráðar tvær íbúðir. Í rekstrarleyfi fyrir gistingu kemur fram að hvora íbúð skuli leigja út sem eina heild til eins aðila, en ekki er heimilt að leigja hvert herbergi út fyrir sig. Gert er ráð fyrir að rúmast geti 4-6 gestir í hvorri íbúð og leiga í kjallara er óheimil þar sem lofthæð er of lítil. Miðað við að þessi skilyrði séu uppfyllt og bílskúrinn nýist einnig fyrir bílastæði, er ekki þörf á fleiri bílastæðum á lóðinni.


Skipulagsráð áréttar að í samræmi við deiliskipulagstillöguna verður önnur notkun en bílgeymsla óheimil í fyrirhuguðu rými. Skipulagsráð tekur ekki á þætti gistiheimilisins en bendir umsækjanda og umsagnaraðilum á ákvæði um gistirými sem eru í gildi.


Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Ólafur Kjartansson V-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

6.Davíðshagi 10 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017010045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. janúar 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingar á deiliskipulagi. Sótt er um að fjölga íbúðum og auka nýtingarhlutfall. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 25. janúar 2017 og heimilaði deiliskipulagsbreytingu á fundi 8. febrúar 2017.
Einungis er um minniháttar breytingar að ræða er varða nýtingarhlutfall og fjölda íbúða. Þetta er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

7.Gránufélagsgata 35 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017010514Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Kristjáns Ragnarssonar óskar eftir að fá að byggja við Gránufélagsgötu 35.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 9. mars 2017 og unnin af Valþóri Brynjarssyni. Leitað var eftir umsögn Minjastofnunar Íslands fyrir breytingum á húsinu og viðbyggingu. Umsögnin barst 14. mars 2017. Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við áætlunina með fyrirvara um að byggingarnefndarteikningar berist til umsagnar.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Spítalavegur 1 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2017020059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2017 þar sem Jón Kristján Ólason sækir um lóðarstækkun til norðurs á lóð nr. 1 við Spítalaveg. Meðfylgjandi er umboð frá Leonard Jóhannssyni og teikning eftir Harald Árnason. Skipulagsráð frestaði erindinu 8. mars 2017. Samþykki eiganda Spítalavegar 1 og Aðalstrætis 2 um breytta stærð lóða liggur fyrir.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Drottningarbraut - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020173Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi þjónustustöð og breytingu á innra skipulagi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Merkigil 2 - fyrirspurn

Málsnúmer 2017010200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2017 þar sem Hjálmar Pálsson óskar eftir að fá heimild til að breyta deiliskipulagi í Giljahverfi og stækka byggingarreit við Merkigil 2 til norðurs. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda lóðar.
Skipulagsráð hafnar umbeðinni ósk þar sem ráðið telur að umbeðin stækkun verði of nálægt göngustíg við lóðarmörk.

11.Malbikunarstöð - umsókn um breytingu á lóðarstærð

Málsnúmer 2017030532Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2017 þar sem Tómas Björn Hauksson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar, sækir um breytingu á afmörkun lóðar fyrir malbikunarstöð á Glerárdal.
Skipulagsráð felur skipulagsstjóra að skoða málið sem hluta af endurskoðun aðalskipulagsins.

12.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Tillagan er dagsett 13. febrúar 2017 og unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt.

Tvær umsagnir bárust.

1) UFA, dagsett 28. febrúar 2017.

Stjórn UFA er sátt við drögin í núverandi mynd og gerir ekki athugasemd.

2) Íþróttafélagið Þór, dagsett 21. febrúar 2017.

Íþróttafélagið er mótfallið því að taka allt svæðið norðan Skarðshlíðar undir íbúðabyggð. Í tillögunni er ökuleið áfram inni en nokkur hæðarmunur er á núverandi hæð ökuleiðar og knattspyrnuvalla sunnan hennar. Nauðsynlegt er fyrir íþróttafélagið að sjá hvernig á að útfæra þetta. Möguleiki er að leggja af þann hluta ökuleiðar sem er á milli merkts knattspyrnuvallar og Bogans. Hugmyndin gengur aðeins upp ef samstarf Þórs og UFA sé náið og hnökralaust.


Ekki bárust umsagnir frá Íþróttabandalagi Akureyrar, Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis og frístundaráði.
Skipulagsráð óskar eftir kostnaðarmati á fyrirhuguðum framkvæmdum frá umhverfis- og mannvirkjasviði.

13.Holtahverfi, austan Krossanesbrautar - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkti þann 11. maí 2016 að hefja vinnu við gerð deiliskipulags Holtahverfis og svæðisins austan Krossanesbrautar. Lagt er til að stofnaður verði launaður vinnuhópur og er meðfylgjandi tillaga að umfangi og tímaáætlun.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og tilnefnir Tryggva Má Ingvarsson B-lista og Edward Hákon Huijbens V-lista í vinnuhópinn. Vísað er til bæjarráðs ósk um fjárveitingu fyrir vinnuhópinn.

14.Norðurslóð - skilti, vistgata, lýsing

Málsnúmer 2017030152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. mars 2017 þar sem Gunnar Rúnar Gunnarsson fyrir hönd Háskólans á Akureyri, kt. 520687-1229, sækir um breytingar á skiltum við Háskólann, Norðurslóð 2, og að breyta svæðinu í kring í vistgötu. Einnig er sótt um að fá að setja merkingar við klukkuna. Lýsing á fjölförnum leiðum að Háskólanum er lítil og er óskað eftir að bætt sé úr því.
Frestað.

15.Hafnarstræti 32 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2017030132Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2017 þar sem Haraldur Jósefsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda á lengingu á yfirfallslögn fyrir dælustöð Hafnarstræti 32. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lengingu á yfirfallslögn, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

16.Reglur um lóðarveitingar - endurskoðun 2015

Málsnúmer 2015030039Vakta málsnúmer

Skipulagnefnd fól Tryggva Má Ingvarssyni og Edward Hákoni Huijbens á fundi 23. mars 2016 að legja fram tillögur til endurskoðunar reglna um lóðarveitingar. Tillaga að endurskoðun er lögð fram.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

17.Strandgata 13 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 2.hæð

Málsnúmer 2017020139Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd AJS fasteigna ehf., kt. 420502-2570, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á skipulagi á 2. hæð. Áætlað er að breyta hluta skrifstofu í íbúðir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.

Innkomin umsögn Minjastofnunar 21. mars 2017.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

18.Viðburðir utan miðbæjar - 2017

Málsnúmer 2017010117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2017 þar sem Arinbjörn Kúld f.h. Íslandsnökkva ehf., kt. 680217-2110 sækir um leyfi til að hafa svifnökkva á Leirutjörn.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem töluvert fuglalíf og fuglavarp er við tjörnina. Einnig er nálægð við íbúðasvæði mikil og gæti starfsemin haft neikvæð áhrif fyrir íbúa.

19.Rangárvellir 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017020053Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2017 þar sem ÁK smíði ehf., kt. 450404-2840, lýsir yfir áhuga á lóð nr. 6 við Rangárvelli. Meðfylgjandi er mynd og yfirlýsing viðskiptabanka. Formleg umsókn um lóð komin 8. mars 2017.
Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina. Skipulags- og byggingarskilmálar gilda.

20.Erindi varðandi stórar lóðir með litlu byggingarmagni

Málsnúmer 2017020130Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 23. febrúar 2017 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 3. lið úr fundargarð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 16. febrúar 2017.

Davíð Reynisson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.

Hann er eigandi Rekverks. Hann flutti fyrirtækið til Hörgárbyggðar þar sem hann fékk ekki lóð á Akureyri sem hentar fyrirtækinu og benti á að önnur fyrirtæki séu í sömu stöðu. Vantar stórar lóðir með litlu byggingarmagni segir hann.
Á fundi sínum 15. febrúar 2017 fól skipulagsráð sviðsstjóra skipulagssviðs að skoða þörf og væntingar til atvinnuhúsalóða.

Skipulagsráð vísar erindinu til þeirrar vinnu.

21.Verklagsreglur vegna stöðuleyfis gáma

Málsnúmer 2015080104Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní, 12. október, 30. nóvember og 14. desember 2016. Lögð eru fram drög að verklagsreglum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglurnar verði samþykktar.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 16. mars 2017. Lögð var fram fundargerð 624. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

23.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 23. mars 2017. Lögð var fram fundargerð 625. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.

24.Sjókvíaeldi við Eyjafjörð - drög að matsáætlun

Málsnúmer 2017030579Vakta málsnúmer

Skipulagsráð tekur til umfjöllunar drög að matsáætlun fyrir sjókvíaeldi í Eyjafirði.
Skipulagsráð tekur undir athugasemd formanns svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar sem kynnt var á fundinum og felur fulltrúum Akureyrarbæjar í svæðisskipulagsnefndinni að fylgja málinu eftir.

Fundi slitið - kl. 11:37.