Skipulagslýsing var auglýst í Dagskránni 8. september 2015 og send til umsagnar.
Sex umsagnir bárust:
1) Vegagerðin, dagsett 14. september 2015.
Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsinguna en óskað er eftir samráði um gerð deiliskipulagstillögunnar þar sem tveir þjóðvegir liggja að skipulagssvæðinu.
2) Hverfisnefnd Oddeyrar, dagsett 23. september 2015.
Ábendingar hverfisnefndar:
a) Lagt er til að íbúðir á reitnum verði af öllum stærðum.
b) Vegna mikllar umferðar þarf bílastæðakjallara eða önnur úrræði á svæðinu.
c) Finna þarf lausn við gatnamót Tryggvabrautar og Glerárgötu til að ekki myndist teppa á álagstímum.
d) Gæta þarf að umferð um Hvannavelli aukist ekki.
e) Greiðari leið þarf að vera fyrir gangandi vegfarendur yfir Glerárgötu og Tryggvabraut.
f) Hafa þarf í huga við hönnun íbúða það ónæði sem er af umferð um Glerárgötu.
3) Skipulagsstofnun, dagsett 24. september 2015.
Engar athugasemdir eru gerðar.
4) Framkvæmdadeild, móttekið 23. september 2015.
Bent er á ýmis atriði til athugunar sem snúa að umferðarmálum.
Margar óskir um úrbætur hafa komið inn á borð framkvæmdadeildar undanfarin ár vegna svæðisins. Huga þarf að mörgum þáttum og ekki er hægt að einblína eingöngu á nánasta umhverfi reitsins. Skoða þarf alla Tryggvabrautina, gatnamót hennar, stígakerfi og þjónustugötuna meðfram Glerárgötu. Meðfylgjandi er kort og upptalning á helstu atriðum sem þarf að skoða.
5) Norðurorka, dagsett 29. september 2015.
Megnið af tengingum Norðurorku koma úr Hvannavöllum en lítið er vitað um fráveitutengingar. Meðfylgjandi eru kort með lögnum Norðurorku.
6) Minjastofnun Íslands, dagsett 5. október 2015.
Eins og fram kemur í lýsingunni var breskur kampur á svæðinu og þar eru enn tveir braggar frá þeim tíma. Athuga þarf hvort vert væri að varðveita þá með einhverjum hætti. Engar skráðar minjar eru á svæðinu og Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.