Málsnúmer 2015010085Vakta málsnúmer
Bæjarráð gerði á fundi sínum þann 24. apríl 2015 eftirfarandi bókun:
Lögð fram 14. fundargerð hverfisnefndar Giljahverfis dagsett 9. apríl 2015 - aðalfundur.
Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/giljahverfiBæjarráð vísar 2. lið 2) til skipulagsdeildar ásamt seinni ósk í 5. lið.
Liðir úr fundargerð:
2. Önnur verkefni.
2) Færa hámarkshraða Merkigils niður í 30 km. Skoða möguleika á að þrengja götuna við gangbrautir eða setja niður hraðahindranir.
5. Önnur mál.
(Úr fundargerð 20. febrúar 2013)
"Leyfilegur hámarkshraði í hverfinu og þá sérstaklega í Merkigili. Hámarkshraði var hækkaður úr 30 í 50 en ósk hverfisnefnar er að hann verði lækkaður niður í 30 aftur því að mikil umferð barna er yfir götuna. Eins er mælst til þess að göngubrautir verði betur upplýstar og jafnvel hraðahindranir með eyju settar niður. Almennt eru gangbrautir yfir Merkigil með lélega eða enga lýsingu og gangbrautamerkingar óupplýstar.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti á fundinn kl. 08:20.