Skipulagsnefnd

202. fundur 29. apríl 2015 kl. 08:00 - 11:24 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Vilberg Helgason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Formaður bar upp ósk um að fá að taka fyrir lið nr. 14, Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - breyting á deiliskipulagi BA, tjaldsvæði, lið nr. 15, Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - umsókn um breytingu á landnotkun við Byggðaveg 114A, ósk um rökstuðning, lið nr. 16, Kortlagning hávaða - aðgerðaráætlun og lið nr. 18, Afgreiðslur skipulagsstjóra, fundargerð 537. fundar sem ekki voru í útsendri dagskrá og var það samþykkt.
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Vilberg Helgason V-lista mætti í forföllum Edwards H. Huijbens.

1.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Greint frá námskeiði um kynjaða fjárhagsáætlanagerð, en meðal tilmæla þar var að taka málið á dagskrá fagnefnda og að horft yrði á myndband frá samtökum sveitarfélaga í Svíþjóð (https://www.youtube.com/watch?v=xYikioYiilU&feature=youtu.be), samhliða því að greina frá umræðum/verkefnum sem unnið var að á námskeiðinu.

Katrín Björg Ríkharðsdóttir kom á fundinn og kynnti málið.
Skipulagsnefnd þakkar Katrínu fyrir kynninguna.

2.Lögmannshlíð - umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 2015040106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. apríl 2015 þar sem Gunnar Sturla Gíslason f.h. Lögmannshlíðarsóknar, kt. 450269-2479, og Smári Sigurðsson f.h. Kirkjugarða Akureyrarbæjar, kt. 690169-0619, sækja um að gert verði deiliskipulag fyrir Lögmannshlíðarkirkju landnr. 146953 og Lögmannshlíðarkirkjugarð.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna deiliskipulag af svæðinu eins og það er afmarkað í aðalskipulagi.

Tillagan verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Golfklúbbur Akureyrar, Jaðar - breyting á deiliskipulagi, byggingarreitur vélageymslu

Málsnúmer 2015040056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. apríl 2015 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Golfklúbbs Akureyrar, kt. 580169-7169, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar á byggingarreit við vélageymslu á Jaðri. Tillagan er unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni dagsett 29. apríl 2015. Jákvæð umsögn Fasteigna Akureyrar og Norðurorku liggur fyrir.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreitum fyrir vélageymslu og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Naustahverfi 1. áfangi - Hólmatún 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2015040083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2015 þar sem Magnús Garðarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á deiliskipulaginu Naustahverfi 1. áfangi vegna Hólmatúns 2. Meðfylgjandi eru uppdrættir.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti á fundinn kl.09:00.

5.Hvannavallareitur - skipulagslýsing

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu af svæðinu sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum. Lýsingin er dagsett 29. apríl 2015 og er unnin af Árna Ólafssyni frá Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., sem kom á fundinn og kynnti lýsinguna.
Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna.

Afgreiðslu er frestað.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt við upphaf umræðu og var það samþykkt. Hún vék af fundi við afgreiðslu málsins kl. 09:40.
Ólína kom aftur á fundinn kl. 09:45.

6.Brekkuskóli og nágrenni - umsókn um deiliskipulagsbreytingu á sundlaugarsvæði

Málsnúmer 2015040173Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. apríl 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni þar sem hann f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir breytingu á núgildandi deiliskipulagi vegna nýs rennibrautarmannvirkis á laugarsvæði Sundlaugar Akureyrar.

Breytingarnar sem sótt er um ná yfir norðvesturhluta laugarsvæðis Sundlaugar Akureyrar og felast í því að byggingarreitur vestan við vaðlaug er breikkaður um 6.0 m til vesturs og hámarksheildarhæð á rennibrautarmannvirki er 14.5 m yfir yfirborðshæð laugarsvæðis.

Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 29. apríl 2015, unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Undirhlíð - Miðholt - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Undirhlíðar 1

Málsnúmer 2014020154Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2014 og 17. febrúar 2015 frá Ingólfi Frey Guðmundssyni þar sem hann f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Undirhlíð 1-3.

Óskað er eftir að íbúðum verði fjölgað um 11 úr 25 í 36 í Undirhlíð 1 og að skilyrði um að íbúðirnar verði fyrir 50 ára og eldri verði fellt út.

Skipulagsnefnd fól vinnuhópi að óska eftir nánari upplýsingum um fyrirhugaðar breytingar.

Innkominn tölvupóstur dagsettur 21. apríl 2015 frá Helga Eyþórssyni f.h. SS Byggis ehf., þar sem umbeðnum upplýsingum eru gerð skil.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Reglur um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri

Málsnúmer 2005080075Vakta málsnúmer

Fulltrúar vinnuhóps um endurskoðun á reglum um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri hafa lokið vinnu við endurskoðun reglnanna og leggja fram tillögu að "Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu".
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu um "Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu" með breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016, 689. mál

Málsnúmer 2015040172Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. apríl 2015 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016, 689. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 7. maí 2015 á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1163.html.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við þingsályktunartillöguna.

10.Goðanes 14 - fyrirspurn um breytingu á byggingarmagni

Málsnúmer 2015040028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2015 þar sem Gauti Hallsson f.h. Dexta orkutæknilausna ehf., kt. 590505-0720, spyrst fyrir um breytingar á byggingarmagni á lóð nr. 14 við Goðanes.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á lækkun nýtingarhlutfalls lóðarinnar og þar með lækkun gatnagerðargjalds, þar sem slík breyting myndi brjóta í bága við jafnræðis- og meðalhófsreglu vegna gjaldtöku annarra lóða í hverfinu.

11.Tengir - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara

Málsnúmer 2015040168Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. apríl 2015 þar sem Gunnar Björn Þórhallsson f.h. Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara sumarið 2015. Meðfylgjandi er teikning af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi framkvæmdaáætlun og telur hana uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Um er að ræða heildarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á árinu 2015 sbr. meðfylgjandi yfirlitsuppdrátt.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Útgáfa framkvæmdaleyfis er háð yfirferð á frágangi fyrri framkvæmda.

- Skrifleg framkvæmdaleyfi fyrir nánar skilgreinda verkþætti verða ekki gefin út fyrr en öll fylgigögn og sérteikningar hafa borist og þær yfirfarnar af framkvæmdadeild Akureyrar og afgreidd á afgreiðslufundi skipulagsstjóra.

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við framkvæmdadeild og veitustofnanir bæjarins.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa vegna lagna innan íbúðarhúsalóða og leggja fram áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

12.Hjólreiðar sem öruggur samgöngukostur

Málsnúmer 2015040188Vakta málsnúmer

Almenn umræða um hjólastígakerfi á Akureyri og merkingar hjólareina á akbrautir og stíga til að treysta megi hjólaleiðir um bæinn í sátt við gangandi og akandi vegfarendur.

Vilberg Helgason kynnti hugmynd að tilraunaverkefni í Skógarlundi.
Afgreiðslu málsins er frestað.

13.Aðalstræti 12b - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2012030262Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. apríl 2015 þar sem Hjalti Steinþórsson hrl., f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar fer fram á heimild skipulagsnefndar til að vinna breytingarblað á gildandi deiliskipulagi Innbæjarins.

Skipulagsnefnd hafnaði beiðni um breytingu á skilmálum lóðarinnar Aðalstræti 12b á fundi sínum 25. febrúar 2015.

Í framhaldi af því fór Hjalti Steinþórsson hrl., f.h. Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar fram á endurupptöku á afgreiðslu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd vísaði beiðinni um endurupptöku málsins til bæjarráðs í samræmi við 54. gr. bæjarmálasamþykktar Akureyrar og samþykkti bæjarráð á fundi sínum þann 9. apríl 2015 beiðni um endurupptöku.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - breyting á deiliskipulagi BA, tjaldsvæði

Málsnúmer 2015010216Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2015 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi til að nota neðsta hluta lóðarinnar Hlíðarfjallsvegar 11 sem tjaldsvæði og/eða bílastæði ásamt stöðuleyfi fyrir snyrtingagámum samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 29. apríl 2015 og er unnin af Halldóri Jóhannssyni frá Teiknum á lofti ehf.

Innkomin yfirlýsing dagsett 17. apríl 2015 frá Hestamannafélaginu Létti, þar sem fram kemur að félagið hefur kynnt sér fyrirhugaða framkvæmd á uppbyggingu tjaldsvæðisins og vegalangingu og gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.
Einungis er um að ræða breytingu á notkun austasta hluta lóðar BA undir tjaldsvæði vegna viðburða og tengingu við hana og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Fyrir liggur yfirlýsing frá Hestmannafélaginu Létti sem ekki gerir athugasemd við framkvæmdina um uppbyggingu tjaldsvæðis innan lóðar BA og þar með talda veglagningu að tjaldsvæðinu sem liggur samhliða reiðleið.

Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - umsókn um breytingu á landnotkun við Byggðaveg 114A, ósk um rökstuðning

Málsnúmer 2015040038Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. apríl 2015 þar sem Arnhildur Pálmadóttir arkitekt óskar eftir rökstuðningi á ákvörðun nefndarinnar að hafna umsókn um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar f.h. eigenda Byggðavegar 114A. Óskað var eftir að lóðin yrði skilgreind fyrir verslun og þjónustu eins og hún var í eldra aðalskipulagi frá 1998.
Skipulagsstjóra og formanni er falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

16.Kortlagning hávaða - aðgerðaráætlun

Málsnúmer 2010010129Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti þann 17. mars 2015 aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins og var tillagan auglýst í fjórar vikur frá 25. mars til 22. apríl 2015.

Engar athugasemir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti aðgerðaráætlun skv. tilskipun Evrópusambandsins og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

17.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 16. apríl 2015. Lögð var fram fundargerð 536. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum.
Lagt fram til kynningar.

18.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 24. apríl 2015. Lögð var fram fundargerð 537. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:24.