Málsnúmer 2019050172Vakta málsnúmer
Á fundi skipulagsráðs þann 1. apríl sl. var tekin fyrir að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Eyrarlandsvegur 31. Var breytingin samþykkt með minniháttar breytingum og var sú afgreiðsla staðfest í bæjarstjórn 7. apríl. Þegar skipulagsráð tók upphaflega ákvörðun um að heimila gerð breytingar á deiliskipulagi sem gerði ráð fyrir að húsið Eyrarlandsvegur 31 yrði rifið, lá fyrir umsögn Minjastofnunar dagsett 8. janúar 2019. Í auglýsingarferli breytingarinnar barst síðan ný umsögn frá stofnuninni, dagsett 19. júní 2019, en við afgreiðslu málsins að loknum auglýsingartíma láðist að leggja hana fram og er málið því lagt fram að nýju.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur formanni ráðsins og sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða frekar við hagsmunaaðila.