Skipulagsnefnd

210. fundur 26. ágúst 2015 kl. 08:00 - 10:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Stefán Friðrik Stefánsson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
Dagskrá
Stefán Friðrik Stefánsson D-lista mætti í forföllum Sigurjóns Jóhannessonar.

Formaður bar upp ósk um að fá að taka fyrir 14. lið Verklagsreglur vegna stöðuleyfis gáma og 15. lið Hafnarstræti, göngugata - verklagsreglur um lokun og var það samþykkt.
Jafnframt lagði formaður til að 12. liður Samgöngustefna yrði tekin út af dagskrá og var það samþykkt.

1.Hvannavallareitur - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030191Vakta málsnúmer

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram skipulagslýsingu vegna vinnslu deiliskipulags af svæði sem afmarkast af Glerárgötu, Tryggvabraut og Hvannavöllum. Lýsingin er dagsett 21. ágúst 2015 og er unnin af Árna Ólafssyni frá Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Edward Hákon Huijbens V-lista vill vekja athygli á sögu staðarins sérstaklega tengda hernámi Akureyrar og fiskverkun Kaupfélags verkamanna. Minjar þessa má sjá í bröggum á reitnum og er mikilvægt að hönnun og útfærsla nýbygginga hafi að geyma með einhverjum hætti skírskotun til þessarar sögu, svo ekki verði mistökin við byggingu Glerártorgs endurtekin.

2.Innbærinn - Duggufjara 2, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015080059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2015 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson f.h. Leifs Kristjáns Þormóðssonar og Maríu Aðalsteinsdóttur óskar eftir breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við hús þeirra í Duggufjöru 2. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 8. júlí 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 14. ágúst 2015 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Strandgata 11b, Glerárgata 3b og Glerárgata 7 - umsókn um breytingu á lóðamörkum

Málsnúmer 2015080090Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. ágúst 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Hagsmíði ehf., kt. 581295-2359, sækir um breytingu á lóðamörkum Strandgötu 11b, Glerárgötu 3b og Glerárgötu 7 ásamt kvöð á lóð Strandgötu 11b.

1. Sótt er um breytingu á mörkum lóða Glerárgötu 3b og Strandgötu 11b um 4m inn á lóð Strandgötu 11b.

2. Sótt er um að kvöð verði sett á lóðina Strandgötu 11b um gönguleið að lóð Glerárgötu 3b að vestan.

3. Sótt er um breikkun á lóð Glerárgötu 3b til austurs.

4. Sótt er um lóðarstækkun við lóð Glerárgötu 3b sem svarar eldri lóðarmörkum Glerárgötu 3.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við liði 1 og 2 en getur ekki fallist á aðrar umbeðnar breytingar þar sem nefndin telur nauðsynlegt að rýra ekki uppbyggingarmöguleika á lóð Glerárgötu 7 sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi.

4.Menntaskólinn á Akureyri og aðliggjandi íbúðasvæði - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030149Vakta málsnúmer

Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram til kynningar tillögu að deiliskipulagi Menntaskólans á Akureyri og aðliggjandi íbúðasvæða.

Tillagan er unnin af Ómari og Ingvari Ívarssonum frá Landslagi ehf. sem komu á fundinn og kynntu tillöguna.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari og Ingvari fyrir kynninguna.

5.Langamýri, dreifistöð rafmagns - umsókn um lóð

Málsnúmer 2014110135Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. nóvember 2014 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um lóð við Löngumýri undir dreifistöð rafmagns.

Meðfylgjandi er tillaga frá Opus ehf. sem sýnir æskilega staðsetningu og útlit dreifistöðvarinnar.

Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Strandgata 53 og Laufásgata 1 - aðkoma og umferðarréttur að porti

Málsnúmer 2015080031Vakta málsnúmer

Erindi dagstt 27. júlí 2015 þar sem Ólafur Rúnar Ólafsson f.h. Arctic ehf., kt. 520115-2180, fer fram á að aðkoma og umferðarréttur að porti við hús nr. 53 við Strandgötu verði ekki takmarkaður í deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd vísar erindinu í vinnslu við endurskoðun deiliskipulags svæðisins þegar hún hefst.

7.Aðalstræti 12b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030262Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. ágúst 2015 þar sem Hjörleifur Hallgríms f.h. H. Hallgríms, kt. 710114-0990, sækir um að fá að gera fjórar íbúðir í væntanlegri nýbyggingu að Aðalstræti 12b í stað tveggja íbúða, breyta kröfu um fjölda bílastæða og leggur fram hugmynd um að gera Aðalstræti að einstefnugötu frá Lækjargötu að syðri gatnamótum við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Loga Má Einarsson með hugmynd að húsi með 4 íbúðum.
Við síðustu umfjöllun skipulagsnefndar þann 29. apríl s.l. um þetta mál heimilað hún umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin yrði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem þýðir að tillagan verður grenndarkynnt.

Stendur sú bókun ennþá.


8.Austurbrú 6-8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015060165Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júní 2015 þar sem Guðmundur Sigþórsson f.h. Verkbæjar hf., kt. 540206-0820, sækir um lóð nr. 6-8 við Austurbrú. Til vara sækir hann um lóðina Austurbrú 10-12.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem umbeðin yfirlýsing um greiðslugetu hefur ekki borist.

9.Austurbrú 10-12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015080050Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. ágúst 2015 þar sem Björn Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um lóð nr. 10-12 við Austurbrú. Meðfylgjandi er yfirlýsing banka. Fyrirhugað er að óska eftir breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd óskar eftir að umsækjandi geri grein fyrir í hverju nefndar breytingar á deiliskipulagi yrðu fólgnar og áætluðum framkvæmdahraða við uppbyggingu á lóðinni. Lóðin verður tekin úr auglýsingu.

10.Austurbrú 6-8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015080049Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. ágúst 2015 þar sem Björn Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um lóð nr. 6-8 við Austurbrú. Meðfylgjandi er yfirlýsing banka. Fyrirhugað er að óska eftir breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd óskar eftir að umsækjandi geri grein fyrir í hverju nefndar breytingar á deiliskipulagi yrðu fólgnar og áætluðum framkvæmdahraða við uppbyggingu á lóðinni. Lóðin verður tekin úr auglýsingu.

11.Austurbrú 2-4 - umsókn um lóðir

Málsnúmer 2015080048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. ágúst 2015 þar sem Björn Guðmundsson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um lóð nr. 2-4 við Austurbrú. Meðfylgjandi er yfirlýsing banka. Fyrirhugað er að óska eftir breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd óskar eftir að umsækjandi geri grein fyrir í hverju nefndar breytingar á deiliskipulagi yrðu fólgnar og áætluðum framkvæmdahraða við uppbyggingu á lóðinni. Lóðin verður tekin úr auglýsingu.

12.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 14. ágúst 2015. Lögð var fram fundargerð 552. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.

13.Verklagsreglur vegna stöðuleyfis gáma

Málsnúmer 2015080104Vakta málsnúmer

Umræða um stöðuleyfi fyrir gáma á Akureyri.
Skipulagsnefnd samþykkir að gerðar verði verklagsreglur fyrir veitingu stöðuleyfa fyrir gáma á lóðum og felur Edward Hákon Huijbens og Jóni Þorvaldi Heiðarssyni ásamt skipulagsstjóra að gera tillögu að verklagsreglunum og leggja fyrir nefndina.

14.Hafnarstræti, göngugata - verklagsreglur um lokun

Málsnúmer 2015070016Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar leggur fram fyrirspurn um af hverju framkvæmdadeild hefur ekki lokað Hafnarstræti, göngugötunni, tvær síðustu helgar í samræmi við samþykkt nefndarinnar um lokun hennar. Helgi Már frá framkvæmdadeild mætti á fundinn til svara.

Skipulagsnefnd þakkar Helga Má fyrir komuna.

Fundi slitið - kl. 10:45.