Málsnúmer 2016030004Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 2. mars 2016 þar sem Magni R. Magnússon sendir inn fyrirspurn vegna breytinga að Naustum 2. Skipulagsnefnd synjaði erindinu 9. mars 2016.
Á fundi sínum þann 19. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 13. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. maí 2016.
Magni R. Magnússon mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Magni var ósáttur við að fá synjun, án rökstuðnings, á því að fá að breyta gömlu
húsi á lóð sinni í íbúðarhús. Hann spyr hvað sé í veginum fyrir því enda lóðin umlukin íbúðahverfi.
Þá fannst honum skrítið að lóð hans sé skilgreind sem stofnanalóð og spurði hvort landnotkun ætti ekki að vera blönduð, stofnanir, þjónusta og íbúðir.