Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 83. fundur - 16.03.2011

Umræður um kynjaða fjárhagsáætlanagerð og möguleika þess að Akureyrarbær taki upp slíkt vinnulag. Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri kynnti hugmyndafræðina.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Jóni Braga fyrir kynninguna og hvetur bæjarstjórn til að hafa þetta í huga við áætlanagerð í framtíðinni.

Guðlaug Kristinsdóttir B-lista mætti til fundar kl. 17:03.

Bæjarráð - 3270. fundur - 14.04.2011

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sagði frá námskeiði sem hann sótti um kynjaða fjárhagsáætlanagerð.
Einnig lögð fram eftirfarandi tillaga Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 15. mars sl. að vísa til bæjarráðs:
Í tilefni af umræðu um þriggja ára fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar leggur bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til að fylgt verði markaðri stefnu ríkisins og horft til áhrifa ráðstöfunar fjármuna á konur og karla og tekin upp vinnubrögð kynjaðrar fjárlagagerðar. Kynjuð fjárhagsáætlanagerð sem þessi kallar á breytingar í hugsun og ekki síður í verki en slíkar breytingar eru nauðsynlegar til að auka jafnrétti kynjanna, en tilgangurinn er að tryggja að allir bæjarbúar sitji við sama borð óháð kyni eins og lög gera ráð fyrir. Kynjuð fjárlagagerð horfir á fjárhagsáætlanaferlið út frá áhrifum á kynin. Þannig er tekju- og gjaldahlið fjárhagsáætlunar endurskipulögð til að tryggja að ráðstöfun fjármuna hafi jöfn áhrif á konur og karla. Á tímum niðurskurðar líkt og blasa við okkur nú er mjög mikilvægt að greina áhrif hagræðingaraðgerða á karla og konur og ekki er síður mikilvægt að auka gagnsæi í fjármálum sveitarfélagsins og gera enn betur sýnilegt hvernig opinberu fé er varið, en kynjuð fjárhagsáætlanagerð stuðlar einmitt að þeim markmiðum.

Bæjarráð þakkar Jóni Braga kynninguna.

Bæjarráð telur bæði sjálfsagt og eðlilegt að hugmyndafræði kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar sé höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar og að samfélags- og mannréttindaráð taki málið upp og skoði hvort og hvernig þessi aðferðarfræði getur gagnast bæjarfélaginu.

Bæjarráð vill ennfremur leggja áherslu á að fyrirkomulag við fjárhagsáætlanagerð, ásamt jafnréttisáætlun bæjarins, sem og fjölmargar vinnureglur, samþykktir og lög sem unnið er eftir séu vel til þess fallin að tryggja jafnan rétt íbúa sveitarfélagsins, óháð kyni, efnahag, kynþætti eða þjóðerni.

Samfélags- og mannréttindaráð - 87. fundur - 18.05.2011

1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 14. apríl 2011:
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sagði frá námskeiði sem hann sótti um kynjaða fjárhagsáætlanagerð.
Einnig lögð fram eftirfarandi tillaga Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 15. mars sl. að vísa til bæjarráðs:
Í tilefni af umræðu um þriggja ára fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar leggur bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs til að fylgt verði markaðri stefnu ríkisins og horft til áhrifa ráðstöfunar fjármuna á konur og karla og tekin upp vinnubrögð kynjaðrar fjárlagagerðar. Kynjuð fjárhagsáætlanagerð sem þessi kallar á breytingar í hugsun og ekki síður í verki en slíkar breytingar eru nauðsynlegar til að auka jafnrétti kynjanna, en tilgangurinn er að tryggja að allir bæjarbúar sitji við sama borð óháð kyni eins og lög gera ráð fyrir. Kynjuð fjárlagagerð horfir á fjárhagsáætlanaferlið út frá áhrifum á kynin. Þannig er tekju- og gjaldahlið fjárhagsáætlunar endurskipulögð til að tryggja að ráðstöfun fjármuna hafi jöfn áhrif á konur og karla. Á tímum niðurskurðar líkt og blasa við okkur nú er mjög mikilvægt að greina áhrif hagræðingaraðgerða á karla og konur og ekki er síður mikilvægt að auka gagnsæi í fjármálum sveitarfélagsins og gera enn betur sýnilegt hvernig opinberu fé er varið, en kynjuð fjárhagsáætlanagerð stuðlar einmitt að þeim markmiðum.
Bæjarráð þakkar Jóni Braga kynninguna.
Bæjarráð telur bæði sjálfsagt og eðlilegt að hugmyndafræði kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar sé höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar og að samfélags- og mannréttindaráð taki málið upp og skoði hvort og hvernig þessi aðferðarfræði getur gagnast bæjarfélaginu.
Bæjarráð vill ennfremur leggja áherslu á að fyrirkomulag við fjárhagsáætlanagerð, ásamt jafnréttisáætlun bæjarins, sem og fjölmargar vinnureglur, samþykktir og lög sem unnið er eftir séu vel til þess fallin að tryggja jafnan rétt íbúa sveitarfélagsins, óháð kyni, efnahag, kynþætti eða þjóðerni.

Samfélags- og mannréttindaráð mun í endurskoðaðri jafnréttisstefnu kveða á um vinnu í anda kynjaðrar fjárhagsáætlanagerðar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 115. fundur - 17.10.2012

Samkvæmt Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar skulu allar nefndir á vegum bæjarins vinna tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhagsáætlanagerð. Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð felur framkvæmdastjóra og forstöðumanni tómstundamála að gera tillögu að tilraunaverkefni.

Samfélags- og mannréttindaráð - 116. fundur - 07.11.2012

Lögð fram tillaga að tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhagsáætlanagerð sem snýst um úttekt á handverksmiðstöðinni Punktinum.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir framlagða tillögu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 122. fundur - 06.03.2013

Samkvæmt Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar skulu allar nefndir á vegum bæjarins vinna tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhagsáætlanagerð. Greint var frá stöðu þeirra verkefna sem farin eru í gang.

Íþróttaráð - 128. fundur - 21.03.2013

Samkvæmt Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar skulu allar nefndir á vegum bæjarins vinna tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhagsáætlanagerð. Ræddar voru hugmyndir að verkefni íþróttaráðs.

Íþróttaráð samþykkir að tilraunaverkefni ráðsins verði kynjuð úttekt á notkun inneignar vegna niðurgreiðslu á íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi barna.

Umhverfisnefnd - 81. fundur - 16.04.2013

Kynning á gerð kynjaðar áætlunar. Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar sat fundinn undir þessu lið.

Umhverfisnefnd þakkar Katrínu Björgu greinargóða kynningu.

Umhverfisnefnd - 82. fundur - 14.05.2013

Rætt var um að skoða m.a. hlutfall milli kynja á innsendum tillögum vegna umhverfistillagna í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar.

Umhverfisnefnd - 83. fundur - 04.06.2013

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti niðurstöður skoðunar á hlutfalli kynja á innsendum tillögum vegna umhverfistillagna sem bárust frá íbúum.

Umhverfisnefnd þakkar kynninguna.

Íþróttaráð - 140. fundur - 17.10.2013

Samkvæmt Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar skulu allar nefndir á vegum bæjarins vinna tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhagsáætlanagerð.
Tilraunaverkefni íþróttaráðs lagt fram til kynningar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 135. fundur - 06.11.2013

Samkvæmt Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar skulu allar nefndir á vegum bæjarins vinna tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhagsáætlanagerð.
Tilraunaverkefni samfélags- og mannréttindaráðs um úttekt á handverksmiðstöðinni Punktinum var lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn - 3367. fundur - 03.02.2015

Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista óskaði eftir umræðu um kynjaða fjárhagsáætlunargerð.
Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Kynjuð fjárhagsáætlunargerð er metnaðarfullt verkefni sem kallar á breytingu í hugsun og verki með það að leiðarljósi að skapa sem mesta jafnræði á meðal bæjarbúa. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að við endurskoðun á Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar nú í vor verði lögð aukin áhersla á innleiðingu kynjasamþættingar og kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar í samræmi við þá vinnu sem þegar er hafin ásamt því að gerð verði nákvæm aðgerðaráætlun yfir það hvernig verkefnið skal unnið sem skuli kynnt fyrir bæjarráði. Aðgerðaráætlun verði tilbúin fyrir haustið 2015. Stefnt skal að því að innleiðing verði vel á veg komin við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

Samfélags- og mannréttindaráð - 161. fundur - 12.02.2015

Lögð var fram bókun, sem samþykkt var í bæjarstjórn 3. febrúar 2015 um kynjaða fjárhagsáætlanagerð og kynjasamþættingu.

Skólanefnd - 6. fundur - 16.03.2015

Stutt kynning á hugmyndafræði um kynjaða fjárhagsáætlanagerð.

Velferðarráð - 1206. fundur - 18.03.2015

Greint frá námskeiði um kynjaða fjárhagsáætlanagerð, en meðal tilmæla þar var að taka málið á dagskrá fagnefnda og að horft yrði á myndband frá samtökum sveitarfélaga í Svíþjóð (https://www.youtube.com/watch?v=xYikioYiilU&feature=youtu.be), samhliða því að greina frá umræðum/verkefnum sem unnið var að á námskeiðinu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 163. fundur - 19.03.2015

Formaður og framkvæmdastjóri sögðu frá námskeiði fyrir bæjarfulltrúa og embættismenn um kynjaða fjárhagsáætlanagerð. Í framhaldinu munu nefndir og deildir vinna verkefni í samræmi við hugmyndafræðina. Lagðar voru fram hugmyndir um verkefni samfélags- og mannréttindadeildar.
Samfélags- og mannréttindaráð ákveður að byrja á að safna saman og skoða þær tölulegu upplýsingar sem liggja fyrir um þátttöku í tómstundastarfi á vegum deildarinnar. Tekin verður ákvörðum um verkefni í framhaldi af því.

Skipulagsnefnd - 200. fundur - 25.03.2015

Greint frá námskeiði um kynjaða fjárhagsáætlanagerð, en meðal tilmæla þar var að taka málið á dagskrá fagnefnda og að horft yrði á myndband frá samtökum sveitarfélaga í Svíþjóð (https://www.youtube.com/watch?v=xYikioYiilU&feature=youtu.be), samhliða því að greina frá umræðum/verkefnum sem unnið var að á námskeiðinu.
Umræðu og kynningu frestað til næsta fundar.

Umhverfisnefnd - 103. fundur - 15.04.2015

Greint frá námskeiði um kynjaða fjárhagsáætlanagerð, en meðal tilmæla þar var að taka málið á dagskrá fagnefnda og að horft yrði á myndband frá samtökum sveitarfélaga í Svíþjóð (https://www.youtube.com/watch?v=xYikioYiilU&feature=youtu.be), samhliða því að greina frá umræðum/verkefnum sem unnið var að á námskeiðinu.
Horft var á myndbandið og rætt um hugsanleg verkefni. Ákvörðun um verkefni verður tekin á næsta fundi.

Skipulagsnefnd - 202. fundur - 29.04.2015

Greint frá námskeiði um kynjaða fjárhagsáætlanagerð, en meðal tilmæla þar var að taka málið á dagskrá fagnefnda og að horft yrði á myndband frá samtökum sveitarfélaga í Svíþjóð (https://www.youtube.com/watch?v=xYikioYiilU&feature=youtu.be), samhliða því að greina frá umræðum/verkefnum sem unnið var að á námskeiðinu.

Katrín Björg Ríkharðsdóttir kom á fundinn og kynnti málið.
Skipulagsnefnd þakkar Katrínu fyrir kynninguna.

Umhverfisnefnd - 104. fundur - 12.05.2015

Umræður og ákvörðun um verkefni sem umhverfisnefnd hyggst vinna að í sambandi við kynjaða fjárhagsáætlanagerð.
Katrín Björg Ríkharðsdóttir kom á fundinn og kynnti málið.
Umhverfisnefnd þakkar Katrínu Björgu fyrir kynninguna.

Framkvæmdaráð - 308. fundur - 22.05.2015

Formaður kynnti fræðslu um kynjasamþættingu og kynjaða fjárhagsáætlanagerð og hugmyndir að verkefni.
Framkvæmdaráð samþykkir hugmynd um að ráðist verði í greiningu á notkun strætisvagna Akureyrar.

Umhverfisnefnd - 108. fundur - 13.10.2015

Formaður kynnti fræðslu um kynjasamþættingu og kynjaða fjárhagsáætlanagerð og hugmyndir að verkefni.
Umhverfisnefnd samþykkir að fara í greiningu á kynjaskiptingu á notendum gámasvæðisins við Réttarhvamm.

Umhverfisnefnd - 109. fundur - 10.11.2015

Farið yfir niðurstöður greiningar á kynjaskiptingu notenda gámasvæðisins við Réttarhvamm.
Umhverfisnefnd óskar eftir að taldir verði sjö dagar á gámasvæðinu samfleytt og þá unnið úr niðurstöðunum.

Bæjarráð - 3494. fundur - 18.02.2016

Kynnt verklag og eyðublað vegna kynjaðrar fjárhagsáætlunar.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir gátlista vegna jafnréttismats og skyldar nefndir til að nota hann við ákvörðunartöku.

Umhverfisnefnd - 112. fundur - 23.02.2016

Farið yfir stöðu málsins og framhald verkefnis umhverfisnefndar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 180. fundur - 24.02.2016

Lögð fram bókun bæjarráðs frá 18. febrúar sl. um verklag og eyðublað vegna kynjaðar fjárhagsáætlunar. Bæjarráð staðfesti gátlista vegna jafnréttismats og skyldaði nefndir til að nota hann við ákvarðanatöku.

Gátlistinn er í samræmi við ákvæði í Jafnréttisstefnu bæjarins.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti á fundinn og kynnti gátlistann.
Samfélags- og mannréttindaráð lýsir yfir ánægju með gátlistann og þakkar Katrínu fyrir kynninguna.

Velferðarráð - 1225. fundur - 02.03.2016

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti á fundinn til þess að kynna gátlista vegna jafnréttismats.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

Umhverfisnefnd - 113. fundur - 08.03.2016

Katrín Björg Ríkharðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti á fundinn og kynnti gátlista sem tengjast verkefninu.
Umhverfisnefnd þakkar Katrínu Björgu kynninguna.

Skipulagsnefnd - 224. fundur - 09.03.2016

Katrín Björg Ríkharðsdóttir kom á fundinn og kynnti kynjaða fjárhagsáætlanagerð.
Skipulagsnefnd þakkar Katrínu fyrir kynninguna.

Atvinnumálanefnd - 19. fundur - 16.03.2016

Katrín Björg Ríkharðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti til fundar við nefndina undir þessum lið og kynnti gátlista sem tengjast verkefninu.
Atvinnumálanefnd þakkar Katrínu Björgu fyrir góða kynningu.

Skólanefnd - 5. fundur - 21.03.2016

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra kynnti gátlista um kynjaða fjárhagsáætlunargerð.

Skólanefnd þakkar kynninguna.

Íþróttaráð - 189. fundur - 07.04.2016

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti til fundar við ráðið undir þessum lið og kynnti gátlista sem tengjast verkefninu.
Íþróttaráð þakkar kynninguna.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 277. fundur - 08.04.2016

Kynnt verklag og eyðublað vegna kynjaðrar fjárhagsáætlunar.

Katrín Björg Ríkharðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur sátu fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu - 208. fundur - 14.04.2016

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti til fundar við ráðið undir þessum lið og kynnti gátlista sem tengjast verkefninu.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Katrínu fyrir komuna á fundinn og greinargóða kynningu.