Umhverfisnefnd

83. fundur 04. júní 2013 kl. 16:15 - 17:10 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Páll Steindór Steindórsson
  • Jón Ingi Cæsarsson
  • Kristinn Frímann Árnason
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Miðhúsabraut - Súluvegur - breyting á aðal- og deiliskipulagi - áfyllingarstöð fyrir metan

Málsnúmer 2013020063Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju beiðni skipulagsdeildar dags. 7. maí 2013 um umsögn nefndarinnar á breytingu aðal- og deiliskipulags ásamt áfyllingarstöð fyrir metan.

Fulltrúar L-listans þau Hulda Stefánsdóttir og Páll Steindórsson gera ekki athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og deiliskipulag fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut og Súluveg. Fulltrúar L-listans leggja hins vegar til að kvaðir verði settar inn í skipulagslýsinguna þess efnis að þarna verði einungis um umhverfisvæna starfsemi að ræða.

Jón Ingi Cæsarsson S-lista og Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista eru á móti breytingu á aðalskipulagi Akureyrar og deiliskipulagi fyrir athafna-, verslunar- og þjónustusvæði við Miðhúsabraut-Súluveg.

Kristinn Frímann Árnason D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Jón Ingi Cæsarsson S-lista og Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista óska bókað:

Mjög stutt er í íbúðabyggð við Furulund og íbúar sem ákváðu að festa sér þar fasteignir höfðu þær upplýsingar einar að þarna ætti bráðabirgðariðnaðarstarfssemi að hverfa í fyllingu tímans.

Stutt er í einn stærsta leikskóla bæjarins.

Deiliskipulagssvæðið nær inn á helgunarsvæði Glerár og teygir sig langt inn á verndarsvæði árinnar.

Íbúar á Akureyri hafa árum saman talið iðnaðarstarfssemina við Glerána á þessum stað væri barn síns tíma og hyrfi í fyllingu tímans. Þess vegna hefur svæðið verið óskipulagt og stefna bæjaryfirvalda sú að þessi starfsemi hyrfi af svæðinu. Þess vegna hafa starfsleyfi fyrirtækja þarna verið tímabundin og landið ekki skilgreint í aðal og deiliskipulagi.

Að kúvenda með því að festa þarna iðnaðarsvæði í aðal- og deiliskipulagi er því algjört stílbrot og ekki hægt að bjóða þeim sem reist hafa íbúðir sínar þarna í grenndinni upp á slíkt auk þess sem börn á einum stærsta leikskóla bæjarins eiga ekki að þurfa að hafa slíka starfsemi rétt við lóðarmörkin.

Að festa iðnaðarstarfsemi í sessi á verndarvæði Glerár er einnig óviðunandi.

Ekki er gerð athugsemd við þann hluta sem snýr að afgreiðslu fyrir metan sem er vel utan þess svæðis sem áður greinir.

2.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti niðurstöður skoðunar á hlutfalli kynja á innsendum tillögum vegna umhverfistillagna sem bárust frá íbúum.

Umhverfisnefnd þakkar kynninguna.

3.Dýragrafreitur í landi Akureyrar

Málsnúmer 2013040214Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 15. maí 2013 frá skipulagsnefnd þar sem óskað er eftir áliti nefndarinnar á mögulegri staðsetningu grafreits.

Umhverfisnefnd vísar erindi skipulagsnefndar til framkvæmdaráðs sem hefur með dýrahald í Akureyrarkaupstað að gera.

Fundi slitið - kl. 17:10.