Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

277. fundur 08. apríl 2016 kl. 08:15 - 10:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri
  • Steindór Ívar Ívarsson verkefnastjóri viðhalds
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Kynnt verklag og eyðublað vegna kynjaðrar fjárhagsáætlunar.

Katrín Björg Ríkharðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur sátu fundinn undir þessum lið.

2.Stöðuskýrslur FA 2016

Málsnúmer 2016040037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 1 fyrir stjórn FA dagsett 6. apríl 2016.

3.Fjárhagsáætlun 2016 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015090007Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að hagræðingum í fjárfestingaráætlun Akureyrarbæjar 2016-2019.

4.Sigurhæðir - styrkur til viðhalds frá Minjastofnun Íslands

Málsnúmer 2016040034Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Minjastofnun Íslands dagsett 29. mars 2016 vegna styrkúthlutunar til viðhalds á Sigurhæðum að upphæð kr. 2.000.000.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar lýsir ánægju með styrkúthlutun Minjastofnunar Íslands.

5.Búnaðarkaup fyrir skóla og leikskóla - óskir skóladeildar um aðkomu Fasteigna Akureyrarbæjar að endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2016040038Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 17. mars 2016 frá skólanefnd þar sem óskað er eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa í skólum og leikskólum á árinu.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir búnaðarkaupin samkvæmt framlögðum gögnum að upphæð kr. 21.100.000.

6.Skautahöllin - nýtt svell

Málsnúmer 2015020134Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 1 fyrir framkvæmdina dagsett 6. apríl 2016.

7.Nökkvi siglingaklúbbur - framkvæmdir vegna uppbyggingarsamnings

Málsnúmer 2015030205Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá formanni Nökkva dagsett 4. apríl 2016 þar sem óskað er skýringa vegna ákvörðunar um að nota ekki lausar kennslustofur sem bráðabirgðahúsnæði inn á félagssvæði Nökkva.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að svara erindinu og óskar jafnframt eftir því við íþróttaráð að teknar verði upp viðræður við siglingaklúbbinn Nökkva um uppbyggingarsamninginn.
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista vék af fundi kl. 10:40.

8.Hlíð - lyklakerfi

Málsnúmer 2016030120Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir að nýju 1. dagskrárliður 276. fundar stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar 18. mars 2016:

Lögð fram beiðni frá velferðarráði dagsett 15. mars 2016 um fjárveitingu af stofnbúnaðarkaupum 2016 til að koma upp rafrænu aðgangsstýrikerfi á lyfjaherbergjum, útihurðum, að stimpilklukkum og öðrum rýmum sem þarf að aðgangsstýra.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir búnaðarkaupin að upphæð kr. 8.900.000.

9.Sundlaug Akureyrar - endurnýjun rennibrauta og sundlaugarsvæðis

Málsnúmer 2014020207Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 6. apríl 2016 um áætlaðan kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir við sundlaugarsvæðið og framkvæmdaáætlun fyrir verkið.

10.Árholt - utanhússmálun 2016

Málsnúmer 2016040041Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð í utanhússmálun og múrviðgerðir á Árholti. Alls bárust fjögur tilboð í verkið:

Málarameistarinn þinn 1.640.500 kr. - 69,8%

Betra mál 2.201.880 kr. - 93,7%

GÞ málverk 2.216.500 kr. - 94,3%

Björn málari 2.270.000 kr. - 96,6%
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda, Málarameistarann þinn ehf.

11.Íþróttahús Laugargötu - utanhússmálun 2016

Málsnúmer 2016040042Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð í utanhússmálun og múrviðgerðir á íþróttahúsinu við Laugargötu. Alls bárust fjögur tilboð í verkið:

Málarameistarinn þinn 5.762.990 kr. - 96,3%

GÞ málverk 6.121.200 kr. - 102,3%

Betra mál 6.922.752 kr. - 132,4%

Björn málari 8.905.400 kr. - 138,3%
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda, Málarameistarann þinn ehf.

12.Hlíðarfjall - utanhússmálun á vélageymslu og Strýtu 2016

Málsnúmer 2016040043Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð í utanhússmálun og múrviðgerðir á vélageymslu í Hlíðarfjalli. Alls bárust þrjú tilboð í verkið:

GÞ málverk 2.397.000 kr. - 95%

Málarameistarinn þinn 3.024.288 kr. - 119,8%

Björn málari 3.497.000 kr. - 138,5%
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda, GÞ málverk ehf.

13.Verkfundargerðir FA 2016

Málsnúmer 2016010153Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:

Boginn gervigras: 3. fundur verkefnisliðs dagsettur 10. mars 2016.

Listasafn endurbætur: 11. og 12. fundur verkefnisliðs dagsettir 29. febrúar og 16. mars 2016.

Naustaskóli íþróttahús: 15. og 16. verkfundur dagsettir 7. og 18. mars 2016.

Skautahöll verkefnislið: 14. fundur dagsettur 16. mars 2016.

Skautahöll verkfundir Finnur ehf: 1.- 5. verkfundur dagsettir 24. febrúar, 2., 9., 16. og 30. mars 2016.

Fundi slitið - kl. 10:55.