Íþróttaráð

189. fundur 07. apríl 2016 kl. 14:00 - 15:26 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti til fundar við ráðið undir þessum lið og kynnti gátlista sem tengjast verkefninu.
Íþróttaráð þakkar kynninguna.

2.Ferðamálastefna

Málsnúmer 2014110220Vakta málsnúmer

Lögð voru fram og kynnt drög að nýrri ferðamálastefnu Akureyrarbæjar. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá nefndum bæjarins.

María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála mætti á fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð þakkar kynninguna.

3.Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um notkun á fjölnotahúsinu Boganum

Málsnúmer 2013040200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2016 frá Einari Gunnlaugssyni formanni BA þar sem félagið óskar eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu 17. júní nk.
Íþóttaráð samþykkir umsókn Bílaklúbbs Akureyrar um afnot af Boganum í tilefni bílasýningar 17. júní nk.

Bílaklúbbur Akureyrar skal fylgja eftir verklýsingu og hafa fullt samráð við umsjónarmann Bogans.

Vegna endurnýjunar á gervigrasi í Boganum vill íþróttaráð koma á framfæri við Bílaklúbb Akureyrar að mögulega þarf að leita nýrra leiða varðandi aðstöðu fyrir bílasýninguna frá og með næsta ári.

4.Ungt fólk og lýðræði 2016

Málsnúmer 2016010191Vakta málsnúmer

Ályktun ungmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, sem haldin var á Selfossi dagana 16.- 18. mars 2016 lögð fram til kynningar.
Íþróttaráð tekur undir ályktun ungmennaráðstefnu UMFÍ.

Fundi slitið - kl. 15:26.