Samfélags- og mannréttindaráð

161. fundur 12. febrúar 2015 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Skátafélagið Klakkur - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010268Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður samfélags- og mannréttingaráðs sögðu frá gerð og stöðu mála varðandi uppbyggingarsamning við skátafélagið Klakk og uppbyggingu í Þórunnarstræti 99.

2.100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015

Málsnúmer 2014120039Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar sagði frá stöðu mála varðandi undirbúning viðburða í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna.

3.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Lögð var fram bókun, sem samþykkt var í bæjarstjórn 3. febrúar 2015 um kynjaða fjárhagsáætlanagerð og kynjasamþættingu.

4.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

Lögð fram jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015 og rætt um endurskoðun hennar.

5.Ungmennaráð - stofnun og aðdragandi

Málsnúmer 2007080057Vakta málsnúmer

Samþykkt fyrir ungmennaráð frá 2010 var lögð fram til kynningar.

6.Ungmennaráð - starfsemi

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Linda Björk Pálsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi, Heiða Hlín Björnsdóttir og Rúbína Singh fulltrúar úr ungmannaráði mættu á fundinn til að kynna og ræða starf ráðsins og stöðu þess.
Samfélags- og mannréttindaráð þakkar fyrir frábæra kynningu og umræðu.
Samfélags- og mannréttindaráð óskar eftir tillögum ungmennaráðs um endurskoðun og breytingar á samþykkt um ungmennaráð.
Samfélags- og mannréttindaráð minnir á eftirfarandi ákvæði í samþykkt um ungmennaráð: "Nefndir og ráð bæjarins skulu senda ungmennaráði til umsagnar öll málefni sem snerta ungt fólk sérstaklega."
Samfélags- og mannréttindaráð bendir líka á ákvæði í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi þennan rétt.

7.Ungt fólk og lýðræði 2015

Málsnúmer 2015020035Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram upplýsingar ásamt drögum að dagskrá vegna ungmennaráðstefnu UMFÍ Ungt fólk og lýðræði sem fer fram í Stykkishólmi dagana 25.- 27. mars nk. Ungmennaráðum sveitarfélaganna er boðin þátttaka í ráðstefnunni.
Stefnt er að þátttöku fulltrúa úr ungmennaráði í ráðstefnunni.

Fundi slitið - kl. 16:00.