Velferðarráð

1225. fundur 02. mars 2016 kl. 14:00 - 16:40 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Róbert Freyr Jónsson varaformaður
  • Guðlaug Kristinsdóttir
  • Valdís Anna Jónsdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri
  • Bryndís Dagbjartsdóttir fundarritari
Dagskrá
Halldóra Kristín Hauksdóttir B-lista boðaði forföll og Guðlaug Kristinsdóttir mætti í hennar stað.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista boðaði forföll og Valdís Anna Jónsdóttir mætti í hennar stað.

Guðlaug Kristinsdóttir B-lista mætti kl. 14:10.

1.Reglur um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar 2013 og 2016

Málsnúmer 2013040041Vakta málsnúmer

Drög að endurskoðuðum reglum um leiguíbúðir Akureyrarbæjar og sérstakar húsaleigubætur lagðar fram.
Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.

2.Velferðarráð - gjaldskrá fyrir félagslegt leiguhúsnæði

Málsnúmer 2016020129Vakta málsnúmer

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi lögðu fram tillögu að gjaldskrá fyrir félagslegt leiguhúsnæði.
Velferðarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

3.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mætti á fundinn til þess að kynna gátlista vegna jafnréttismats.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga - félagsþjónustunefnd

Málsnúmer 2012020043Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar 28. og 29. fundargerð félagsþjónustunefndar Sambandsins dagsettar 7. desember 2015 og 11. febrúar 2016.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

5.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2016

Málsnúmer 2016020160Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar rekstrarniðurstaða fyrir janúarmánuð 2016.

6.Stefna um nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu

Málsnúmer 2015100006Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur velferðarráðuneytis og Akureyrarbæjar fyrir hönd velferðarsviðs Reykjavíkur, búsetudeildar Akureyrarbæjar og Öldrunarheimila Akureyrarbæjar sem voru sameiginlega umsækjendur um verkefnastyrkinn.

Styrkupphæð er kr. 3 milljónir og verður ráðstafað í samstarfi aðila, til hluta af þeim verkefnum sem áformuð voru.
Staða verkefnisins kynnt, framvinduskýrsla er væntanleg síðar á þessu ári.

7.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - dagþjónusta

Málsnúmer 2015070050Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar Halldórs Guðmundssonar og þjónustustjóra ÖA Friðnýjar Sigurðardóttur um endurskoðun á reglum frá 2012 um dagþjálfun (áður dagþjónusta).
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

8.ÖA - gæðamatskvarðar - RAI

Málsnúmer 2016020245Vakta málsnúmer

Á fundinn mætti hjúkrunarforstjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar Helga Erlingsdóttir til að kynna samantekt á gæðavísum skv. RAI mati ÖA fyrir árið 2015 og fyrri ára, í samanburði við landsmeðaltal.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Valdís Anna Jónsdóttir S-lista vék af fundi kl 16:20.

9.Breytt notkun á tveimur raðhúsaíbúðum

Málsnúmer 2016020246Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar Halldór Guðmundsson kynnti minnisblað dags. 29. febrúar 2016 og tillögu sína um breytta nýtingu á tveimur raðhúsaíbúðum við ÖA. Jafnframt greindi hann frá samskiptum við fulltrúa Oddfellowreglunnar á Akureyri varðandi áhuga þeirra um að bæta aðstæður sjúklinga og aðstandenda þeirra. Eftir umræður og samráð við fleiri aðila liggur fyrir ósk frá Oddfellowreglunni um að leggja fram vinnu við endurbætur á tveimur raðhúsaíbúðum sem verði síðan nýttar sem sjúkraíbúðir.

Velferðarráð heimilar breytta nýtingu á tveimur raðhúsaíbúðum og felur framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar að vinna að samningum varðandi rekstrarfyrirkomulag sem tryggi að rekstur þeirra hafi ekki í för með sér rekstrarkostnað fyrir ÖA.

10.Hlíð - viðhald 2016

Málsnúmer 2016020230Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar Halldór Guðmundsson reifaði nokkur af viðhaldsverkefnum sem fyrir liggja sbr. fundargerð viðhaldsfundar frá 24. febrúar sl. en aðkallandi viðhaldsverkefni sem þegar er byrjað á munu væntanlega fullnýta fjárveitingar til viðhalds.

Í undirbúningi er að vinna sérstaka samantekt vegna mats á viðhaldsþörf á Víði- og Furuhlíð þar sem ljóst er að ekki eru fjárveitingar til að fara í endurbætur eins og áformað var. Um er að ræða viðhald á gólfefnum, baðherbergjum, hurðum og hurðaropum, innréttingum o.fl.
Málið kynnt og verður lagt fyrir að nýju.

11.Framkvæmdastjóri búsetudeildar - uppsögn

Málsnúmer 2016030002Vakta málsnúmer

Lögð fram uppsögn Soffíu Lárusdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar Akureyrarbæjar með gildistöku 1. mars 2016.
Velferðarráð þakkar Soffíu Lárusdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar fyrir vel unnin störf og gott samstarf á undanförnum árum og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Jafnframt veitir velferðarráð bæjarstjóra og formanni velferðarráðs umboð til að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar og ganga frá tillögum um ráðningu til velferðarráðs.

Fundi slitið - kl. 16:40.