Málsnúmer 2016020230Vakta málsnúmer
Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar Halldór Guðmundsson reifaði nokkur af viðhaldsverkefnum sem fyrir liggja sbr. fundargerð viðhaldsfundar frá 24. febrúar sl. en aðkallandi viðhaldsverkefni sem þegar er byrjað á munu væntanlega fullnýta fjárveitingar til viðhalds.
Í undirbúningi er að vinna sérstaka samantekt vegna mats á viðhaldsþörf á Víði- og Furuhlíð þar sem ljóst er að ekki eru fjárveitingar til að fara í endurbætur eins og áformað var. Um er að ræða viðhald á gólfefnum, baðherbergjum, hurðum og hurðaropum, innréttingum o.fl.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista boðaði forföll og Valdís Anna Jónsdóttir mætti í hennar stað.
Guðlaug Kristinsdóttir B-lista mætti kl. 14:10.