Bæjarráð

3886. fundur 27. mars 2025 kl. 08:15 - 10:22 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2022100210Vakta málsnúmer

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands mætti til fundar og fór yfir stöðuna á reglulegu millilandaflugi milli Akureyrar og Bretlands.

Þá sat Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Arnheiði Jóhannsdóttur fyrir komuna á fundinn.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2026-2029 - vinnuferli

Málsnúmer 2025030027Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 6. mars sl. og var sviðsstjóra fjársýslusviðs falið að vinna málið áfram.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

3.Fjármálastefna

Málsnúmer 2025031275Vakta málsnúmer

Heimir Örn Árnason formaður bæjarráðs lagði fram tillögu um stofnun vinnuhóps um gerð fjármálastefnu fyrir Akureyrabæ.

Verkefni hópsins verður að vinna fjármálastefnu Akureyrarbæjar til næstu ára. Þar verði lögð áhersla á skýra framtíðasýn um sjálfbærni í fjármálum bæjarins og trausta fjármálastjórn. Tryggður verður stöðugleiki í fjármálum bæjarins með kröfu um að útgjöldum til rekstrar og fjárfestinga verði hagað til langs tíma í takt við þróun megintekjustofna og framlegð í rekstri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa erindisbréf fyrir vinnuhóp vegna gerðar fjármálastefnu Akureyrarbæjar.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að skipa bæjarfulltrúana Heimi Örn Árnason, Höllu Björk Reynisdóttur og Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur í vinnuhópinn. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar verða starfsmenn vinnuhópsins.

4.Íþróttahöllin - aðstaða í kjallara Íþróttahallarinnar

Málsnúmer 2024120328Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. mars 2025:

Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni íþróttamála þar sem óskað var eftir fjármagni til að kosta framkvæmdir vegna endurnýjunar gólfefna, lýsingar og hljóðvistar í æfingaaðstöðu í kjallara Íþróttahallarinnar.

Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða beiðni og vísar henni áfram til bæjarráðs.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framkvæmdina og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka.

5.Minjasafnið á Akureyri - þjónustusamningur

Málsnúmer 2024040295Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þjónustusamningi Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri fyrir árin 2025-2027.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að þjónustusamningi Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri fyrir árin 2025-2027 og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

6.Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hofi - samstarfssamningur 2025-2027

Málsnúmer 2025031273Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar drög að samstarfssamningi Akureyrarbæjar, Hafnasamlags Norðurlands, Menningarfélags Akureyrar og verslunarinnar Kistu, um rekstur upplýsingamiðstöðvar. Aðilar samningsins hafa átt í farsælu samstarfi um upplýsingagjöf til ferðamanna á tímabilinu apríl til september síðustu ár og gerir samningurinn ráð fyrir að það fyrirkomulag verði viðhaft næstu þrjú ár.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlögð drög að samstarfssamningi Akureyrarbæjar, Hafnasamlags Norðurlands, Menningarfélags Akureyrar og verslunarinnar Kistu um starfsemi upplýsingamiðstöðvar í menningarhúsinu Hofi 2025-2027 og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.

7.Verðandi - listsjóður

Málsnúmer 2022020562Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar um Listsjóðinn Verðandi. Um er að ræða þriggja ára framlengingu á samstarfi sem staðið hefur frá árinu 2022. Helstu markmið sjóðsins eru að stuðla að fjölbreytileika í listviðburðum í Hofi og Samkomuhúsinu og að auðvelda ungu listafólki og þeim sem starfa utan stofnana að nýta sér þá aðstöðu sem húsin bjóða upp á.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagt samkomulag Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar um Listsjóðinn Verðandi og felur bæjarstjóra að undirrita það.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista greiðir atkvæði gegn framlögðu samkomulagi.

8.Starfslaun listamanna 2025

Málsnúmer 2025020565Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga faghóps um starfslaun listamanna um hver verður bæjarlistamaður Akureyrar 2025. Tilkynnt verður um niðurstöðuna á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta 2025.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2025.

9.Viðurkenning Húsverndarsjóðs 2025

Málsnúmer 2025031214Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga faghóps um viðurkenningu fyrir húsvernd á árinu 2025. Tilkynnt verður um niðurstöðuna á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta 2025.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um viðurkenningu fyrir húsvernd á árinu 2025.

10.Bann við netaveiði göngusilungs í sjó í Eyjafirði

Málsnúmer 2025031093Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 13. mars 2025 frá Fiskistofu til eigenda sjávarjarða við Eyjafjörð varðandi netaveiði göngusilungs í sjó í Eyjafirði. Hafrannsóknarstofnun leggur til að netaveiði göngusilungs í sjó í Eyjafirði verði bönnuð í 5 ár eða til loka árs 2029 frá Siglunesi að Gjögurtá.

Andmælum vegna þessara áforma má koma á framfæri fyrir 12. apríl nk. á netfangið fiskistofa@fiskistofa.is.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við áformin.

11.Norðurorka hf. - aðalfundur 2025

Málsnúmer 2025030937Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2025 frá stjórn Norðurorku hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 9. apríl kl. 14:00 í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri.

12.Stapi lífeyrissjóður - fundir 2025

Málsnúmer 2025031094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2025 frá Jóhanni Steinari Jóhannssyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til fulltrúaráðsfundar sjóðsins þriðjudaginn 15. apríl nk. Fundurinn verður rafrænn.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs að mæta á fundinn f.h. Akureyrarbæjar.

13.Tillaga til þingsályktunar um Borgarstefnu, 158. mál

Málsnúmer 2025030938Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 158. mál - Borgarstefna. Umsagnaraðilar geta sent umsögn í gegnum umsagnagátt Alþingis: umsagnir.althingi.is.

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 1. apríl nk.
Bæjarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu um Borgarstefnu og felur bæjarstjóra að skila inn umsögn vegna málsins.

14.Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um strandveiðar

Málsnúmer 2025031152Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga á reglugerð um strandveiðar sem matvælaráðuneytið kynnti til samráðs þann 13. mars síðastliðinn, mál nr. 58/2025 í samráðsgátt stjórnvalda. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, L-lista, Miðflokks, Vinstri grænna og óháður fulltrúi í bæjarráði Akureyrarbæjar standa að umsögninni.
Framlögð umsögn vegna fyrirhugaðra breytinga á reglugerð um strandveiðar hefur verið send inn í samráðsgátt stjórnvalda.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Breytingarnar á umræddri reglugerð miða að því að styðja við markmið stjórnvalda um að tryggja 48 daga strandveiðitímabil og stuðla að auknum fyrirsjáanleika í framkvæmd. Í því samhengi er mikilvægt að hafa í huga að gert er ráð fyrir að breytingarnar eigi sér stað innan 5,3% þess hluta heildaraflamarks sem ætlaður er til sérstakra úthlutana, án þess að það komi til skerðingar á almennri kvótaúthlutun. Þessi svokallaði 5,3% pottur er sérstakt aflahlutfall sem lögum samkvæmt er ætlað til úthlutunar utan hefðbundinna kvótakerfa, meðal annars til strandveiða, byggðakvóta, línuívilnunar og annarra aðgerða sem miða að því að styðja við byggðir og atvinnulíf í sjávarútvegi með sérstökum hætti. Í því samhengi er mikilvægt að benda á að byggðakvóti skiptir miklu máli fyrir byggðir á borð við Hrísey og Grímsey, þar sem hann hefur verið mikilvægur hluti atvinnulífsins og hefur haft bein áhrif á byggðafestu. Komi til þess að byggðakvóti í Hrísey og Grímsey verði skertur getur það því haft neikvæð áhrif á byggðaþróun í eyjunum.

15.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2025

Málsnúmer 2025021061Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 71. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem haldinn var mánudaginn 17. mars 2025.

16.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2025

Málsnúmer 2025020133Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 972. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 11. mars 2025.

Fundi slitið - kl. 10:22.