Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2026-2029 - vinnuferli

Málsnúmer 2025030027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3883. fundur - 06.03.2025

Lögð fram drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór af fundi kl. 9:30.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista fór af fundi kl. 9:52.

Bæjarráð - 3886. fundur - 27.03.2025

Lögð fram drög að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 6. mars sl. og var sviðsstjóra fjársýslusviðs falið að vinna málið áfram.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að vinnuferli og tímaáætlun vegna gerðar fjárhagsáætlunar.