Fjármálastefna

Málsnúmer 2025031275

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3886. fundur - 27.03.2025

Heimir Örn Árnason formaður bæjarráðs lagði fram tillögu um stofnun vinnuhóps um gerð fjármálastefnu fyrir Akureyrabæ.

Verkefni hópsins verður að vinna fjármálastefnu Akureyrarbæjar til næstu ára. Þar verði lögð áhersla á skýra framtíðasýn um sjálfbærni í fjármálum bæjarins og trausta fjármálastjórn. Tryggður verður stöðugleiki í fjármálum bæjarins með kröfu um að útgjöldum til rekstrar og fjárfestinga verði hagað til langs tíma í takt við þróun megintekjustofna og framlegð í rekstri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa erindisbréf fyrir vinnuhóp vegna gerðar fjármálastefnu Akureyrarbæjar.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að skipa bæjarfulltrúana Heimi Örn Árnason, Höllu Björk Reynisdóttur og Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur í vinnuhópinn. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar verða starfsmenn vinnuhópsins.