Tillaga til þingsályktunar um Borgarstefnu, 158. mál

Málsnúmer 2025030938

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3886. fundur - 27.03.2025

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 158. mál - Borgarstefna. Umsagnaraðilar geta sent umsögn í gegnum umsagnagátt Alþingis: umsagnir.althingi.is.

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 1. apríl nk.
Bæjarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu um Borgarstefnu og felur bæjarstjóra að skila inn umsögn vegna málsins.

Bæjarstjórn - 3561. fundur - 01.04.2025

Rætt um tillögu til þingsályktunar um Borgarstefnu sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum 27. mars 2025, fagnaði framkominni þingsályktunartillögu og fól bæjarstjóra að skila inn umsögn vegna málsins.


Málshefjandi er Halla Björk Reynisdóttir.


Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn fagnar framkominni þingsályktunartillögu um Borgarstefnu sem felur í sér að svæðisbundið hlutverk Akureyrarbæjar verði staðfest. Bæjarstjórn hvetur jafnframt til þess að unnin verði aðgerðaáætlun svo að innleiðing stefnunnar gangi eftir. Að öðru leyti leggur bæjarstjórn fram meðfylgjandi umsögn.