Bann við netaveiði göngusilungs í sjó í Eyjafirði

Málsnúmer 2025031093

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3886. fundur - 27.03.2025

Lagt fram erindi dagsett 13. mars 2025 frá Fiskistofu til eigenda sjávarjarða við Eyjafjörð varðandi netaveiði göngusilungs í sjó í Eyjafirði. Hafrannsóknarstofnun leggur til að netaveiði göngusilungs í sjó í Eyjafirði verði bönnuð í 5 ár eða til loka árs 2029 frá Siglunesi að Gjögurtá.

Andmælum vegna þessara áforma má koma á framfæri fyrir 12. apríl nk. á netfangið fiskistofa@fiskistofa.is.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við áformin.