Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hofi - samstarfssamningur 2025-2027

Málsnúmer 2025031273

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3886. fundur - 27.03.2025

Lögð fram til samþykktar drög að samstarfssamningi Akureyrarbæjar, Hafnasamlags Norðurlands, Menningarfélags Akureyrar og verslunarinnar Kistu, um rekstur upplýsingamiðstöðvar. Aðilar samningsins hafa átt í farsælu samstarfi um upplýsingagjöf til ferðamanna á tímabilinu apríl til september síðustu ár og gerir samningurinn ráð fyrir að það fyrirkomulag verði viðhaft næstu þrjú ár.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlögð drög að samstarfssamningi Akureyrarbæjar, Hafnasamlags Norðurlands, Menningarfélags Akureyrar og verslunarinnar Kistu um starfsemi upplýsingamiðstöðvar í menningarhúsinu Hofi 2025-2027 og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.