Starfslaun listamanna 2025

Málsnúmer 2025020565

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3880. fundur - 13.02.2025

Lögð fram tillaga um skipun í faghóp starfslauna listamanna fyrir árið 2025. Hlutverk faghóps um starfslaun listamanna er að vera bæjarráði til ráðgjafar um val á listamanni sem hlýtur starfslaun listamanns í ár eða verður bæjarlistamaður eins og það er kallað í daglegu tali.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að skipa Ásdísi Arnardóttur sellóleikara, Guðrúnu Pálínu Guðmundsdóttur myndlistarmann og Finn Friðriksson dósent við HA og málfræðing í faghóp starfslauna listamanna.

Bæjarráð - 3886. fundur - 27.03.2025

Lögð fram tillaga faghóps um starfslaun listamanna um hver verður bæjarlistamaður Akureyrar 2025. Tilkynnt verður um niðurstöðuna á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta 2025.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2025.