Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Lundar í Grímsey. 
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Lundinn er sestur upp

Frá því um 3. apríl hafa sjómenn séð til lundans á sjó í nágrenni Grímseyjar en í gær settist hann upp á varpstöðvarnar í eyjunni.
Lesa fréttina Lundinn er sestur upp
Umsækjendur um starf sviðsstjóra velferðarsviðs

Umsækjendur um starf sviðsstjóra velferðarsviðs

Alls bárust 20 umsóknir um starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar sem auglýst var laust til umsóknar í mars. Umsóknarfrestur var til og með 3. apríl sl.
Lesa fréttina Umsækjendur um starf sviðsstjóra velferðarsviðs
Frá opnun sýningarinnar Fimmtíuogeinn í Listasafninu á Akureyri. Ljósmynd: Almar Alfreðsson.

Unga fólkið blómstrar á Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð á Akureyri stendur nú sem hæst. Fyrstu viðburðir hátíðarinnar hafa verið afar vel sóttir og börn jafnt sem fullorðnir skemmt sér hið besta.
Lesa fréttina Unga fólkið blómstrar á Barnamenningarhátíð
Austursíða 2-6

Austursíða 2, 4 og 6 - Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Lesa fréttina Austursíða 2, 4 og 6 - Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030
Giljaskóli. Mynd: Bjarki Brynjólfsson.

Kynningarfundur í Giljaskóla um Blöndulínu 3

Á morgun, miðvikudaginn 10. apríl. verður haldinn sérstakur kynningarfundur um Blöndulínu 3. Fundurinn fer fram í Giljaskóla (gengið inn að austanverðu) og hefst kl. 16.30.
Lesa fréttina Kynningarfundur í Giljaskóla um Blöndulínu 3
Valtýr Pétursson.

Listasafnið hlaut styrk úr sjóði Listaverkasafns Valtýs Péturssonar

Listasafninu á Akureyri hlotnaðist sá heiður á dögunum að hljóta styrk úr sjóði Listaverkasafns Valtýs Péturssonar að upphæð 1.500.000 kr. en þann 27. mars síðastliðinn voru 105 ár liðin frá fæðingu Valtýs. Listaverkasafnið var stofnað 2011 til að halda ævistarfi hans til haga. Styrknum skal varið í kaup á listaverkum eftir ungt myndlistarfólk en auk Listasafnsins á Akureyri hlaut Listasafn Íslands einnig styrk úr sjóðnum.
Lesa fréttina Listasafnið hlaut styrk úr sjóði Listaverkasafns Valtýs Péturssonar
Myndir: Anna María Sigvaldadóttir

Ný flotbryggja dregin til Grímseyjar

Ný flotbryggja var flutt til Grímseyjar í fyrradag. Dráttarbáturinn Seifur dró flotbryggjuna frá Akureyri og tók ferðin um 8,5 klukkustundir til Grímseyjar.
Lesa fréttina Ný flotbryggja dregin til Grímseyjar
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Rekstur Akureyrarbæjar jákvæður um 436 milljónir

Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2023 var lagður fram í bæjarráði í dag. Rekstur samstæðunnar gekk vel og nokkru betur en gert hafði verið ráð fyrir. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 659 milljóna króna halla en niðurstaðan var jákvæð um 436 milljón króna. Verðbólga og lífeyrisskuldbindingar settu mark sitt á uppgjörið. Sjóðstreymið var betra en árið áður.
Lesa fréttina Rekstur Akureyrarbæjar jákvæður um 436 milljónir
Upplýsingamiðstöðin í Hofi

Upplýsingamiðstöðin opnuð í Menningarhúsinu Hofi

Upplýsingamiðstöð ferðamanna var opnuð í Hofi mánudaginn 1. apríl. Opið verður alla daga frá kl. 10-15.
Lesa fréttina Upplýsingamiðstöðin opnuð í Menningarhúsinu Hofi
Á leikskólanum Kiðagili baka börnin stafakleinur

Ánægjulegar heimsóknir bæjarstjóra í leik- og grunnskóla

Síðustu vikurnar hefur Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri heimsótt alla leik- og grunnskóla sveitarfélagins til þess að spjalla við starfsfólk og nemendur og kynnast enn betur þeirri fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram.
Lesa fréttina Ánægjulegar heimsóknir bæjarstjóra í leik- og grunnskóla
Opinn fundur í Hofi um átakið Saman gegn sóun

Opinn fundur í Hofi um átakið Saman gegn sóun

Umhverfisstofnun hefur verið falið að endurskoða stefnu stjórnvalda um úrgangsforvarnir - Saman gegn sóun. Mikilvægur liður í þeirri vinnu er að fá innsýn í sjónarmið fólks, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana um land allt.
Lesa fréttina Opinn fundur í Hofi um átakið Saman gegn sóun