Á morgun, miðvikudaginn 10. apríl. verður haldinn sérstakur kynningarfundur um Blöndulínu 3. Fundurinn fer fram í Giljaskóla (gengið inn að austanverðu) og hefst kl. 16.30. Á fundinum munu skipulagshönnuðir kynna fyrirhugaða skipulagsvinnu og í kjölfarið verður boðið upp á þátttöku í umræðuhópum.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Blöndulínu 3 til samræmis við niðurstöðu umhverfismats framkvæmdarinnar. Fyrsta skrefið í þeirri vinnu er kynning á skipulagslýsingu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem fram kemur hvaða áherslur bæjarstjórn hefur við skipulagsvinnuna, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu, fyrirhugað skipulagsferli og hvernig kynningu og samráði verði háttað.
Lýsinguna má nálgast hér
Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að kynna sér skipulagslýsinguna og senda inn ábendingar, annað hvort með tölvupósti á skipulag@akureyri.is, bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9 eða í gegnum Skipulagsgátt.
Frestur til að senda inn ábendingar er til 25. apríl nk.