Lystigarðurinn fær nýja heimasíðu

Ný heimasíða Lystigarðsins á Akureyri hefur verið opnuð og kennir þar ýmissa grasa.

Stefnt er að því að birta reglulega á nýju síðunni fréttir af því sem er að gerast og tengist starfinu í þessum skrúðgarði okkar Akureyringa, einnig er sagt frá sögu garðsins, fjallað um styttur og minnismerki, húsin í garðinum og birtar sérstakar umgengnisreglur sem gestum Lystigarðsins ber að virða.

Nýja síðan er ennþá að einhverju leyti í vinnslu en þess er vænst að hún hafi tekið á sig endanlega mynd fyrir páska.

Heimasíða Lystigarðsins á Akureyri.

Allar ábendingar um nýju síðuna eru vel þegnar og er best að senda þær á netfangið lystigardur@akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan