Úr auglýsingu fyrir Lýðheilsukortið.
Bæjarráð Akureyrar samþykkti í síðustu viku að sala Lýðheilsukorta skuli framlengd til 31. mars 2024 í ljósi þess að viðbrögð við sölu kortanna hafa verið afar jákvæð. Allar upplýsingar um Lýðheilsukortið er að finna á heimasíðunni lydheilsukort.is.
Bókun bæjarráðs var svohljóðandi:
Bæjarráð samþykkir að framlengja tilraunaverkefnið til og með 31. mars 2024. Nú þegar hafa verið seldir 402 pakkar af lýðheilsukortinu sem ná til tæplega 1.300 einstaklinga. Viðbrögð við verkefninu hafa verið jákvæð, en ótímabært er að mati bæjarráðs að meta raunverulegan árangur með tilliti til lýðheilsu á þeim fjórum mánuðum sem kortin hafa verið í sölu. Bæjarráð felur forstöðumanni íþróttamála að gera tillögu að lykilmælikvörðum við mat á árangri verkefnisins og leggja fyrir bæjarráð fyrir lok mars 2023. Þá er honum jafnframt falið að leggja fram tillögu að næstu skrefum að verkefninu loknu fyrir lok febrúar 2024.