Skipulagsráð

433. fundur 23. október 2024 kl. 08:15 - 11:35 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Jón Hjaltason
  • Grétar Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Einar Sigþórsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Grétar Ásgeirsson B-lista sat fundinn í forföllum Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur.

1.Blöndulína 3 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024010552Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju drög að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna Blöndulínu 3.

Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) kom á fundinn til að ræða möguleg áhrif háspennulínu á fasteignamat húsa auk þess sem Haukur Björnsson hjá HMS var tengdur í gegnum fjarfundarbúnað.
Skipulagsráð þakkar Tryggva Má Ingvarssyni og Hauki Björnssyni fyrir komuna á fundinn og fyrir umræðurnar.

2.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - ákvörðun um endurskoðun

Málsnúmer 2022090355Vakta málsnúmer

Í mars 2023 var samþykkt að hefja vinnu við minniháttar endurskoðun á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Eru nú lögð fram drög að skipulagslýsingu þar sem farið er yfir þau atriði sem fyrirhugað er að breyta.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu með fyrirvara um breytingar til samræmis við umræður á fundi. Leggur ráðið til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og hún kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er miðað við að helstu atriði lýsingarinnar verði kynnt á opnum íbúafundi sem haldinn verður í Hofi þann 31. október nk.

3.Þursaholt 2-12 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2024081518Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis sem nær til lóðarinnar Þursaholts 2-12. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt í tvær lóðir og á annarri þeirra, Þursaholti 2, er gert ráð fyrir 6000 fm hjúkrunarheimili á allt að 4 hæðum. Á hinni lóðinni verði gert ráð fyrir uppbyggingu íbúða fyrir eldra fólk, 60 ára og eldri auk heimildar til uppbyggingar á þjónustustarfsemi. Er gert ráð fyrir að hjúkrunarheimilið geti tengst þjónustuhlutanum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi, með minniháttar breytingum í samræmi við umræður á fundinum, og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.

4.Háimói 10 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2024100722Vakta málsnúmer

Erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 17. október 2024, f.h. lóðarhafa Háamóa 10, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Móahverfis sem felur í sér að hámarksvegghæð einbýlishúsa með einhalla þaki megi vera allt að 4,3 - 4,5 m í stað 4,0 m.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

5.Hafnarstræti 18 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024090364Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var erindi Haraldar S. Árnasonar, f.h. Fjölnis ehf. um að breyta notkun Hafnarstrætis 18 í gistiheimili. Var niðurstaða ráðsins kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 10. október og er sú kæra meðfylgjandi ásamt öðrum gögnum málsins.

Meirihluti skipulagsráð hefur farið yfir fyrirliggjandi gögn m.t.t. gildandi stefnu aðalskipulags um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi og er samþykkt að falla frá afgreiðslu ráðsins frá 11. september 2024. Er samþykkt að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem felur í sér að Hafnarstræti 18 er breytt í atvinnuhúsnæði þar sem heimilt er að leigja út núverandi þrjár íbúðir. Ekki er heimilt að skipta íbúðunum upp í minni einingar.

Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt eigendum Hafnarstrætis 17, 18B og 19.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu málsins.

6.Ránargata 9 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024100188Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. október 2024 þar sem að Sólveig Jóhannsdóttir óskar eftir því að húsi hennar við Ránargötu 9 verði breytt úr tvíbýlishúsi í einbýlishús. Húsið hefur verið notað sem einbýlishús síðan 2015.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar málinu til byggingarfulltrúa til framkvæmdar.

7.Dvergagil 26 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024100235Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2024 þar sem að Baldvin Árnason f.h. Sigurðar Fannars Vilhelmssonar óskar eftir óverulegri deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 26 vð Dvergagil.

Breytingin felur í sér að byggingarreitur hússins verði stækkaður svo hægt sé að koma fyrir 2mx4m viðbyggingu á norðurhlið hússins sem mun stækka þvottahúsið.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar samþykki allra lóðareigenda liggja fyrir ásamt fullnægjandi skipulagsgögnum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

8.Háhlíð 4 - umsókn um 2 fasteignanúmer

Málsnúmer 2024090290Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2024 þar sem að Anna Þóra Ísfold Rebekkudóttir óskar eftir því að fá að skipta Háhlíð 4 í tvö fasteignanúmer.

Málið var grenndarkynnt fyrir eigendum Háhlíðar 2, 6, 8, 10, 12 og 14 ásamt eigendum Höfðahlíðar 14, 15 og 17. Málið var grenndarkynnt frá 12. september 2024 til 15. október 2024 og bárust skipulagssviði 2 athugasemdir á kynningartímanum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að umsögn um efni athugasemda til samræmis við umræður á fundi og leggja fyrir næsta fund skipulagsráðs.

9.Oddeyrarskáli - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2024100020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. september 2024 þar sem Stefán Níels Guðmundsson fh. Eimskips Ísland ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir tjaldskemmu á lóð þess við Strandgötu.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en telur að í ljósi umfangs mannvirkisins þurfi að breyta deiliskipulagi svæðisins og í framhaldi sækja um byggingarleyfi. Er afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram í samráði við umsækjanda.

10.Aðalstræti 13 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 1

Málsnúmer 2024100467Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. október 2024 þar sem að Þórir Guðmundsson fh. Stefáns Þórs Gestssonar sækir um að fá að byggja bílskúr á lóð við Aðalstræti 13. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi þarf að sækja um byggingarleyfi á þessu svæði til skipulagsráðs og húsafriðunarnefndar. Þá liggur fyrir að þrátt fyrir að búið sé að afmarka byggingarreit fyrir bílskúr á lóðinni þá er nýtingarhlutfall skv. deiliskipulagi ekki nægjanlegt.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem felur í sér hækkun nýtingarhlutfalls til samræmis við fyrirliggjandi umsókn um byggingarleyfi. Að mati ráðsins er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem þegar er búið að kynna stækkun lóðar og afmörkun á byggingarreit bílskúrs.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Er samþykki skipulagsráðs með fyrirvara um jákvæða umsögn minjastofnunar.

11.Kauptilboð í byggingarrétt lóðarinnar Gránufélagsgatu 24

Málsnúmer 2024040881Vakta málsnúmer

Höfði ehf. fatalitun/þvottahús var hæstbjóðandi í lóðina Gránufélagsgatu 24 en ekki var búið að úthluta lóðinni formlega þar sem ekki var búið að skila inn öllum gögnum um fjárhagsstöðu til samræmis við ákvæði úthlutunarskilmála.

Þar sem eingöngu eitt tilboð barst í lóðina samþykkir skipulagsráð að veita hæstbjóðanda frest til 1. nóvember nk. til að skila inn gögnum um fjárhagsstöðu til samræmis við skilmála útboðs.

12.Háimói 11 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2024100667Vakta málsnúmer

Pála Dröfn Sigurðardóttir átti hæsta tilboð í lóðina Háamóa 11. Staðfest hefur verið að hún vill halda lóðinni og hefur skilað inn tilskildum gögnum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Tjarnartún 15 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024091461Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. september 2024 þar sem að Kristján B. Garðarsson óskar eftir að fá að reisa 4,4 m² garðhýsi á lóð sinni. Lóðin er sameign og hefur umsækjandi fengið samþykki allra meðeigenda sem er með sem fylgiskjal.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi með vísan í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 989. fundar, dagsett 17. október 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 987. fundar, dagsett 4. október 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 988. fundar, dagsett 9. október 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 1 lið og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:35.