Hafnarstræti 18 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024090364

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 430. fundur - 11.09.2024

Erindi dagsett 5. september 2024 þar sem að Haraldur Sigmar Árnason fh. Fjölnis ehf. óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Hafnarstræti 18.

Óskað er eftir að breyta húsnæði úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði fyrir gististarfsemi.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar erindinu. Um er að ræða íbúðarhús á svæði sem í aðalskipulagi er skilgreint sem íbúðarsvæði og lóðin skilgreind sem íbúðarhúsalóð í gildandi deiliskipulagi. Að mati ráðsins eru ekki forsendur til að breyta notkun hússins í atvinnustarfsemi.


Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 433. fundur - 23.10.2024

Á fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var erindi Haraldar S. Árnasonar, f.h. Fjölnis ehf. um að breyta notkun Hafnarstrætis 18 í gistiheimili. Var niðurstaða ráðsins kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 10. október og er sú kæra meðfylgjandi ásamt öðrum gögnum málsins.

Meirihluti skipulagsráð hefur farið yfir fyrirliggjandi gögn m.t.t. gildandi stefnu aðalskipulags um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi og er samþykkt að falla frá afgreiðslu ráðsins frá 11. september 2024. Er samþykkt að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem felur í sér að Hafnarstræti 18 er breytt í atvinnuhúsnæði þar sem heimilt er að leigja út núverandi þrjár íbúðir. Ekki er heimilt að skipta íbúðunum upp í minni einingar.

Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt eigendum Hafnarstrætis 17, 18B og 19.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu málsins.