Háimói 10 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2024100722

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 433. fundur - 23.10.2024

Erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 17. október 2024, f.h. lóðarhafa Háamóa 10, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Móahverfis sem felur í sér að hámarksvegghæð einbýlishúsa með einhalla þaki megi vera allt að 4,3 - 4,5 m í stað 4,0 m.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 434. fundur - 13.11.2024

Lagt fram að nýju erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 17. október 2024, fh. lóðarhafa Háamóa 10, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Móahverfis sem felur í sér að hámarksvegghæð einbýlishúsa með einhalla þaki megi vera allt að 4,3 - 4,5 m í stað 4,0 m. Afgreiðslu var frestað á fundi ráðsins 23. október 2024.

Er málið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagshönnuðar deiliskipulags Móahverfis.
Skipulagsráð tekur undir álit skipulagshönnuðar um að ekki sé æskilegt að hækka vegghæð til samræmis við fyrirliggjandi erindi og hafnar því að breyta ákvæðum deiliskipulags Móahverfis um einbýlishús.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.