Háhlíð 4 - umsókn um 2 fasteignanúmer

Málsnúmer 2024090290

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 430. fundur - 11.09.2024

Erindi dagsett 4. september 2024 þar sem að Anna Þóra Ísfold Rebekkudóttir óskar eftir því að fá að skipta Háhlíð 4 í tvö fasteignanúmer.

Meðfylgjandi eru tillögur frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt.
Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram breytingu á deiliskipulagi til samræmis við erindið, þar sem einbýlishúsi á lóðinni verði breytt í tvíbýlishús. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Höfðahlíðar 14, 15 og 17 og Háhlíðar 2 og 6. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 433. fundur - 23.10.2024

Erindi dagsett 4. september 2024 þar sem að Anna Þóra Ísfold Rebekkudóttir óskar eftir því að fá að skipta Háhlíð 4 í tvö fasteignanúmer.

Málið var grenndarkynnt fyrir eigendum Háhlíðar 2, 6, 8, 10, 12 og 14 ásamt eigendum Höfðahlíðar 14, 15 og 17. Málið var grenndarkynnt frá 12. september 2024 til 15. október 2024 og bárust skipulagssviði 2 athugasemdir á kynningartímanum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að umsögn um efni athugasemda til samræmis við umræður á fundi og leggja fyrir næsta fund skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 434. fundur - 13.11.2024

Erindi dagsett 4. september 2024 þar sem að Anna Þóra Ísfold Rebekkudóttir óskar eftir að Háhlíð 4 verði breytt úr einbýlishúsi í tvíbýlishús. Erindið var grenndarkynnt fyrir eigendum Háhlíðar 2, 6, 8, 10, 12 og 14 ásamt eigendum Höfðahlíðar 14, 15 og 17 frá 12. september 2024 til 15. október 2024. Tvær athugasemdir bárust á kynningartíma. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á 433. fundi sínum þann 23. október 2024 og fól skipulagsfulltrúa að vinna drög að umsögn um efni athugasemda til samræmis við umræður á fundi.


Fyrir liggja gögn grenndarkynningar, innkomnar athugasemdir auk umsagnar Ólafs Rúnars Ólafssonar lögmanns um efni athugasemda, fh. hönd umsækjanda.
Skipulagsráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér heimild til að breyta húsinu í tvíbýlishús, kvöð um göngustíg verður felld úr gildi og að gert verði ráð fyrir 3 bílastæðum á vesturhluta lóðarinnar við Háhlíð. Er ekki samþykkt að núverandi stíg að húsinu verði breytt í akfæran stíg og að útbúið verði bílastæði við húsið. Umrætt hús er tæplega 300 fm að stærð og telur ráðið það vel til þess fallið að hluti þess sé nýttur fyrir minni íbúð sem gæti t.d. hentað fyrstu kaupendum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.