Aðalstræti 13 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 1

Málsnúmer 2024100467

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 989. fundur - 17.10.2024

Erindi dagsett 13. október 2024 þar sem Þórir Guðmundsson f.h. Stefáns Þórs Gestssonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir bílgeymslu á lóð nr. 13 við Aðalstræti. Innkomin gögn eftir Þóri Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 433. fundur - 23.10.2024

Erindi dagsett 13. október 2024 þar sem að Þórir Guðmundsson fh. Stefáns Þórs Gestssonar sækir um að fá að byggja bílskúr á lóð við Aðalstræti 13. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi þarf að sækja um byggingarleyfi á þessu svæði til skipulagsráðs og húsafriðunarnefndar. Þá liggur fyrir að þrátt fyrir að búið sé að afmarka byggingarreit fyrir bílskúr á lóðinni þá er nýtingarhlutfall skv. deiliskipulagi ekki nægjanlegt.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi sem felur í sér hækkun nýtingarhlutfalls til samræmis við fyrirliggjandi umsókn um byggingarleyfi. Að mati ráðsins er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem þegar er búið að kynna stækkun lóðar og afmörkun á byggingarreit bílskúrs.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Er samþykki skipulagsráðs með fyrirvara um jákvæða umsögn minjastofnunar.