Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - ákvörðun um endurskoðun

Málsnúmer 2022090355

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Skipulagsfulltrúi kynnti helstu atriði Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 en skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal bæjarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar aðalskipulags innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum.

Skipulagsráð - 393. fundur - 14.12.2022

Lögð fram til umræðu gögn Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 en skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal bæjarstjórn taka ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags innan tólf mánaða frá sveitarstjórnarkosningum.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. september sl.
Að mati skipulagsráðs er ekki tilefni til að hefja vinnu við heildarendurskoðun á gildandi aðalskipulagi Akureyrar í samræmi við 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð telur þó ástæðu til að endurskoða kafla um íbúðabyggð auk þess að fella vinnu við endurskoðun atvinnustefnu að aðalskipulaginu.

Skipulagsráð - 396. fundur - 15.02.2023

Á fundi skipulagsráðs þann 14. desember sl. var samþykkt að hefja vinnu við endurskoðun á kafla 2.1.1 í Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 um íbúðarbyggð og jafnframt að fella vinnu við endurskoðun atvinnustefnu að aðalskipulaginu.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að útbúa erindisbréf til skipunar í starfshóp um endurskoðun Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.

Skipulagsráð - 397. fundur - 01.03.2023

Lögð fram drög að erindisbréfi vegna endurskoðunar Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030. Er miðað við að skipaður verði þriggja manna vinnuhópur ásamt starfsmönnum skipulagsfulltrúa sem vinni að tillögu að breytingum á stefnu um íbúðabyggð og atvinnusvæði. Er miðað við að vinnuhópinn skipi tveir fulltrúar meirihluta og einn úr minnihluta.
Skipulagsráð samþykkir að skipa Höllu Björk Reynisdóttur L-lista, Sunnu Hlín Jóhannesdóttur B-lista og Þórhall Jónsson D-lista í vinnuhóp til endurskoðunar Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.

Skipulagsráð - 411. fundur - 25.10.2023

Lagt fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa um vinnu í tengslum við ákvörðun um endurskoðun Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.
Frestað til næsta fundar skipulagsráðs 15. nóvember nk.

Skipulagsráð - 412. fundur - 15.11.2023

Lagt fram til kynningar minnisblað skipulagsfulltrúa um vinnu í tengslum við ákvörðun um endurskoðun Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.

Málið var síðast á dagskrá skipulagsráðs 25. október sl. og var afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð - 427. fundur - 10.07.2024

Lagt fram að nýju minnisblað um minniháttar uppfærslu aðalskipulags Akureyrarbæjar 2018-2030 dagsett 22. október 2023.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð lýsingar fyrir breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 byggt á efni fyrirliggjandi minnisblaðs og umræðum á fundinum.


Jón Hjaltason óháður óskar bókað eftirfarandi:

(a) Undirritaður leggur áherslu á nauðsyn þess að hugsað sé langt fram í tímann og tekið frá ríflegt svæði við Kjarnagötu fyrir lífsgæðakjarna eldri borgara. Ákjósanlegri staður gefst vart í bæjarlandinu. Tveir slíkir kjarnar eru engin ofgnótt í sveitarfélagi sem um miðja 21. öld mun telja 30-40 þúsund íbúa.

(b) „Akureyri er landlítið sveitarfélag“, bendir vinnuhópurinn á. Því vill undirritaður að kannaður sé grundvöllur þess að leggja jarðir Akureyrarkaupstaðar í norðri, Blómsturvelli, Brávelli og Skjaldarvík, undir lögsagnarumdæmi hans. Eða það sem væri þó ef til vill enn betra fyrir hvoru tveggja sveitarfélögin, Akureyrarkaupstað og Hörgársveit, að lögð verði drög að sameiningu þeirra tveggja.


Þórhallur Jónsson D-lista óskar bókað eftirfarandi:

Ég tel að iðnaðarsvæði sem skipulagt er á Ytra Krossanesi verði fundinn annar staður og tekið verði tillit til áskorunar Meistarafélags byggingamanna á Norðurlandi um að breyta í íbúðasvæði. Eins gerir Svæðisskipulag Eyjafjarðar ráð fyrir að byggð þróist út með ströndinni til norðurs.

Skipulagsráð - 433. fundur - 23.10.2024

Í mars 2023 var samþykkt að hefja vinnu við minniháttar endurskoðun á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Eru nú lögð fram drög að skipulagslýsingu þar sem farið er yfir þau atriði sem fyrirhugað er að breyta.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu með fyrirvara um breytingar til samræmis við umræður á fundi. Leggur ráðið til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og hún kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er miðað við að helstu atriði lýsingarinnar verði kynnt á opnum íbúafundi sem haldinn verður í Hofi þann 31. október nk.

Bæjarstjórn - 3552. fundur - 29.10.2024

Liður 2 úr fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. október 2024:

Í mars 2023 var samþykkt að hefja vinnu við minniháttar endurskoðun á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Eru nú lögð fram drög að skipulagslýsingu þar sem farið er yfir þau atriði sem fyrirhugað er að breyta.

Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu með fyrirvara um breytingar til samræmis við umræður á fundi. Leggur ráðið til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og hún kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er miðað við að helstu atriði lýsingarinnar verði kynnt á opnum íbúafundi sem haldinn verður í Hofi þann 31. október nk.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Jón Hjaltason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jón Þorvaldur Heiðarsson og Halla Björk Reynisdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna með 11 samhljóða atkvæðum og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig er miðað við að helstu atriði verði kynnt á opnum íbúafundi í Hofi næstkomandi fimmtudag.