Liður 3 úr fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. október 2024:
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis sem nær til lóðarinnar Þursaholts 2-12. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt í tvær lóðir og á annarri þeirra, Þursaholti 2, er gert ráð fyrir 6000 fm hjúkrunarheimili á allt að 4 hæðum. Á hinni lóðinni verði gert ráð fyrir uppbyggingu íbúða fyrir eldra fólk, 60 ára og eldri auk heimildar til uppbyggingar á þjónustustarfsemi. Er gert ráð fyrir að hjúkrunarheimilið geti tengst þjónustuhlutanum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi, með minniháttar breytingum í samræmi við umræður á fundinum, og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Heimir Örn Árnason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Halla Björk Reynisdóttir.