Þursaholt 2-12 breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2024081518

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 429. fundur - 28.08.2024

Lögð fram til kynningar drög að hugmyndum um uppbyggingu lífsgæðakjarna á lóð 2-12 við Þursaholt til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem nú er í ferli. Felur það í sér að afmörkuð er lóð fyrir hjúkrunarheimili, mögulega þjónustumiðstöð auk lóðar fyrir 40-60 íbúðir.

Skipulagsráð - 431. fundur - 25.09.2024

Lögð fram uppfærð tillaga að hugmyndum að uppbyggingu lífsgæðakjarna á lóð Þursaholts 2-12 til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem er í ferli. Felur það í sér að afmörkuð er lóð fyrir hjúkrunarheimili auk lóðar fyrir 60 íbúðir og þjónustumiðstöð. Þá er jafnframt lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis til samræmis.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögur en frestar afgreiðslu þar til fyrir liggja viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins varðandi framhald málsins.