Dvergagil 26 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024100235

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 433. fundur - 23.10.2024

Erindi dagsett 5. október 2024 þar sem að Baldvin Árnason f.h. Sigurðar Fannars Vilhelmssonar óskar eftir óverulegri deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 26 vð Dvergagil.

Breytingin felur í sér að byggingarreitur hússins verði stækkaður svo hægt sé að koma fyrir 2mx4m viðbyggingu á norðurhlið hússins sem mun stækka þvottahúsið.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar samþykki allra lóðareigenda liggja fyrir ásamt fullnægjandi skipulagsgögnum.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.