Tjarnartún 15 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024091461

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 433. fundur - 23.10.2024

Erindi dagsett 27. september 2024 þar sem að Kristján B. Garðarsson óskar eftir að fá að reisa 4,4 m² garðhýsi á lóð sinni. Lóðin er sameign og hefur umsækjandi fengið samþykki allra meðeigenda sem er með sem fylgiskjal.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi með vísan í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.