Skipulagsráð

431. fundur 25. september 2024 kl. 08:15 - 12:51 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Einar Sigþórsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista sat fundinn í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.

1.Blöndulína 3 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024010552Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar vegna Blöndulínu 3. Er afmarkað helgunarsvæði fyrir línuna frá sveitarfélagamörkum að Rangárvöllum. Fram kemur að þegar tæknilegar forsendur bjóða upp á að þá verði hluti línunnar settur í jörðu og er því einnig sýnd lega línunnar í jarðstreng.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

2.Gleráreyrar - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2024040964Vakta málsnúmer

Kynningu aðalskipulagstillögu á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið og bárust hvorki athugasemdir né umsagnir við tillöguna á auglýsingatímanum. Í breytingunni felst að á svæði sem afmarkast af götunum, Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg er landnotkun breytt í miðsvæði þar sem auk uppbyggingar verslunar- og þjónustu verður heimilt að byggja allt að 250 íbúðir. Þá er einnig gert ráð fyrir jöfnunarstöð strætó á svæði milli Borgarbrautar og Glerár á um 0,2 ha svæði.

Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

3.Gleráreyrar 2-10 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024091103Vakta málsnúmer

Samhliða aðalskipulagsbreytingartillögu fyrir Gleráreyrar var einnig kynnt tillaga að breytingu á deiliskipulagi verksmiðjusvæðis á Gleráreyrum skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tvær athugasemdir bárust ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands. Í breytingunni felst að afmarkaðar eru fimm lóðir syðst á skipulagssvæðinu þar sem heimilt verður að byggja íbúðir, í bland við þjónustu- og verslunarrými. Er gert ráð fyrir á bilinu 100-120 íbúðum á svæðinu.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsráðs að ræða við umsækjendur um framhald málsins.

4.Holtahverfi - breyting á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 2024070455Vakta málsnúmer

Kynningu aðalskipulagstillögu á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið og bárust engar athugasemdir við tillöguna en tvær umsagnir bárust frá sveitarstjórn Hörgársveitar ásamt Eyjafjarðarsveit. Í breytingunni felst að á svæði við Þursaholt verði heimilt að byggja hjúkrunarheimili auk þjónustu fyrir eldri borgara ásamt íbúðum. Verður uppbyggingin í samræmi við hugmyndafræði um lífsgæðakjarna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

5.Þursaholt 2-12 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2024081518Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð tillaga að hugmyndum að uppbyggingu lífsgæðakjarna á lóð Þursaholts 2-12 til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem er í ferli. Felur það í sér að afmörkuð er lóð fyrir hjúkrunarheimili auk lóðar fyrir 60 íbúðir og þjónustumiðstöð. Þá er jafnframt lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis til samræmis.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögur en frestar afgreiðslu þar til fyrir liggja viðbrögð heilbrigðisráðuneytisins varðandi framhald málsins.

6.Tjaldsvæðisreitur - endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 2022061538Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tillögu að endurskoðun deiliskipulags fyrir tjaldsvæðisreitinn. Drög að deiliskipulagi voru kynnt á tveimur fundum þann 8. nóvember 2023. Fyrst var haldinn fundur fyrir fagaðila og síðan fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila. Fljótlega á eftir fór málið í bið vegna óvissu um byggingu heilsugæslu á svæðinu.


Er tillagan nú lögð fram með ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem komu fram á kynningarfundum. Þá er ekki lengur gert ráð fyrir byggingu heilsugæslu við Þingvallastræti og er þar í staðinn gert ráð fyrir byggingu með blandaðri landnotkun.
Skipulagsráð samþykkir að óska eftir umsögn Norðurorku, umhverfis- og mannvirkjasviðs og velferðarsviðs um fyrirliggjandi tillögu að endurskoðun deiliskipulags tjaldsvæðisreits.

7.Tjaldsvæðisreitur - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024090932Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. september 2024 þar sem Félag eldri borgara á Akureyri óskar eftir að fá úthlutuðu svæði á tjaldsvæðisreitnum fyrir 50 íbúðir sem byggðar yrðu með þarfir 60 ára og eldri í huga.
Skipulagsráð þakkar fyrir erindi Félags eldri borgara. Að mati ráðsins er ekki tímabært að úthluta ákveðnum svæðum þar sem skipulagið er enn í vinnslu. Aftur á móti er gert ráð fyrir að hluti íbúða innan deiliskipulagsins verði fyrir íbúa 60 ára og eldri og verður útfærsla málsins unnin í samráði við Félag eldri borgara.

8.Naust III - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024091064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2024 þar sem að Valur Þór Hilmarsson óskar eftir samtali við skipulagsráð varðandi framtíð svæðisins, Naust III.
Skipulagsráð þakkar fyrir erindið. Skipulagsráð felur formanni skipulagsráðs ásamt skipulagsfulltrúa að funda með umsækjanda.

9.Naust III - endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 2024030177Vakta málsnúmer

Drög að endurskoðun deiliskipulags sem nær til svæðis við Naust III voru kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. ágúst til 12. september 2024. Voru drögin einnig kynnt á opnu húsi þann 5. september. Fjórar athugasemdir bárust ásamt umsögnum frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að breyttri tillögu sem kemur til móts við innkomnar athugasemdir og umræður á opnu húsi.

10.Hafnarstræti 37 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024090366Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. september 2024 þar sem að Haraldur Sigmar Árnason fh. Húsmóta ehf. óskar eftir að fá að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina Hafnarstræti 37.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þar til umsagnir Minjasafnsins á Akureyri, Minjastofnunar Íslands og Veðurstofu Íslands hafa borist.

11.Lyngholt 20 - umsókn um skipulagsbreytingu

Málsnúmer 2024090668Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. september 2024 þar sem að Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir óskar eftir að fá að breyta bílskúr í yoga/hugleiðslu studíó.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið með því skilyrði að kantsteinn fyrir framan húsnæðið verði lagaður skv. gildandi deiliskipulagi. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Lyngholts 11, 13, 18 og 22.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Þverholt 18 - ósk um breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis

Málsnúmer 2024091112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2024 þar sem að Haraldur Sigmar Árnason fh. Hrafnhildar Þórhallsdóttur óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð Þverholts 18.

Óskað er eftir að nýr 7x9m byggingarreitur verði gerður á vesturhlið lóðarinnar þar sem hægt væri að byggja bílageymslu.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Þverholts 16 þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Lyngmói 1-5 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024091111Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2024 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fh. lóðarhafa Lyngmóa 1-5 óskar eftir breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að hámarks byggingarmagn aukist um 160 fm. Breytingin felur ekki í sér fjölgun íbúða.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

14.Hulduholt 5-11 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2024090822Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. september 2024 þar sem ZZ Sport ehf. sækir um lóðina Hulduholt 5-11. Meðfylgjandi eru yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

15.Heiðarmói 2-8 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2024090836Vakta málsnúmer

Katla ehf, byggingarfélag átti hæsta gildandi tilboð í lóðina Heiðarmóa 2-8 og hefur verið staðfest að þeir vilja halda lóðinni. Félagið hefur skilað inn tilskildum gögnum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

16.Hagamói 1-7 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 2024090832Vakta málsnúmer

Byggingarfélagið A Plús ehf. átti hæsta gildandi tilboð í lóðina Hagamóa 1-7 og hefur verið staðfest að þeir vilja halda lóðinni. Félagið hefur skilað inn tilskildum gögnum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

17.Ráðhústorg - umsókn um skilti

Málsnúmer 2024090927Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. september 2024 þar sem að Þorgeir Jóhannesson fh. Kiwanisklúbbsins Kaldbaks óskar eftir því að fá að uppfæra upplýsingaturn sem staðsettur er við Ráðhústorg.

Ósk klúbbsins er að fá að setja LED auglýsingaskilti á allar fjórar hliðar turnsins sem munu gegna sama hlutverki og baklýstu plakötin gera í dag.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar erindinu þar sem ljósaskilti eru ekki heimiluð í miðbæ Akureyrar.


Þórhallur Jónsson D-lista og Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Fylgiskjöl:

18.Grímsey - beiðni um styrk til byggingarsögulegrar rannsóknar

Málsnúmer 2022110417Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Elínar Óskar Hreiðarsdóttur f.h. Fornleifastofnunar og Hjörleifs Stefánssonar f.h. Gullinsniðs ehf. þar sem óskað er eftir styrk til rannsóknarverkefnis og húsaskráningar í Grímsey.
Afgreiðslu frestað og formanni skipulagsráðs falið að leita ítarlegri upplýsinga um styrkbeiðnina.

19.Almennir byggingarskilmálar - endurskoðun

Málsnúmer 2020040011Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að uppfærðum almennum byggingarskilmálum.
Skipulagsráð samþykkir uppfærða almenna byggingarskilmála með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

20.Akureyrarvöllur - skipulag

Málsnúmer 2023030895Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 11. september sl. var samþykkt að setja á fót vinnuhóp til að vinna að gerð samkeppnislýsingar fyrir Akureyrarvöll í samráði við starfsmenn skipulagsfulltrúa. Er gert ráð fyrir að 5 verði í hópnum. Erindisbréf liggur fyrir.
Skipulagsráð samþykkir að skipa Þórhall Jónsson D-lista, Huldu Elmu Eysteinsdóttur L-lista og Hlyn Jóhannsson M-lista í hópinn fyrir hönd meirihlutans og Sindra Kristjánsson S-lista og Jón Hjaltason óháðan fyrir hönd minnihlutans.

21.Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmál 2025

Málsnúmer 2024091145Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir skipulags- og byggingarmál fyrir árið 2025.
Skipulagsráð samþykkir drög að fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti með þeim breytingum að bætt verði við lið vegna samkeppni um Akureyrarvöll upp á kr. 25 milljónir.

22.Skipulagsráð - framkvæmdaáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs

Málsnúmer 2019080399Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tillögum skipulagsráðs um æskilegar framkvæmdir árið 2025 í samræmi við fyrirliggjandi skipulagsáætlanir.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.
Halla Björg Reynisdóttir L-lista yfirgaf fundinn.
Þórhallur Jónsson D-lista tók við fundarstjórn.

23.Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2024-2029

Málsnúmer 2022110691Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar uppfærð drög að Rammasamningi um aukið íbúðaframboð 2024-2029.
Skipulagsráð samþykkir að vísar afgreiðslu til bæjarráðs.

24.Starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs 2022 - 2025

Málsnúmer 2022020303Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð starfsáætlun fyrir skipulags- og byggingarmál.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista yfirgaf fundinn.

25.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 981. fundar, dagsett 22. ágúst 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

26.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 982. fundar, dagsett 29. ágúst 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

27.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 983. fundar, dagsett 6. september 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 1 lið og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 12:51.