Hafnarstræti 37 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024090366

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 431. fundur - 25.09.2024

Erindi dagsett 5. september 2024 þar sem að Haraldur Sigmar Árnason fh. Húsmóta ehf. óskar eftir að fá að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina Hafnarstræti 37.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þar til umsagnir Minjasafnsins á Akureyri, Minjastofnunar Íslands og Veðurstofu Íslands hafa borist.

Skipulagsráð - 435. fundur - 27.11.2024

Lagt fram að nýju erindi dagsett 5. september 2024 þar sem að Haraldur Sigmar Árnason fh. Húsmóta ehf. óskar eftir að fá að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina Hafnarstræti 37.

Á 431. fundi skipulagsráðs þann 25. september 2024 tók skipulagsráð jákvætt í erindið en frestaði afgreiðslu þar til umsagnir Minjasafnsins á Akureyri, Minjastofnunar Íslands og Veðurstofu Íslands bærust.

Nú liggja þessar umsagnir fyrir. Borist hafa viðbrögð umsækjanda við umsögnum og hefur verið komið til móts við umsagnir að stórum hluta.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi með þeim breytingum sem fram koma í uppfærðri tillögu. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hafnarstrætis 30, 34, 35 og 39.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.