Gleráreyrar 2-10 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024091103

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 431. fundur - 25.09.2024

Samhliða aðalskipulagsbreytingartillögu fyrir Gleráreyrar var einnig kynnt tillaga að breytingu á deiliskipulagi verksmiðjusvæðis á Gleráreyrum skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tvær athugasemdir bárust ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands. Í breytingunni felst að afmarkaðar eru fimm lóðir syðst á skipulagssvæðinu þar sem heimilt verður að byggja íbúðir, í bland við þjónustu- og verslunarrými. Er gert ráð fyrir á bilinu 100-120 íbúðum á svæðinu.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsráðs að ræða við umsækjendur um framhald málsins.