Þverholt 18 - ósk um breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis

Málsnúmer 2024091112

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 431. fundur - 25.09.2024

Erindi dagsett 19. september 2024 þar sem að Haraldur Sigmar Árnason fh. Hrafnhildar Þórhallsdóttur óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð Þverholts 18.

Óskað er eftir að nýr 7x9m byggingarreitur verði gerður á vesturhlið lóðarinnar þar sem hægt væri að byggja bílageymslu.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Þverholts 16 þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 434. fundur - 13.11.2024

Á 431. fundi skipulagsráðs þann 25. september samþykkti skipulagsráð að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu, á lóð Þverholts 18 þar sem gert er ráð fyrir bílskúr á lóðamörkum, fyrir lóðarhafa Þverholts 16.

Athugasemd barst frá lóðarhafa Þverholts 16 og er hún meðfylgjandi ásamt viðbrögðum umsækjanda við efni athugasemdarinnar.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um framhald málsins.