Strandgata 29 - beiðni um að fá að setja upp fánaborg

Málsnúmer 2018030332

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Erindi dagsett 16. mars 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Kollgátu ehf., kt. 581203-2090, sækir um leyfi til að setja upp fánaborg fyrir framan hús nr. 29 við Strandgötu.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.


Skipulagsráð synjar uppsetningu fánaborgar á umbeðnum stað þar sem það truflar umferð gangandi fólks yfir bílastæðagötuna. Skipulagsráð bendir umsækjanda á að finna staðsetningu innan lóðar sinnar.