Skipulagslýsing vegna deiliskipulags Grímseyjar var auglýst í Dagskránni 18. apríl 2018 og send til umsagnar.
Fjórar umsagnir bárust.
1) Minjastofnun Íslands, dagsett 2. maí 2018.
Í greinargerð kemur fram að unnin verði húsakönnun í Grímsey í tengslum við deiliskipulagsgerðina og að fyrirliggjandi fornleifaskráning verði endurskoðuð til að uppfylla staðla Minjastofnunar. Þetta er í samræmi við 16. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
2) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 7. maí 2018
Ekki eru gerðar athugasemdir við lýsinguna en minnt er á mikilvægi þess að gera grein fyrir fráveitum og áformum um úrbætur til að mæta kröfum skv. reglugerð um fráveitur og skólp og móttöku og flokkun á úrgangi.
3) Skipulagsstofnun, dagsett 3. maí 2018.
Fram kemur að gerð verði grein fyrir áhrifum deiliskipulagsins á umhverfið í samræmi við 12. gr. skipulagslaga en ekki er tilgreint hvernig staðið verði að umhverfismati deiliskipulagsins eða hvaða þættir þess gefi tilefni til þess að skoða sérstaklega sbr. gr. 5.4. í skipulagsreglugerð. Auk umsagnaraðila sem nefndir eru þarf að leita umsagnar Umhverfisstofnunar, Veðurstofu Íslands og Samgöngustofu.
4) Vegagerðin, dagsett 8. maí 2018.
Engar athugasemdir eru gerðar en bent er á að veghelgunarsvæði tengivega er 15 metrar frá miðlínu. Framkvæmdir innan veghelgunarsvæða eru háðar leyfi frá Vegagerðinni. Óskað er eftir að fá skipulagið til umsagnar á öllum stigum.