Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Melgerðisás

Málsnúmer 2016060068

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Tekin til umræðu breyting á aðalskipulagi vegna þéttingar byggðar við Melgerðisás.
Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 með það að markmiði að þétta byggð við Skarðshlíð og á Melgerðisás. Samhliða verður gert deiliskipulag af svæðinu.

Skipulagsnefnd - 240. fundur - 24.08.2016

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu dagsett 19. ágúst 2016 vegna breytingar á aðalskipulagi vegna þéttingar byggðar við Melgerðisás. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að leita umsagnar Skipulagsstofnunar á skipulagslýsingunni og kynna hana fyrir almenningi í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar um bókun: "Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að leita umsagnar Skipulagsstofnunar um skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir Melgerðisás dagsettri 19. ágúst 2016 og kynna fyrir almenningi í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010".

Bæjarstjórn - 3396. fundur - 06.09.2016

11. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. ágúst 2016:

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu dagsett 19. ágúst 2016 vegna breytingar á aðalskipulagi vegna þéttingar byggðar við Melgerðisás. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga.

Skipulagsnefnd samþykkir að leita umsagnar Skipulagsstofnunar á skipulagslýsingunni og kynna hana fyrir almenningi í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar um bókun: Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að leita umsagnar Skipulagsstofnunar um skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir Melgerðisás dagsettri 19. ágúst 2016 og kynna fyrir almenningi í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Íþróttaráð - 197. fundur - 06.10.2016

Tekið fyir erindi skipulagsdeildar Akureyrarbæjar dagsett 8. september 2016 þar sem óskað er eftir umsögn íþróttaráðs á skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytinga í Hlíðarhverfi.
Íþróttaráð gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytinga í Hlíðarhverfi.

íþróttaráð óskar eftir í samráði við skipulagsdeild að fundin verði framtíðarlausn fyrir kast- og æfingasvæði UFA samhliða breytingum á aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd - 244. fundur - 12.10.2016

Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna Melgerðisáss, var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar frá 7. september og í þjónustuanddyri Ráðhúss. Auglýsing var birt í Dagskránni 14. september 2016.

Þrjár ábendingar bárust:

1) Jóhannes Árnason, dagsett 7. september 2016.

Jóhannes spyr hvort sé verjandi að ráðstafa svæðinu öllu undir íbúðabyggð þegar lítur út fyrir að enginn leikskóli muni verða í hverfinu. Þétting byggðar er til að nýta landið betur og auka hagkvæmni til dæmis grunnskóla í hverfinu, en þá þarf að hafa leikskóla líka fyrir þau börn sem eiga heima í hverfinu.

2) Unnsteinn Jónsson, dagsett 22. september 2016.

a) Reit 1.33.16 O ætti að stækka til suðausturs alveg að götu/göngustíg sem er á milli Skarðshlíðar og Hörgárbrautar og byggja meira þarna. Breyta þarf götu/göngustíg í götu með gangstétt. Suðaustan við þessa götu má einnig byggja milli þeirra tveggja húsa sem þar eru.

b) Á reit 1.33.4 þarf að skoða með að leggja af leiksvæði og byggja þar í staðinn.

3) Jónas Valdimarsson, dagsett 14. september 2016.

Óskað er eftir að á reit 1.33.17 ÍB verði efri mörk í þéttleikaviðmiðun lækkuð úr 10 íb/ha niður í 6 íb/ha þannig að ekki verði gert ráð fyrir allt að 16 íbúðum á þessu þrönga svæði.


Sjö umsagnir bárust

1) Vegagerðin, dagsett 16. september 2016.

Engin athugasemd er gerð.

2) Skipulagsstofnun, dagsett 19. september 2016.

Skipulagsstofnun bendir á að við gerð skipulagstillögunnar og umhverfismat hennar þarf að gera nánari grein fyrir stærðum landnotkunarreita. Skýra þarf niðurstöðu um breytingu á stærð opins svæðis til sérstakra nota reit 1.33.5 O, Kvenfélagsgarðsins.

3) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. september 2016.

Fram kemur í skipulagslýsingunni að tekið verði mið af skráðum menningarminjum við gerð deiliskipulagsins á svæðinu í samráði við Minjastofnun Íslands. Því er ekki gerð athugasemd við skipulagslýsinguna.

4) Ungmennafélag Akureyrar, dagsett 27. september 2016.

Ungmennafélag Akureyrar óskar eftir tillögum og skýringum á hvar áætlað er að byggja kastæfingasvæði áður en það sem fyrir er verður tekið undir íbúðabyggð.

5) Skólanefnd, dagsett 19. september 2016.

Skólanefnd fagnar áformum um uppbyggingu en samhliða er mikilvægt að huga að uppbyggingu leikskóla í hverfinu. Skipulagsnefnd er hvött til að hafa náið samráð við skólanefnd við útfærslu lóðamarka til austurs þannig að ekki skerðist framtíðarmöguleikar Glerárskóla að vaxa og dafna.

6) Íþróttafélagið Þór, dagsett 28. september 2016.

a) Ekki kemur fram hvert á að færa kastsvæði UFA.

b) Svæði sem skilgreind eru sem íþrótta- og æfingasvæði á að halda í þeirri notkun.

c) Mögulegt er að byggja á þeim hluta 1,33,16 O sem er untan núverandi notkunarsvæði, þ.e. á öðrum hlutum reitsins en sléttlendinu.

d) Einnig er mögulegt að byggja líka á svæðinu suð-austan við reit 1.33.16 O að götu/göngustíg sem liggur þar.

e) Félagið er hlynnt því að gert sé ráð fyrir þéttingu byggðar á reit 1.33.17 ÍB. En ef lóðir verða alveg að svæði félagsins gæti hæðarmunur orðið nokkur. Óhjákvæmilegt er að fótboltar fara út fyrir girðingar.

7) Íþróttaráð, dagsett 6. október 2016.

Ekki eru gerðar athugasemdir en óskað er eftir samráði um framtíðarlausn fyrir kast- og æfingasvæði UFA samhliða breytingum á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd vísar innkomnum athugasemdum og umsögnum til vinnslu aðalskipulagsbreytinga á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og felur skipulagsstjóra að gætt verði samræmis við gerð Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.

Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista óskar bókað að hann telji að kastæfingasvæði eigi ekki að vera skilgreint sem íbúðabyggð í aðalskipulagi á meðan ekki er útfært hvar því verði komið fyrir.

Skipulagsráð - 261. fundur - 26.04.2017

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna þéttingar byggðar við Melgerðisás. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga.
Skipulagsráð samþykkir að drög að aðalskipulagsbreytingunni verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða verði einnig kynnt drög að deiliskipulagi Melgerðisáss, deiliskipulagsbreyting fyrir Þórssvæðið og deiliskipulagsbreyting fyrir Hlíðahverfi, suðurhluta.

Skipulagsráð - 265. fundur - 14.06.2017

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 vegna þéttingar byggðar við Melgerðisás. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 269. fundur - 12.07.2017

Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og deiliskipulagi Melgerðisáss voru kynnnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing var birt í Dagskránni þann 14. júní 2017 og voru skipulagsgögn aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs. Kynningafundur var haldinn í Glerárskóla þann 15. júní 2017.

Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista lagði fram bókun.

Ekki er ráðlegt að svo stöddu að breyta aðalskipulagi í íbúabyggð á nyrsta hluta Þórssvæðisins (núverandi kastsvæði). Ekki er enn búið að ákveða hver næstu skref verða í þróun íþróttasvæðisins svo sem hvar gervigrasvöllur verður og hvar hugsanlegt frjálsíþróttahús verður staðsett. Á meðan slíkt er óljóst er óskynsamlegt að þrengja að íþróttasvæðinu.

Bæjarráð - 3561. fundur - 13.07.2017

9. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 12. júlí 2017:

Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 og deiliskipulagi Melgerðisáss voru kynnnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing var birt í Dagskránni þann 14. júní 2017 og voru skipulagsgögn aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs. Kynningafundur var haldinn í Glerárskóla þann 15. júní 2017.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista lagði fram bókun.

Ekki er ráðlegt að svo stöddu að breyta aðalskipulagi í íbúabyggð á nyrsta hluta Þórssvæðisins (núverandi kastsvæði). Ekki er enn búið að ákveða hver næstu skref verða í þróun íþróttasvæðisins svo sem hvar gervigrasvöllur verður og hvar hugsanlegt frjálsíþróttahús verður staðsett. Á meðan slíkt er óljóst er óskynsamlegt að þrengja að íþróttasvæðinu.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 6. júní 2017.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.

Samhliða var auglýst deiliskipulag fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð.

Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.
Tekið til umræðu. Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst deiliskipulag fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 15. nóvember 2017.
Frestað.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst deiliskipulag fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 15. nóvember 2017 og 24. janúar 2018.
Skipulagsráð samþykkir að falla frá auglýstri aðalskipulagsbreytingu, þar sem hún er samhljóða tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem er í staðfestingarferli.