Rangárvellir 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2018010252

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 282. fundur - 24.01.2018

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir viðbótarlóð við lóð nr. 4 við Rangárvelli til norðurs samkvæmt heimild í deiliskipulagi.

Einnig er óskað eftirtaldra breytinga á deiliskipulagi:

1) Byggingarreitur stækki og verði 45x55 m.

2) Nýtingarhlutfall verði 0,300.

3) Mesta hæð bygginga verði allt að 12,0 m frá gólfi. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð óskar eftir umsögn Norðurorku vegna háspennustrengs sem liggur um fyrirhugaða lóðarstækkun.

Skipulagsráð - 285. fundur - 14.02.2018

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir viðbótarlóð við lóð nr. 4 við Rangárvelli til norðurs samkvæmt heimild í deiliskipulagi. Einnig er óskað eftirtaldra breytinga á deiliskipulagi: 1) Byggingarreitur stækki og verði 45x55 m. 2) Nýtingarhlutfall verði 0,300. 3) Mesta hæð bygginga verði allt að 12,0 m frá gólfi. Meðfylgjandi er mynd.

Umsagnir:

1) Norðurorka, dagsett 8. febrúar 2018.

Tveir kostir eru í stöðunni ef færa á strengjasettin:

a. Takmarka lóðarstækkun SS Byggis til norðurs þannig að milli lóða 4 og 6 verði um 10 metra ræma sem þjónustuleið fyrir bæði strengjasettin. Hér mætti líka taka af lóð nr. 6 til suðurs til að skapa nægjanlegt pláss.

b. Leggja nýja leið norður Rangárvelli og til austurs við enda götunnar. Um ræðir lengri leið og stærri framkvæmd.

Eðlilega er sú krafa gerð að lóðarhafar kosti framkvæmdina á móti Norðurorku sem í þessu tilfelli bæri hluta kostnaðar samkvæmt ákveðnu skiptimódeli sem ræðst af lífaldri strengjanna. Nú er okkur ekki ljóst hver fer með forræði á lóð nr. 6 og við hvern er að semja.

Norðurorka hefur ekki gert kostnaðaráætlun um færslu strengjanna en er tilbúin í það, háð þeirri lausn sem aðilar telja heppilegasta.

2) Isavia, dagsett 12. febrúar 2018.

a. Á svæðinu gilda skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll. Umrædd lóð stendur upp úr hindranafleti en þar gildir að heimilt er að gera ráð fyrir og reisa byggingar allt að 18 metra upp fyrir óhreyft land. Ekki er lagst gegn breytingunni séu hæðir innan þessara marka. Í tilfelli sem þessu er gert ráð fyrir að bygging kunni að vera hindranalýst og óskað er eftir að þörf á því verði skoðuð í samráði við byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar.

b. Um uppsetningu krana eða annarra tímabundinna hindrana gilda sömu reglur og um varanlegar hindranir. Ekki má víkja frá hæðartakmörkunum nema með samþykki Samgöngustofu.
Skipulagsráð frestar erindinu milli funda.

Skipulagsráð - 286. fundur - 28.02.2018

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir viðbótarlóð við lóð nr. 4 við Rangárvelli til norðurs samkvæmt heimild í deiliskipulagi. Einnig er óskað eftirtaldra breytinga á deiliskipulagi:

1) Byggingarreitur stækki og verði 45x55 m.

2) Nýtingarhlutfall verði 0,300.

3) Mesta hæð bygginga (sílóa) verði allt að 12,0 m frá gólfi efri hæðar. Meðfylgjandi er mynd.

Umsagnir:

1) Norðurorka, dagsett 8. febrúar 2018.

Tveir kostir eru í stöðunni ef færa á strengjasett sem liggja yfir svæðið:

a. Takmarka lóðarstækkun SS Byggis til norðurs þannig að milli lóða 4 og 6 verði um 10 metra ræma sem þjónustuleið fyrir bæði strengjasettin. Hér mætti líka taka af lóð nr. 6 til suðurs til að skapa nægjanlegt pláss.

b. Leggja nýja leið norður Rangárvelli og til austurs við enda götunnar. Um ræðir lengri leið og stærri framkvæmd. Eðlilega er sú krafa gerð að lóðarhafar kosti framkvæmdina á móti Norðurorku sem í þessu tilfelli bæri hluta kostnaðar samkvæmt ákveðnu skiptimódeli sem ræðst af lífaldri strengjanna. Nú er okkur ekki ljóst hver fer með forræði á lóð nr. 6 og við hvern er að semja. Norðurorka hefur ekki gert kostnaðaráætlun um færslu strengjanna en er tilbúin í það, háð þeirri lausn sem aðilar telja heppilegasta.

2) Isavia, dagsett 12. febrúar 2018.

Á svæðinu gilda skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll. Umrædd lóð stendur upp úr hindranafleti en þar gildir að heimilt er að gera ráð fyrir og reisa byggingar allt að 18 metra upp fyrir óhreyft land. Ekki er lagst gegn breytingunni séu hæðir innan þessara marka. Í tilfelli sem þessu er gert ráð fyrir að bygging kunni að vera hindranalýst og óskað er eftir að þörf á því verði skoðuð í samráði við byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar.

b. Um uppsetningu krana eða annarra tímabundinna hindrana gilda sömu reglur og um varanlegar hindranir. Ekki má víkja frá hæðartakmörkunum nema með samþykki Samgöngustofu.

3) Samgöngustofa, dagsett 15. febrúar 2018.

Rangárvellir 4 stendur uppúr hindrunarfleti Akureyrarflugvallar og þarf því að takmarka hæð bygginga og meta mögulega þörf á merkingum og hindranalýsingu bygginga á svæðinu. Einnig þarf samráð um mögulegar merkingar og hindranalýsingu á tímabundnum hindrunum s.s. byggingakrönum. Að ofangreindum skilyrðum uppfylltum setur Samgöngustofa sig ekki á móti væntanlegri stækkun lóðarinnar Rangárvellir 4 og fyrirhugaðri byggingu á þeirri lóð.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda og umsagnaraðila.

Skipulagsráð - 287. fundur - 14.03.2018

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir viðbótarlóð við lóð nr. 4 við Rangárvelli til norðurs samkvæmt heimild í deiliskipulagi. Einnig er óskað eftirtaldra breytinga á deiliskipulagi:

1) Byggingarreitur stækki og verði 45x55 m.

2) Nýtingarhlutfall verði 0,300.

3) Mesta hæð bygginga (sílóa) verði allt að 12,0 m frá gólfi efri hæðar. Meðfylgjandi er mynd.

Umsagnir:

1) Norðurorka, dagsett 8. febrúar 2018.

Tveir kostir eru í stöðunni ef færa á strengjasett sem liggja yfir svæðið:

a. Takmarka lóðarstækkun SS Byggis til norðurs þannig að milli lóða 4 og 6 verði um 10 metra ræma sem þjónustuleið fyrir bæði strengjasettin. Hér mætti líka taka af lóð nr. 6 til suðurs til að skapa nægjanlegt pláss.

b. Leggja nýja leið norður Rangárvelli og til austurs við enda götunnar. Um ræðir lengri leið og stærri framkvæmd. Eðlilega er sú krafa gerð að lóðarhafar kosti framkvæmdina á móti Norðurorku sem í þessu tilfelli bæri hluta kostnaðar samkvæmt ákveðnu skiptimódeli sem ræðst af lífaldri strengjanna. Nú er okkur ekki ljóst hver fer með forræði á lóð nr. 6 og við hvern er að semja. Norðurorka hefur ekki gert kostnaðaráætlun um færslu strengjanna en er tilbúin í það, háð þeirri lausn sem aðilar telja heppilegasta.

2) Isavia, dagsett 12. febrúar 2018.

a. Á svæðinu gilda skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll. Umrædd lóð stendur upp úr hindranafleti en þar gildir að heimilt er að gera ráð fyrir og reisa byggingar allt að 18 metra upp fyrir óhreyft land. Ekki er lagst gegn breytingunni séu hæðir innan þessara marka. Í tilfelli sem þessu er gert ráð fyrir að bygging kunni að vera hindranalýst og óskað er eftir að þörf á því verði skoðuð í samráði við byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar.

b. Um uppsetningu krana eða annarra tímabundinna hindrana gilda sömu reglur og um varanlegar hindranir. Ekki má víkja frá hæðartakmörkunum nema með samþykki Samgöngustofu.

3) Samgöngustofa, dagsett 15. febrúar 2018.

Rangárvellir 4 stendur upp úr hindrunarfleti Akureyrarflugvallar og þarf því að takmarka hæð bygginga og meta mögulega þörf á merkingum og hindranalýsingu bygginga á svæðinu. Einnig þarf samráð um mögulegar merkingar og hindranalýsingu á tímabundnum hindrunum s.s. byggingakrönum.

Að ofangreindum skilyrðum uppfylltum setur Samgöngustofa sig ekki á móti væntanlegri stækkun lóðarinnar Rangárvellir 4 og fyrirhugaðri byggingu á þeirri lóð.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu þann 28. febrúar 2018 og fól sviðstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda og umsagnaraðila.
Skipulagsráð frestar erindinu.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Erindi dagsett 17. janúar 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir viðbótarlóð við lóð nr. 4 við Rangárvelli til norðurs samkvæmt heimild í deiliskipulagi. Einnig er óskað eftirtaldra breytinga á deiliskipulagi:

1) Byggingarreitur stækki og verði 45x55 m.

2) Nýtingarhlutfall verði 0,300.

3) Mesta hæð bygginga (sílóa) verði allt að 12,0 m frá gólfi efri hæðar.

Meðfylgjandi er mynd.

Umsagnir:

1) Norðurorka, dagsett 8. febrúar 2018.

Tveir kostir eru í stöðunni ef færa á strengjasett sem liggja yfir svæðið:

a. Takmarka lóðarstækkun SS Byggis til norðurs þannig að milli lóða 4 og 6 verði um 10 metra ræma sem þjónustuleið fyrir bæði strengjasettin. Hér mætti líka taka af lóð nr. 6 til suðurs til að skapa nægjanlegt pláss.

b. Leggja nýja leið norður Rangárvelli og til austurs við enda götunnar. Um ræðir lengri leið og stærri framkvæmd.

Eðlilega er sú krafa gerð að lóðarhafar kosti framkvæmdina á móti Norðurorku sem í þessu tilfelli bæri hluta kostnaðar samkvæmt ákveðnu skiptimódeli sem ræðst af lífaldri strengjanna. Nú er okkur ekki ljóst hver fer með forræði á lóð nr. 6 og við hvern er að semja. Norðurorka hefur ekki gert kostnaðaráætlun um færslu strengjanna en er tilbúin í það, háð þeirri lausn sem aðilar telja heppilegasta.

2) Isavia, dagsett 12. febrúar 2018.

a. Á svæðinu gilda skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll. Umrædd lóð stendur upp úr hindranafleti en þar gildir að heimilt er að gera ráð fyrir og reisa byggingar allt að 18 metra upp fyrir óhreyft land. Ekki er lagst gegn breytingunni séu hæðir innan þessara marka. Í tilfelli sem þessu er gert ráð fyrir að bygging kunni að vera hindranalýst og óskað er eftir að þörf á því verði skoðuð í samráði við byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar.

b. Um uppsetningu krana eða annarra tímabundinna hindrana gilda sömu reglur og um varanlegar hindranir. Ekki má víkja frá hæðartakmörkunum nema með samþykki Samgöngustofu.

3) Samgöngustofa, dagsett 15. febrúar 2018.

Rangárvellir 4 stendur upp úr hindrunarfleti Akureyrarflugvallar og þarf því að takmarka hæð bygginga og meta mögulega þörf á merkingum og hindranalýsingu bygginga á svæðinu. Einnig þarf samráð um mögulegar merkingar og hindranalýsingu á tímabundnum hindrunum s.s. byggingakrönum. Að ofangreindum skilyrðum uppfylltum setur Samgöngustofa sig ekki á móti væntanlegri stækkun lóðarinnar Rangárvellir 4 og fyrirhugaðri byggingu á þeirri lóð.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu þann 28. febrúar 2018 og fól sviðstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda og umsagnaraðila. Erindinu var frestað á fundi skipulagsráðs 14. mars 2018.
Skipulagsráð tekur jákvætt í stækkun byggingarreits en getur ekki fallist á hærri hámarkshæð bygginga eða búnaðar á lóðinni en sem gildandi deiliskipulag kveður á um, eða 9 metra. Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar verði einnig skoðað með stækkun á lóð Rangárvalla 2 að lóð Rangárvalla 4, lagnaleiðir skoðaðar og sett frekari skilyrði um starfsemi á lóðunum 2 - 6. Skoðaðar verði kröfur um rykbindingu, hljóðvarnir, girðingar, gróður og snyrtilegan frágang lóða.

Skipulagsráð - 296. fundur - 25.07.2018

Á fundi skipulagsráðs 4. apríl sl. var lagt fram erindi Haraldar S. Árnasonar fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, þar sem óskað var eftir breytingu á lóð nr. 4 við Rangárvelli. Var samþykkt að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Verkís hefur verið að vinna að málinu frá því í vor og er nú lögð fram kynning á nokkrum möguleikum á útfærslu breytinga á deiliskipulagi lóða nr. 4 og 6 við Rangárvelli.
Lagt fram til kynningar. Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 304. fundur - 14.11.2018

Lögð fram tillaga Verkís að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Rangárvöllum sem nær til lóða 3, 4 og 6. Í breytingunni felst að á lóð 3 er afmarkaður byggingarreitur til að hægt verði að stækka núverandi hús til norðurs. Lóð 4 stækkar til norðurs og það sama á við um byggingarreit lóðarinnar. Á lóð 6 fellur byggingarreitur niður. Þá eru settir ítarlegri og skýrari skilmálar um starfsemi á lóðunum auk þess sem gert er ráð fyrir færslu lagna og gerð skjólbelta.
Afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð - 305. fundur - 28.11.2018

Lögð fram að nýju tillaga Verkís að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Rangárvöllum sem nær til lóða 3, 4 og 6. Í breytingunni felst að á lóð 3 er afmarkaður byggingarreitur til að hægt verði að stækka núverandi hús til norðurs. Lóð 4 stækkar til norðurs og það sama á við um byggingarreit lóðarinnar. Á lóð 6 fellur byggingarreitur niður. Þá eru settir ítarlegri og skýrari skilmálar um starfsemi á lóðunum auk þess sem gert er ráð fyrir færslu lagna og gerð skjólbelta.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 306. fundur - 12.12.2018

Lagðar fram tvær tillögur að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Rangárvöllum sem ná til lóða 3, 4 og 6.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna tillögurnar hverfisráði Giljahverfis og lóðarhöfum á Rangárvöllum.

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Lagðar fram að nýju tillögur að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Rangárvöllum sem ná til lóða 3, 4 og 6.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar sem allar umbeðnar umsagnir liggja ekki fyrir.

Skipulagsráð - 308. fundur - 30.01.2019

Lagðar fram til kynningar umsagnir Landsnets, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, SS Byggis ehf. og hverfisnefndar Giljahverfis um tillögur að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Rangárvöllum sem ná til lóða 3, 4 og 6.
Afgreiðslu frestað þar sem umsagnir Norðurorku og Rarik liggja ekki fyrir.

Skipulagsráð - 309. fundur - 13.02.2019

Lagðar fram að nýju tvær tillögur að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Rangárvöllum sem ná til lóða 3, 4 og 6. Tillögurnar voru sendar til umsagnar lóðarhafa á Rangárvöllum og hverfisráðs Giljahverfis. Liggja nú fyrir umsagnir Landsnets dagsett 15. janúar 2019, SS Byggis dagsett 22. janúar 2019, hverfisráðs Giljahverfis dagsett 25. janúar 2019, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra dagsett 23. janúar 2019, Rarik dagsett 4. febrúar 2019 og Norðurorku dagsett 6. febrúar 2019. Þá liggur einnig fyrir tölvupóstur frá Landsneti dagsettur 23. janúar 2019 þar sem fram kemur að verið er að skoða með ráðgjafa hvaða kröfur þurfi að gera til að tryggja hagsmuni fyrirtækisins.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til fyrir liggur hvaða kröfur Landsnet mun gera.

Skipulagsráð - 311. fundur - 13.03.2019

Lagðar fram að nýju tvær tillögur að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Rangárvöllum sem ná til lóða 3, 4 og 6. Liggja nú fyrir umsagnir frá:

Landsneti dagsett 15. janúar 2019 ásamt bréfi dagsettu 7. mars 2019,

SS Byggi dagsett 22. janúar 2019,

Hverfisráði Giljahverfis dagsett 25. janúar 2019,

Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dagsett 23. janúar 2019,

Rarik dagsett 4. febrúar 2019 og

Norðurorku dagsett 6. febrúar 2019.

Einnig liggur fyrir minnisblað frá Eflu dagsett 1. mars 2019.

Þá er lagt fram minnisblað Björns Jóhannessonar lögmanns dagsett 19. febrúar 2019 um mögulegt vanhæfi Tryggva Más Ingvarssonar og Helga Snæbjarnarsonar.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs, ásamt skipulagsráðgjafa, að endurskoða skilmála deiliskipulagsbreytingar með það í huga að gera ráðstafanir til að koma til móts við athugasemdir sem fram koma í fyrirliggjandi umsögnum.

Skipulagsráð - 315. fundur - 15.05.2019

Lagðar fram tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis Rangárvalla. Breytingarnar eru eins nema hvað varðar stærð og afmörkun lóðar nr. 4 og byggingarreits sem á henni er. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir endurskoðun skilmála, afmörkun byggingarreits á lóð nr. 3 vegna stækkunar núverandi húss auk þess sem gert er ráð fyrir að lóð nr. 6 falli út.

Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa dagsett 27. mars 2019 þar sem farið er yfir viðbrögð við umsögnum sem borist hafa frá Landsneti, Rarik, Norðurorku, heilbrigðisnefnd, SS Byggi og hverfisnefnd Giljahverfis.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga sem gerir ráð fyrir stækkun á lóð nr. 4 og byggingarreit sem á henni er.

Bæjarstjórn - 3455. fundur - 21.05.2019

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2019:

Lagðar fram tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis Rangárvalla. Breytingarnar eru eins nema hvað varðar stærð og afmörkun lóðar nr. 4 og byggingarreits sem á henni er. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir endurskoðun skilmála, afmörkun byggingarreits á lóð nr. 3 vegna stækkunar núverandi húss auk þess sem gert er ráð fyrir að lóð nr. 6 falli út.

Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa dagsett 27. mars 2019 þar sem farið er yfir viðbrögð við umsögnum sem borist hafa frá Landsneti, Rarik, Norðurorku, heilbrigðisnefnd, SS Byggi og hverfisnefnd Giljahverfis.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga sem gerir ráð fyrir stækkun á lóð nr. 4 og byggingarreit sem á henni er.

Halla Björk Reynisdóttir bar upp tillögu um að fresta afgreiðslu málsins og sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kalla eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og fela sviðsstjóra skipulagssviðs að kalla eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tillögu skipulagsráðs.

Bæjarstjórn - 3457. fundur - 18.06.2019

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2019:

Lagðar fram tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis Rangárvalla. Breytingarnar eru eins nema hvað varðar stærð og afmörkun lóðar nr. 4 og byggingarreits sem á henni er. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir endurskoðun skilmála, afmörkun byggingarreits á lóð nr. 3 vegna stækkunar núverandi húss auk þess sem gert er ráð fyrir að lóð nr. 6 falli út.

Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa dagsett 27. mars 2019 þar sem farið er yfir viðbrögð við umsögnum sem borist hafa frá Landsneti, Rarik, Norðurorku, heilbrigðisnefnd, SS Byggi og hverfisnefnd Giljahverfis.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga sem gerir ráð fyrir stækkun á lóð nr. 4 og byggingarreit sem á henni er.

Málið var áður á dagskrá bæjarstjórnar 21. maí sl. og var afgreiðslu þá frestað og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að kalla eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tillögu skipulagsráðs.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs og lagði jafnframt til, fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar, að tillögu skipulagsráðs um breytingu á deiliskipulagi sem heimilar stækkun á stærð og afmörkun lóðar nr. 4 og byggingarreits sem á henni er verði hafnað. Þess í stað verði samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem gerir ekki ráð fyrir stækkun á lóð og byggingarreit lóðar nr. 4 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Að auki verði gert ráð fyrir að í kafla 5.3.1. í greinargerð deiliskipulagsins verði eftirfarandi setningu bætt við: Vegna nálægðar við háspennumannvirki Landsnets og Rarik og vegna nálægðar við íbúðabyggð Giljahverfis er rykmyndandi starfsemi, s.s. steypustöð, ekki heimil á svæðinu.

Í umræðum tóku til máls Þórhallur Jónsson, Hilda Jana Gísladóttir, Hlynur Jóhannsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson (í annað sinn) og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Meirihluti bæjarstjórnar hafnar tillögu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

Þórhallur Jónsson D-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.

Borin var upp til atkvæða eftirfarandi tillaga meirihluta bæjarstjórnar:

Auglýst verði breyting á deiliskipulagi sem gerir ekki ráð fyrir stækkun á lóð og byggingarreit lóðar nr. 4 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Að auki verði gert ráð fyrir að í kafla 5.3.1. í greinargerð deiliskipulagsins verði eftirfarandi setningu bætt við „Vegna nálægðar við háspennumannvirki Landsnets og Rarik og vegna nálægðar við íbúðabyggð Giljahverfis er rykmyndandi starfsemi, s.s. steypustöð, ekki heimil á svæðinu."

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillöguna með 7 atkvæðum.

Þórhallur Jónsson D-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sátu hjá við afgreiðsluna.

Skipulagsráð - 324. fundur - 09.10.2019

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Rangárvöllum sem nær til lóða 3, 4 og 6 var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 21. ágúst 2019 með fresti til að gera athugasemdir til 4. október 2019. Bárust umsagnir frá Landsneti, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Norðurorku og hverfisnefnd Giljahverfis. Meðfylgjandi umsögn hverfisnefndar er undirskriftarlisti íbúa í Giljahverfi.
Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að vinna tillögu að svörum við innkomnum athugasemdum í samráði við skipulagsráðgjafa. Samþykkt er að gera ráð fyrir að skipulagssvæðið verði minnkað þannig að það nái eingöngu utan um lóðir 4 og 6, en lóð nr. 3 verði fyrir utan breytingarsvæðið.

Skipulagsráð - 325. fundur - 30.10.2019

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Rangárvöllum sem nær til lóða 3, 4 og 6 ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá er einnig lögð fram tillaga að umsögn um efnisatriði athugasemda og umsagna, dagsett 25. október 2019 auk álits fyrrverandi skipulagsfulltrúa, Bjarka Jóhannessonar, dagsett 17. maí 2019 á samræmi deiliskipulagsbreytingarinnar við gildandi aðalskipulag. Eins og bókað var á fundi skipulagsráðs 9. október 2019 er gert ráð fyrir að lóð nr. 3 verði utan skipulagsmarka.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, ásamt tillögu að umsögn um athugasemdir, með þeirri breytingu að textinn "Lóðarstækkun fyrirhuguð síðar" verði felldur út auk þess sem afmörkun stækkunar verði tekin út og gróðurbeltið aðlagað að því.

Bæjarstjórn - 3462. fundur - 05.11.2019

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 30. október 2019:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Rangárvöllum sem nær til lóða 3, 4 og 6 ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá er einnig lögð fram tillaga að umsögn um efnisatriði athugasemda og umsagna, dagsett 25. október 2019 auk álits fyrrverandi skipulagsfulltrúa, Bjarka Jóhannessonar, dagsett 17. maí 2019 á samræmi deiliskipulagsbreytingarinnar við gildandi aðalskipulag. Eins og bókað var á fundi skipulagsráðs 9. október 2019 er gert ráð fyrir að lóð nr. 3 verði utan skipulagsmarka.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, ásamt tillögu að umsögn um athugasemdir, með þeirri breytingu að textinn "Lóðarstækkun fyrirhuguð síðar" verði felldur út auk þess sem afmörkun stækkunar verði tekin út og gróðurbeltið aðlagað að því.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti gögn málsins og tillögur skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir og Þórhallur Jónsson.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillögu skipulagsráðs.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.