Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2019:
Lagðar fram tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis Rangárvalla. Breytingarnar eru eins nema hvað varðar stærð og afmörkun lóðar nr. 4 og byggingarreits sem á henni er. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir endurskoðun skilmála, afmörkun byggingarreits á lóð nr. 3 vegna stækkunar núverandi húss auk þess sem gert er ráð fyrir að lóð nr. 6 falli út.
Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa dagsett 27. mars 2019 þar sem farið er yfir viðbrögð við umsögnum sem borist hafa frá Landsneti, Rarik, Norðurorku, heilbrigðisnefnd, SS Byggi og hverfisnefnd Giljahverfis.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga sem gerir ráð fyrir stækkun á lóð nr. 4 og byggingarreit sem á henni er.
Málið var áður á dagskrá bæjarstjórnar 21. maí sl. og var afgreiðslu þá frestað og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að kalla eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tillögu skipulagsráðs.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs og lagði jafnframt til, fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar, að tillögu skipulagsráðs um breytingu á deiliskipulagi sem heimilar stækkun á stærð og afmörkun lóðar nr. 4 og byggingarreits sem á henni er verði hafnað. Þess í stað verði samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem gerir ekki ráð fyrir stækkun á lóð og byggingarreit lóðar nr. 4 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Að auki verði gert ráð fyrir að í kafla 5.3.1. í greinargerð deiliskipulagsins verði eftirfarandi setningu bætt við: Vegna nálægðar við háspennumannvirki Landsnets og Rarik og vegna nálægðar við íbúðabyggð Giljahverfis er rykmyndandi starfsemi, s.s. steypustöð, ekki heimil á svæðinu.
Í umræðum tóku til máls Þórhallur Jónsson, Hilda Jana Gísladóttir, Hlynur Jóhannsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson (í annað sinn) og Ingibjörg Ólöf Isaksen.