Lögð var fram beiðni til umhverfis- og mannvirkjaráðs frá Vistorku ehf. dagsett 28. apríl 2017 um fjölgun grænna bílastæða við Skipagötu. Umhverfis- og mannvirkjaráð vísaði erindinu til skipulagsráðs á fundi 12. maí 2017 en lagði jafnframt til að ákvörðunum um bílastæðamál í miðbænum verði frestað þar til framkvæmdum við Austurbrú lýkur. Lögð var fram tillaga fyrir skipulagsráð þann 14. febrúar 2018 að nýtingu bílastæða í miðbænum, er varða græn stæði, rafmagnsstæði, klukkustæði, frístæði, fastleigustæði og stæði fyrir fatlaða, samkvæmt meðfylgjandi korti. Skipulagsráð tók jákvætt í fjölgun grænna bílastæða en tók ekki afstöðu til annars. Vegna framkvæmda og útboða þarf sú afstaða að liggja fyrir.