Erindi dagsett 16. október 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson óskar eftir að reist verði hljóðgirðing á lóðarmörkun Espilunds 20 vegna hljóðmengunar frá hringtorgi. Skipulagsráð óskaði eftir umsögn deildafundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Fjallað var um erindið á fundi 31. október 2017.
Verið er að vinna reglur um hljóðvistarstyrki og klárast sú vinna vonandi á næstunni. Þegar þær verða tilbúnar verður hægt að sækja um styrki til að setja t.d. þrefalt gler í glugga.
Bærinn kemur ekki að framkvæmdum til að koma í veg fyrir ljósmengun frá umferð.
Skipulagsráð vísar erindinu til umsagnar samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.