Espilundur 20 - hljóðvandamál vegna umferðar

Málsnúmer 2017100308

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 16. október 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson óskar eftir að reist verði hljóðgirðing á lóðarmörkun Espilunds 20 að Skógarlundi og Dalsbraut vegna hljóðmengunar frá hringtorgi.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð vísar erindinu til umsagnar samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Skipulagsráð - 278. fundur - 29.11.2017

Erindi dagsett 16. október 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson óskar eftir að reist verði hljóðgirðing á lóðarmörkun Espilunds 20 vegna hljóðmengunar frá hringtorgi. Skipulagsráð óskaði eftir umsögn deildafundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Fjallað var um erindið á fundi 31. október 2017.

Verið er að vinna reglur um hljóðvistarstyrki og klárast sú vinna vonandi á næstunni. Þegar þær verða tilbúnar verður hægt að sækja um styrki til að setja t.d. þrefalt gler í glugga.

Bærinn kemur ekki að framkvæmdum til að koma í veg fyrir ljósmengun frá umferð.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt.


Skipulagsráð frestar erindinu og felur skipulagsdeild að afla frekari gagna.

Skipulagsráð - 280. fundur - 10.01.2018

Erindi dagsett 16. október 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson óskar eftir að reist verði hljóðgirðing á lóðarmörkum Espilundar 20 að Skógarlundi og Dalsbraut vegna hljóðmengunar frá hringtorgi á Dalsbraut.

Skipulagsráð óskaði eftir umsögn deildafundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs. Fjallað var um erindið á deildafundi 31. október 2017.

"Verið er að vinna reglur um hljóðvistarstyrki og klárast sú vinna vonandi á næstunni. Þegar þær verða tilbúnar verður hægt að sækja um styrki til að setja t.d. þrefalt gler í glugga. Bærinn kemur ekki að framkvæmdum til að koma í veg fyrir ljósmengun frá umferð." - Reglur um hljóðvistarstyrki hafa síðan verið samþykktar.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 29. nóvember og fól skipulagssviði að afla frekari gagna. Meðfylgjandi er samantekt skipulagssviðs.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð telur að vandamál umsækjanda séu ekki meiri en við fjölda gatna í bænum, samanber hljóðvistarkort sem unnið hefur verið fyrir bæinn. Skipulagsráð vísar í reglur um styrki til að bæta hljóðvist húsa vegna umferðarhávaða.

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Erindi dagsett 16. október 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson óskar eftir að reist verði hljóðgirðing á lóðarmörkun Espilunds 20 vegna hljóðmengunar frá hringtorgi.

Skipulagsráð hafnaði ósk um hljóðvegg á fundi sínum 10. janúar 2018.

Í bréfi dagsettu 25. janúar 2018 er óskað eftir rökstuðningi á ákvörðun skipulagsráðs.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.


Farið var í lóðarskerðingu á Espilundi 20 vegna gatnaframkvæmdar. Lóðin var minnkuð úr 842,3 m² í 839,4 m² eða um 3 m². Við framkvæmdina klippti bærinn runnana og færði þá. Framkvæmdir á gangstétt ári eftir framkvæmd voru í höndum Norðurorku þar sem heitavatnslögn sprakk og drap gróður, og er umsækjanda bent á að hafa samband við Norðurorku vegna þess. Ástæða var til að setja hljóðvarnir við Barrlund 3 sem er á gagnstæðu götuhorni. Barrlundur 3 er um 3 metrum nær hringtorginu en húshorn Espilundar 20. Til samanburðar var lóðaskerðing vegna hringtorgs á Borgarbraut mun umfangsmeiri en þar voru teknir af lóðum annars vegar 46,2 m² og hins vegar 58,5 m².

Það er því mat skipulagsráðs að þær minniháttar breytingar sem gerðar voru á lóðinni réttlæti ekki forgang með hljóðvegg á lóðamörkum.